Landsréttur staðfesti sýknudóm í nauðgunarmáli Sylvía Hall skrifar 20. september 2019 21:42 Ríkissaksóknari skaut málinu til Landsréttar í janúar á þessu ári. Vísir/Vilhelm Sýknudómur Héraðsdóms Suðurlands yfir karlmanni frá því í desember árið 2018 var staðfestur í Landsrétti í dag. Maðurinn hafði verið ákærður fyrir nauðgun í febrúar árið 2018 og var gefin út ákæra í júnímánuði sama ár. Brotaþoli og ákærði lýstu málsatvikum með ólíkum hætti. Í dómi héraðsdóms segir að þau hafi bæði verið stöðug í framburði sínum og röktu aðdragandann með skýrum og greinargóðum hætti en mikið hafi borið á milli varðandi atriði sem skiptu máli fyrir úrlausn málsins, til að mynda hvort ákærði hafi beitt brotaþola ofbeldi. Manninum var gefið að sök að hafa haft samræði og önnur kynferðismök við konuna, sem hafði áður unnið hjá honum. Hún segir manninn hafa rifið hana að sér og byrjað að káfa á henni utanklæða og við það hafi hún frosið. Hann hafi síðan farið inn á hana, káfað á kynfærum hennar, girt niður um hana og fleygt henni á fjórar fætur. Í vitnisburði konunnar segist hún hafa klemmt saman lærin en ákærði tekið í þau og fært í sundur til þess að ná vilja sínum fram. Ákærði lýsti atvikum á annan hátt og sagði konuna meðal annars hafa hvatt hann áfram og beðið hann um að „taka sig“. Þessu hafnaði konan og sagðist hún hafa spurt ákærða hvað hann „væri eiginlega að gera“ og bent honum á að það væri „eitthvað rangt við þetta“. Daginn eftir leitaði konan á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis og gekkst undir skoðun. Við skoðun fannst nýlegur marblettur á konunni og kom fram að hún væri aum í leggangaopi og á spöng. Í skýrslu læknis kom fram að konan hefði verið „skýr og skelegg“ og segði skýrt frá atburðarásinni án allrar tilfinningasemi. Hún gerði sér fulla grein fyrir því að hún vildi þetta ekki og fyndi fyrir reiði. Hún væri ekki hrædd við ákærða en henni byði við honum. Ekki þótti sannað að ákærði hafi haft samræði við brotaþola án hennar samþykkis og vilja með því að beita hana ofbeldi. Því var ákærði sýknaður af öllum kröfum. Dómsmál Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Sjá meira
Sýknudómur Héraðsdóms Suðurlands yfir karlmanni frá því í desember árið 2018 var staðfestur í Landsrétti í dag. Maðurinn hafði verið ákærður fyrir nauðgun í febrúar árið 2018 og var gefin út ákæra í júnímánuði sama ár. Brotaþoli og ákærði lýstu málsatvikum með ólíkum hætti. Í dómi héraðsdóms segir að þau hafi bæði verið stöðug í framburði sínum og röktu aðdragandann með skýrum og greinargóðum hætti en mikið hafi borið á milli varðandi atriði sem skiptu máli fyrir úrlausn málsins, til að mynda hvort ákærði hafi beitt brotaþola ofbeldi. Manninum var gefið að sök að hafa haft samræði og önnur kynferðismök við konuna, sem hafði áður unnið hjá honum. Hún segir manninn hafa rifið hana að sér og byrjað að káfa á henni utanklæða og við það hafi hún frosið. Hann hafi síðan farið inn á hana, káfað á kynfærum hennar, girt niður um hana og fleygt henni á fjórar fætur. Í vitnisburði konunnar segist hún hafa klemmt saman lærin en ákærði tekið í þau og fært í sundur til þess að ná vilja sínum fram. Ákærði lýsti atvikum á annan hátt og sagði konuna meðal annars hafa hvatt hann áfram og beðið hann um að „taka sig“. Þessu hafnaði konan og sagðist hún hafa spurt ákærða hvað hann „væri eiginlega að gera“ og bent honum á að það væri „eitthvað rangt við þetta“. Daginn eftir leitaði konan á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis og gekkst undir skoðun. Við skoðun fannst nýlegur marblettur á konunni og kom fram að hún væri aum í leggangaopi og á spöng. Í skýrslu læknis kom fram að konan hefði verið „skýr og skelegg“ og segði skýrt frá atburðarásinni án allrar tilfinningasemi. Hún gerði sér fulla grein fyrir því að hún vildi þetta ekki og fyndi fyrir reiði. Hún væri ekki hrædd við ákærða en henni byði við honum. Ekki þótti sannað að ákærði hafi haft samræði við brotaþola án hennar samþykkis og vilja með því að beita hana ofbeldi. Því var ákærði sýknaður af öllum kröfum.
Dómsmál Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Sjá meira