Þarf súrefni Hörður Ægisson skrifar 20. september 2019 08:00 Hún var ekki endilega mjög björt, myndin sem Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Gylfi Zoega hagfræðiprófessor drógu upp á fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í gær. Þrátt fyrir gjaldþrot WOW air og loðnubrest gera hagvaxtarspár ráð fyrir aðeins 0,2 prósenta samdrætti í ár og að á næsta ári verði vöxturinn um tvö prósent. Seðlabankastjóri óttast hins vegar að þessi sviðsmynd kunni að reynast of bjartsýn, einkum þar sem blikur séu á lofti í heimshagkerfinu, og að „óvissan sé niður á við, að þetta sé of gott til vera satt“, útskýrði Ásgeir. Þá benti Gylfi á erfiða stöðu ferðaþjónustunnar, sem væri með of mikinn launakostnað, og að hættan væri sú að það yrðu ekki aðeins veikari fyrirtækin sem myndu lenda í hremmingum. Það voru hins vegar ummæli Gylfa um Icelandair sem vöktu mesta athygli. Þar bað Gylfi, sem mætti á fundinn í krafti setu sinnar í peningastefnunefnd, þingmenn um að fylgjast vel með stöðu Icelandair. „Ef við reiknum fram í tímann, hvenær verður eigið fé þar komið á hættulegt stig?“ spurði Gylfi, og sagði að ekki „mætti veðja þjóðarbúinu á“ að Icelandair fái bætur frá Boeing. „Þetta er eitthvað sem þið verðið að huga að.“ Áhyggjur af fjárhagsstöðu Icelandair eru réttmætar en setja má spurningarmerki við að fulltrúi Seðlabankans setji þær fram með slíkum hætti opinberlega. Erfitt er að sjá hvað stjórnmálamenn geta gert þegar kemur að erfiðleikum í rekstri flugfélagsins. Engin ástæða er til að ætla annað en að stjórnendur Icelandair vinni nú fullum fetum að því að styrkja fjárhag félagsins á óvissutímum. Þrátt fyrir hremmingar í ferðaþjónustu hefur atvinnuleysið ekki aukist eins mikið og margir óttuðust. Hætt er við að það kunni að breytast. Mörg fyrirtæki hafa frestað hagræðingaraðgerðum en að lokum kemur að skuldadögum sem munu birtast í vaxandi atvinnuleysi. Sögulega séð hefur gengisfall ávallt verið fylgifiskur efnahagssamdráttar, sem hefur þá um leið gefið útflutningsgreinum viðspyrnu, með þeim afleiðingum að verðbólga hefur aukist og vextir hækkað. Nú er öldin önnur. Sterk staða þjóðarbúsins og 800 milljarða gjaldeyrisforði eykur tiltrú á stöðugleika krónunnar og gefur Seðlabankanum færi á að halda verðbólgu við markmið. Það er samt alltaf einhver fórnarkostnaður. Atvinnuleysi gæti þannig orðið meira en við höfum oft áður vanist þegar kreppir að í efnahagslífinu. Stjórnvöld hafa tæki og tól til að milda hagsveifluna. Seðlabankinn hefur gert sitt, vextir hafa lækkað úr 4,5 prósentum í 3,5 prósent, en meira þarf til. Fjármagn er af skornum skammti og bankakerfið á bremsunni. Frekari vaxtalækkanir einar og sér laga það ekki. Tvennt mætti gera til að bæta þar úr. Ákvörðun um hækkun sveiflujöfnunaraukans ofan á eiginfjárkröfur bankanna, sem tekur gildi í ársbyrjun 2020, var misráðin enda mátti vera ljóst að hagkerfið væri að kólna. Nýr seðlabankastjóri hlýtur að leggja áherslu á að leiðrétta þau mistök. Þá ætti að girða fyrir að Íbúðalánasjóði verði heimilt að ráðstafa umtalsverðu lausafé sínu í innlánum í Seðlabankanum. Það fé þyrfti þá að leita í aðra fjárfestingarkosti sem væri til þess fallið að auka framboð lánsfjármagns. Það er ekki eftir neinu að bíða. Hagkerfið þarf á súrefni að halda nema markmiðið sé að kæfa það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Hún var ekki endilega mjög björt, myndin sem Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Gylfi Zoega hagfræðiprófessor drógu upp á fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í gær. Þrátt fyrir gjaldþrot WOW air og loðnubrest gera hagvaxtarspár ráð fyrir aðeins 0,2 prósenta samdrætti í ár og að á næsta ári verði vöxturinn um tvö prósent. Seðlabankastjóri óttast hins vegar að þessi sviðsmynd kunni að reynast of bjartsýn, einkum þar sem blikur séu á lofti í heimshagkerfinu, og að „óvissan sé niður á við, að þetta sé of gott til vera satt“, útskýrði Ásgeir. Þá benti Gylfi á erfiða stöðu ferðaþjónustunnar, sem væri með of mikinn launakostnað, og að hættan væri sú að það yrðu ekki aðeins veikari fyrirtækin sem myndu lenda í hremmingum. Það voru hins vegar ummæli Gylfa um Icelandair sem vöktu mesta athygli. Þar bað Gylfi, sem mætti á fundinn í krafti setu sinnar í peningastefnunefnd, þingmenn um að fylgjast vel með stöðu Icelandair. „Ef við reiknum fram í tímann, hvenær verður eigið fé þar komið á hættulegt stig?“ spurði Gylfi, og sagði að ekki „mætti veðja þjóðarbúinu á“ að Icelandair fái bætur frá Boeing. „Þetta er eitthvað sem þið verðið að huga að.“ Áhyggjur af fjárhagsstöðu Icelandair eru réttmætar en setja má spurningarmerki við að fulltrúi Seðlabankans setji þær fram með slíkum hætti opinberlega. Erfitt er að sjá hvað stjórnmálamenn geta gert þegar kemur að erfiðleikum í rekstri flugfélagsins. Engin ástæða er til að ætla annað en að stjórnendur Icelandair vinni nú fullum fetum að því að styrkja fjárhag félagsins á óvissutímum. Þrátt fyrir hremmingar í ferðaþjónustu hefur atvinnuleysið ekki aukist eins mikið og margir óttuðust. Hætt er við að það kunni að breytast. Mörg fyrirtæki hafa frestað hagræðingaraðgerðum en að lokum kemur að skuldadögum sem munu birtast í vaxandi atvinnuleysi. Sögulega séð hefur gengisfall ávallt verið fylgifiskur efnahagssamdráttar, sem hefur þá um leið gefið útflutningsgreinum viðspyrnu, með þeim afleiðingum að verðbólga hefur aukist og vextir hækkað. Nú er öldin önnur. Sterk staða þjóðarbúsins og 800 milljarða gjaldeyrisforði eykur tiltrú á stöðugleika krónunnar og gefur Seðlabankanum færi á að halda verðbólgu við markmið. Það er samt alltaf einhver fórnarkostnaður. Atvinnuleysi gæti þannig orðið meira en við höfum oft áður vanist þegar kreppir að í efnahagslífinu. Stjórnvöld hafa tæki og tól til að milda hagsveifluna. Seðlabankinn hefur gert sitt, vextir hafa lækkað úr 4,5 prósentum í 3,5 prósent, en meira þarf til. Fjármagn er af skornum skammti og bankakerfið á bremsunni. Frekari vaxtalækkanir einar og sér laga það ekki. Tvennt mætti gera til að bæta þar úr. Ákvörðun um hækkun sveiflujöfnunaraukans ofan á eiginfjárkröfur bankanna, sem tekur gildi í ársbyrjun 2020, var misráðin enda mátti vera ljóst að hagkerfið væri að kólna. Nýr seðlabankastjóri hlýtur að leggja áherslu á að leiðrétta þau mistök. Þá ætti að girða fyrir að Íbúðalánasjóði verði heimilt að ráðstafa umtalsverðu lausafé sínu í innlánum í Seðlabankanum. Það fé þyrfti þá að leita í aðra fjárfestingarkosti sem væri til þess fallið að auka framboð lánsfjármagns. Það er ekki eftir neinu að bíða. Hagkerfið þarf á súrefni að halda nema markmiðið sé að kæfa það.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun