Útilokar ekki vantrauststillögu á hendur ríkislögreglustjóra Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 23. september 2019 12:20 Haraldur Johanessen ríkislögreglustjóri. Vísir/vilhelm Stjórn Landsambands lögreglumanna fundaði með Haraldi Johannessen ríkislögreglustjóra í morgun. Varaformaður landsambandsins segir að enn sé mikið kurr innan stéttarinnar, ekki sé hægt að segja til um það á þessari stundu hvort einhver sátt sé í sjónmáli. Ekki er útilokað að vantrauststillaga á hendur Haraldi Johannessen ríkislögreglustjóra verði lögð fram á fundi formanna aðildarfélaga Landsambandsins sem nú stendur yfir. Miklar deilur hafa staðið um störf ríkislögreglustjóra undanfarnar vikur og mánuði. Nær öll lögreglufélög á landinu auk Landssambands lögreglumanna hafa lýst yfir ánægju með að Ríkisendurskoðun muni vinna heildstæða úttekt á rekstri Embættisins en málefni bílamiðstöðvar embættisins og fatamál hafa vegið einna þyngst. Stjórn Landssambands lögreglumanna fundaði með Haraldi Johannessen ríkislögreglustjóra í morgun en fréttastofa náði tali af Frímanni B. Baldurssyni, varaformann sambandsins rétt fyrir hádegisfréttir Bylgjunnar í dag.Sjá einnig: Ríkislögreglustjóri ætlar að koma lögreglumönnum í samstæðan fatnað „Ríkislögreglustjóri kom þar með sína hlið á málinu og ræddi um hlutina út frá þeirra sjónarhorni, hvernig þetta lítur út fyrir þeim og alla veganna að koma sínum sjónarmiðum á framfæri til okkar,“ sagði Frímann.Er einhver einhver sátt í sjónmáli? „Ég veit það ekki. Eins og staðan er kannski núna þá eru náttúrlega lögreglumenn um allt land bara, já það er mjög mikill kurr í þeim útaf þessum málum og sátt í sjónmáli eftir fundinn? Ég veit það ekki," segir Frímann. Rétt fyrir klukkan tólf í dag hófst fundur formanna aðildarfélaga Landsambands lögreglumanna og kvaðst Frímann eiga von á því að línurnar yrðu lagðar um framhaldið á þeim fundi sem enn stendur yfir þegar þetta er skrifað. Í fréttum Stöðvar 2 í síðustu viku sagði Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, að komið hafi til umræðu að lýsa yfir vantrausti á hendur ríkislögreglustjóra, þótt engin formleg tillaga þess efnis hafi komið fram.Átt þú von á að slík tillaga verði tekin fyrir á þeim fundi? „Það verður bara svolítið að koma í ljós,“ segir Frímann. „Það verður bara svolítið að koma í ljós hvort að sú tillaga verður lögð fram. En það má alveg búast við því miðað við umræðu og því sem að landsambandið hefur heyrt svona í síðastliðinni viku, að slík tillaga verði borin upp. En endanlega verðum við bara að sjá hvað kemur fram á fundinum, hvað menn vilja gera,“ útskýrir Frímann. Aðspurður segir hann að ekki hafi verið rædd á fundinum í morgun sú tillaga að Haraldur Johannessen stígi til hliðar á meðan úttekt Ríkisendurskoðunar stendur yfir. Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Innlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Fleiri fréttir Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Sjá meira
Stjórn Landsambands lögreglumanna fundaði með Haraldi Johannessen ríkislögreglustjóra í morgun. Varaformaður landsambandsins segir að enn sé mikið kurr innan stéttarinnar, ekki sé hægt að segja til um það á þessari stundu hvort einhver sátt sé í sjónmáli. Ekki er útilokað að vantrauststillaga á hendur Haraldi Johannessen ríkislögreglustjóra verði lögð fram á fundi formanna aðildarfélaga Landsambandsins sem nú stendur yfir. Miklar deilur hafa staðið um störf ríkislögreglustjóra undanfarnar vikur og mánuði. Nær öll lögreglufélög á landinu auk Landssambands lögreglumanna hafa lýst yfir ánægju með að Ríkisendurskoðun muni vinna heildstæða úttekt á rekstri Embættisins en málefni bílamiðstöðvar embættisins og fatamál hafa vegið einna þyngst. Stjórn Landssambands lögreglumanna fundaði með Haraldi Johannessen ríkislögreglustjóra í morgun en fréttastofa náði tali af Frímanni B. Baldurssyni, varaformann sambandsins rétt fyrir hádegisfréttir Bylgjunnar í dag.Sjá einnig: Ríkislögreglustjóri ætlar að koma lögreglumönnum í samstæðan fatnað „Ríkislögreglustjóri kom þar með sína hlið á málinu og ræddi um hlutina út frá þeirra sjónarhorni, hvernig þetta lítur út fyrir þeim og alla veganna að koma sínum sjónarmiðum á framfæri til okkar,“ sagði Frímann.Er einhver einhver sátt í sjónmáli? „Ég veit það ekki. Eins og staðan er kannski núna þá eru náttúrlega lögreglumenn um allt land bara, já það er mjög mikill kurr í þeim útaf þessum málum og sátt í sjónmáli eftir fundinn? Ég veit það ekki," segir Frímann. Rétt fyrir klukkan tólf í dag hófst fundur formanna aðildarfélaga Landsambands lögreglumanna og kvaðst Frímann eiga von á því að línurnar yrðu lagðar um framhaldið á þeim fundi sem enn stendur yfir þegar þetta er skrifað. Í fréttum Stöðvar 2 í síðustu viku sagði Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, að komið hafi til umræðu að lýsa yfir vantrausti á hendur ríkislögreglustjóra, þótt engin formleg tillaga þess efnis hafi komið fram.Átt þú von á að slík tillaga verði tekin fyrir á þeim fundi? „Það verður bara svolítið að koma í ljós,“ segir Frímann. „Það verður bara svolítið að koma í ljós hvort að sú tillaga verður lögð fram. En það má alveg búast við því miðað við umræðu og því sem að landsambandið hefur heyrt svona í síðastliðinni viku, að slík tillaga verði borin upp. En endanlega verðum við bara að sjá hvað kemur fram á fundinum, hvað menn vilja gera,“ útskýrir Frímann. Aðspurður segir hann að ekki hafi verið rædd á fundinum í morgun sú tillaga að Haraldur Johannessen stígi til hliðar á meðan úttekt Ríkisendurskoðunar stendur yfir.
Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Innlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Fleiri fréttir Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Sjá meira