Útilokar ekki vantrauststillögu á hendur ríkislögreglustjóra Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 23. september 2019 12:20 Haraldur Johanessen ríkislögreglustjóri. Vísir/vilhelm Stjórn Landsambands lögreglumanna fundaði með Haraldi Johannessen ríkislögreglustjóra í morgun. Varaformaður landsambandsins segir að enn sé mikið kurr innan stéttarinnar, ekki sé hægt að segja til um það á þessari stundu hvort einhver sátt sé í sjónmáli. Ekki er útilokað að vantrauststillaga á hendur Haraldi Johannessen ríkislögreglustjóra verði lögð fram á fundi formanna aðildarfélaga Landsambandsins sem nú stendur yfir. Miklar deilur hafa staðið um störf ríkislögreglustjóra undanfarnar vikur og mánuði. Nær öll lögreglufélög á landinu auk Landssambands lögreglumanna hafa lýst yfir ánægju með að Ríkisendurskoðun muni vinna heildstæða úttekt á rekstri Embættisins en málefni bílamiðstöðvar embættisins og fatamál hafa vegið einna þyngst. Stjórn Landssambands lögreglumanna fundaði með Haraldi Johannessen ríkislögreglustjóra í morgun en fréttastofa náði tali af Frímanni B. Baldurssyni, varaformann sambandsins rétt fyrir hádegisfréttir Bylgjunnar í dag.Sjá einnig: Ríkislögreglustjóri ætlar að koma lögreglumönnum í samstæðan fatnað „Ríkislögreglustjóri kom þar með sína hlið á málinu og ræddi um hlutina út frá þeirra sjónarhorni, hvernig þetta lítur út fyrir þeim og alla veganna að koma sínum sjónarmiðum á framfæri til okkar,“ sagði Frímann.Er einhver einhver sátt í sjónmáli? „Ég veit það ekki. Eins og staðan er kannski núna þá eru náttúrlega lögreglumenn um allt land bara, já það er mjög mikill kurr í þeim útaf þessum málum og sátt í sjónmáli eftir fundinn? Ég veit það ekki," segir Frímann. Rétt fyrir klukkan tólf í dag hófst fundur formanna aðildarfélaga Landsambands lögreglumanna og kvaðst Frímann eiga von á því að línurnar yrðu lagðar um framhaldið á þeim fundi sem enn stendur yfir þegar þetta er skrifað. Í fréttum Stöðvar 2 í síðustu viku sagði Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, að komið hafi til umræðu að lýsa yfir vantrausti á hendur ríkislögreglustjóra, þótt engin formleg tillaga þess efnis hafi komið fram.Átt þú von á að slík tillaga verði tekin fyrir á þeim fundi? „Það verður bara svolítið að koma í ljós,“ segir Frímann. „Það verður bara svolítið að koma í ljós hvort að sú tillaga verður lögð fram. En það má alveg búast við því miðað við umræðu og því sem að landsambandið hefur heyrt svona í síðastliðinni viku, að slík tillaga verði borin upp. En endanlega verðum við bara að sjá hvað kemur fram á fundinum, hvað menn vilja gera,“ útskýrir Frímann. Aðspurður segir hann að ekki hafi verið rædd á fundinum í morgun sú tillaga að Haraldur Johannessen stígi til hliðar á meðan úttekt Ríkisendurskoðunar stendur yfir. Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir auglýsingabruðl Isavia með miklum ósköpum Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Sjá meira
Stjórn Landsambands lögreglumanna fundaði með Haraldi Johannessen ríkislögreglustjóra í morgun. Varaformaður landsambandsins segir að enn sé mikið kurr innan stéttarinnar, ekki sé hægt að segja til um það á þessari stundu hvort einhver sátt sé í sjónmáli. Ekki er útilokað að vantrauststillaga á hendur Haraldi Johannessen ríkislögreglustjóra verði lögð fram á fundi formanna aðildarfélaga Landsambandsins sem nú stendur yfir. Miklar deilur hafa staðið um störf ríkislögreglustjóra undanfarnar vikur og mánuði. Nær öll lögreglufélög á landinu auk Landssambands lögreglumanna hafa lýst yfir ánægju með að Ríkisendurskoðun muni vinna heildstæða úttekt á rekstri Embættisins en málefni bílamiðstöðvar embættisins og fatamál hafa vegið einna þyngst. Stjórn Landssambands lögreglumanna fundaði með Haraldi Johannessen ríkislögreglustjóra í morgun en fréttastofa náði tali af Frímanni B. Baldurssyni, varaformann sambandsins rétt fyrir hádegisfréttir Bylgjunnar í dag.Sjá einnig: Ríkislögreglustjóri ætlar að koma lögreglumönnum í samstæðan fatnað „Ríkislögreglustjóri kom þar með sína hlið á málinu og ræddi um hlutina út frá þeirra sjónarhorni, hvernig þetta lítur út fyrir þeim og alla veganna að koma sínum sjónarmiðum á framfæri til okkar,“ sagði Frímann.Er einhver einhver sátt í sjónmáli? „Ég veit það ekki. Eins og staðan er kannski núna þá eru náttúrlega lögreglumenn um allt land bara, já það er mjög mikill kurr í þeim útaf þessum málum og sátt í sjónmáli eftir fundinn? Ég veit það ekki," segir Frímann. Rétt fyrir klukkan tólf í dag hófst fundur formanna aðildarfélaga Landsambands lögreglumanna og kvaðst Frímann eiga von á því að línurnar yrðu lagðar um framhaldið á þeim fundi sem enn stendur yfir þegar þetta er skrifað. Í fréttum Stöðvar 2 í síðustu viku sagði Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, að komið hafi til umræðu að lýsa yfir vantrausti á hendur ríkislögreglustjóra, þótt engin formleg tillaga þess efnis hafi komið fram.Átt þú von á að slík tillaga verði tekin fyrir á þeim fundi? „Það verður bara svolítið að koma í ljós,“ segir Frímann. „Það verður bara svolítið að koma í ljós hvort að sú tillaga verður lögð fram. En það má alveg búast við því miðað við umræðu og því sem að landsambandið hefur heyrt svona í síðastliðinni viku, að slík tillaga verði borin upp. En endanlega verðum við bara að sjá hvað kemur fram á fundinum, hvað menn vilja gera,“ útskýrir Frímann. Aðspurður segir hann að ekki hafi verið rædd á fundinum í morgun sú tillaga að Haraldur Johannessen stígi til hliðar á meðan úttekt Ríkisendurskoðunar stendur yfir.
Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir auglýsingabruðl Isavia með miklum ósköpum Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent