Leiðtogafundur um loftslagsmál á allsherjarþinginu í dag Heimsljós kynnir 23. september 2019 12:45 Esther Hallsdóttir ungmennafulltrúi Íslands á ungmennaráðstefnu SÞ um loftslagsmál á laugardag. SÞ Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sækir í dag leiðtogafund um loftslagsmál á 74. allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sem stendur yfir þessa dagana í New York. Forsætisráðherra sækir einnig leiðtogafund um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna síðar í vikunni. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra ávarpar allsherjarþingið síðdegis á föstudag. Loftslagsfundurinn er haldinn að frumkvæði Antónío Guterres, aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, en hann kallar eftir afgerandi forystu leiðtoga heims á vettvangi loftslagsbreytinga og hvetur ríki til þess að grípa til róttækra aðgerða til þess að forðast verstu afleiðingar loftslagsvárinnar og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Greta Thunberg fer fyrir ungu fólki sem krefst aðgerða í loftslagsmálum.SÞLeiðtogafundurinn kemur til með að samþykkja sérstaka yfirlýsingu þar sem áréttaðar eru þær skuldbindingar sem ríki hafa samþykkt með heimsmarkmiðunum um að engir einstaklingar eða hópar verði skildir eftir, fátækt og hungri verði útrýmt, komið verði á jafnrétti kynjanna, gæði menntunar verði aukin og ríki virði skuldbindingar sínar í loftslagsmálum, svo fátt eitt sé talið. Í septembermánuði ár hvert hittast fulltrúar aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna á allsherjarþinginu til að ræða brýnustu málefni heimsbyggðarinnar. Þar ber hæst að efla aðgerðir gegn loftslagsvánni og hraða framgangi sjálfbærrar þróunar í samræmi við heimsmarkmiðin um sjálfbæra þróun sem samþykkt voru af aðildarþjóðum Sameinuðu þjóðanna árið 2015. Fundahrinan hefst í dag með fundi um loftslagsaðgerðir. „Allt alþjóðasamfélagið verður að ráðast til atlögu við loftslagsvána af meiri metnaði og öflugri aðgerðum til að hrinda Parísarsamkomulaginu um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum í framkvæmd,“ segir António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. „Við höfum tækifæri næstu ellefu ár til að koma í veg fyrir óafturkræfar loftslagsbreytingar. Við verðum að minnka losun koltvísýrings um 45 prósent fyrir 2030 og ná kolefnisjafnvægi fyrir 2050. Af þessum ástæðum hef ég beðið þjóðarleiðtoga að koma með áætlanir, ekki ræður,“ segir hann. Fundurinn í dag er vettvangur ríkja, einkageirans og borgaralegs samfélags til að kynna lausnir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og efla viðnám við loftslagsbreytingum og aðlögun.Ungmennaráðstefna um sama efni var haldin á laugardaginn og þar gafst leiðtogum unga fólksins kostur á að koma með lausnir og eiga orðaskipti við þá sem taka ákvarðanir. Fulltrúi Íslands var Esther Hallsdóttir sem var skipaður fyrsti ungmennafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum fyrr á árinu.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sækir í dag leiðtogafund um loftslagsmál á 74. allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sem stendur yfir þessa dagana í New York. Forsætisráðherra sækir einnig leiðtogafund um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna síðar í vikunni. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra ávarpar allsherjarþingið síðdegis á föstudag. Loftslagsfundurinn er haldinn að frumkvæði Antónío Guterres, aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, en hann kallar eftir afgerandi forystu leiðtoga heims á vettvangi loftslagsbreytinga og hvetur ríki til þess að grípa til róttækra aðgerða til þess að forðast verstu afleiðingar loftslagsvárinnar og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Greta Thunberg fer fyrir ungu fólki sem krefst aðgerða í loftslagsmálum.SÞLeiðtogafundurinn kemur til með að samþykkja sérstaka yfirlýsingu þar sem áréttaðar eru þær skuldbindingar sem ríki hafa samþykkt með heimsmarkmiðunum um að engir einstaklingar eða hópar verði skildir eftir, fátækt og hungri verði útrýmt, komið verði á jafnrétti kynjanna, gæði menntunar verði aukin og ríki virði skuldbindingar sínar í loftslagsmálum, svo fátt eitt sé talið. Í septembermánuði ár hvert hittast fulltrúar aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna á allsherjarþinginu til að ræða brýnustu málefni heimsbyggðarinnar. Þar ber hæst að efla aðgerðir gegn loftslagsvánni og hraða framgangi sjálfbærrar þróunar í samræmi við heimsmarkmiðin um sjálfbæra þróun sem samþykkt voru af aðildarþjóðum Sameinuðu þjóðanna árið 2015. Fundahrinan hefst í dag með fundi um loftslagsaðgerðir. „Allt alþjóðasamfélagið verður að ráðast til atlögu við loftslagsvána af meiri metnaði og öflugri aðgerðum til að hrinda Parísarsamkomulaginu um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum í framkvæmd,“ segir António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. „Við höfum tækifæri næstu ellefu ár til að koma í veg fyrir óafturkræfar loftslagsbreytingar. Við verðum að minnka losun koltvísýrings um 45 prósent fyrir 2030 og ná kolefnisjafnvægi fyrir 2050. Af þessum ástæðum hef ég beðið þjóðarleiðtoga að koma með áætlanir, ekki ræður,“ segir hann. Fundurinn í dag er vettvangur ríkja, einkageirans og borgaralegs samfélags til að kynna lausnir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og efla viðnám við loftslagsbreytingum og aðlögun.Ungmennaráðstefna um sama efni var haldin á laugardaginn og þar gafst leiðtogum unga fólksins kostur á að koma með lausnir og eiga orðaskipti við þá sem taka ákvarðanir. Fulltrúi Íslands var Esther Hallsdóttir sem var skipaður fyrsti ungmennafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum fyrr á árinu.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent