Leiðtogar funda í New York um loftslagsvá Kjartan Kjartansson skrifar 23. september 2019 14:21 Ungt fólk leiddi fjöldamótmæli til að krefjast aðgerða í loftslagsmálum í New York og fjölda annarra borga um allan heim á föstudag. Vísir/EPA Leiðtogar um sextíu ríkja, þar á meðal Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, koma saman til fundar um lausnir í loftslagsmálum hjá Sameinuðu þjóðunum í New York í dag. Nokkur stór ríki eins og Bandaríkin og Brasilía verða án fulltrúa en aðeins þeir leiðtogar sem mæla fyrir raunverulegum aðgerðum eru á mælendaskrá. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, boðaði til fundarins í dag og segist hann búast við því að nokkur fjöldi aðgerða til að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum og að ná kolefnishlutleysi fyrir miðja öldina verði kynntar þar. Aðeins leiðtogum ríkja sem koma með aðgerðaáætlarnir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda er hins vegar boðið að tala á fundinum. Það útilokar ríki eins og Bandaríkin, Brasilíu, Ástralíu og Sádi-Arabíu sem hafa öll dregið lappirnar í loftslagsmálum og í sumum tilfellum unnið markvisst gegn aðgerðum. „Fólk getur aðeins talað ef það býður upp á jákvæð skref. Það er ígildi miða. Ekki koma með slæmar fréttir,“ sagði Guterres, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Loftslagsfundurinn kemur fast á hæla mótmæla milljóna manna um allan heim í alþjóðlegu loftslagsverkfalli sem ungir aðgerðasinnar leiddu á föstudag, þar á meðal á Íslandi. Í aðdraganda fundarins kynntu alþjóðlegar vísindastofnanir nýjar samantektir um orsakir og afleiðingar loftslagsbreytinga. Losun gróðurhúsalofttegunda hefur aukist um fimmtung frá 2015 til 2019 og styrkur þeirra í lofthjúpi jarðar tryggir að hlýnun á eftir að halda áfram um áratugaskeið til viðbótar. Þá eru áhrif loftslagsbreytinga nú sögð koma hraðar fram en áður. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, Emmanuel Macron, forseti Frakklands, og Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands eru á meðal leiðtoganna sem taka til máls í dag. Donald Trump Bandaríkjaforseti verður í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna en hann ætlar að taka þátt í ráðstefnu um trúfrelsi í staðinn. Bandaríkin Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Spennt að fá að flytja ræðuna og taka þátt í nefndarstörfum Esther Hallsdóttir er stödd á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York en hún er þar sem fulltrúi íslenskra ungmenna. 21. september 2019 23:45 Losun frá flugi jókst um fjórðung á einu ári Samkvæmt gögnum Hagstofunnar jókst losun frá flugsamgöngum um 27% frá 2016 til 2017 og útlit er fyrir 5% aukningu til viðbótar milli 2017 og 2018. 23. september 2019 10:49 Markar upphaf allsherjarverkfallsviku um aðgerðir í loftslagsmálum Búist er við að milljónir taki þátt í allsherjarverkfalli sem boðað hefur verið til á yfir fimm þúsund stöðum í heiminum vegna loftslagsbreytinga í dag. 20. september 2019 13:26 Orsakir og afleiðingar loftslagsbreytinga koma hraðar fram Losun gróðurhúsalofttegunda jókst um fimmtung frá 2015 til 2019 borið saman við árin fimm á undan. Styrkur gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpi jarðar þýðir að hnattræn hlýnun heldur áfram í áratugi, óháð aðgerðum manna til að draga úr losun. 22. september 2019 14:00 Allsherjarverkfall vegna loftslagsbreytinga fer fram í dag Allsherjarverkfall sem boðað hefur verið vegna loftslagsbreytinga á jörðinni fer fram í dag víðsvegar um heiminn og þar á meðal á Íslandi. 20. september 2019 07:26 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brást of harkalega við dyraati Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Leiðtogar um sextíu ríkja, þar á meðal Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, koma saman til fundar um lausnir í loftslagsmálum hjá Sameinuðu þjóðunum í New York í dag. Nokkur stór ríki eins og Bandaríkin og Brasilía verða án fulltrúa en aðeins þeir leiðtogar sem mæla fyrir raunverulegum aðgerðum eru á mælendaskrá. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, boðaði til fundarins í dag og segist hann búast við því að nokkur fjöldi aðgerða til að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum og að ná kolefnishlutleysi fyrir miðja öldina verði kynntar þar. Aðeins leiðtogum ríkja sem koma með aðgerðaáætlarnir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda er hins vegar boðið að tala á fundinum. Það útilokar ríki eins og Bandaríkin, Brasilíu, Ástralíu og Sádi-Arabíu sem hafa öll dregið lappirnar í loftslagsmálum og í sumum tilfellum unnið markvisst gegn aðgerðum. „Fólk getur aðeins talað ef það býður upp á jákvæð skref. Það er ígildi miða. Ekki koma með slæmar fréttir,“ sagði Guterres, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Loftslagsfundurinn kemur fast á hæla mótmæla milljóna manna um allan heim í alþjóðlegu loftslagsverkfalli sem ungir aðgerðasinnar leiddu á föstudag, þar á meðal á Íslandi. Í aðdraganda fundarins kynntu alþjóðlegar vísindastofnanir nýjar samantektir um orsakir og afleiðingar loftslagsbreytinga. Losun gróðurhúsalofttegunda hefur aukist um fimmtung frá 2015 til 2019 og styrkur þeirra í lofthjúpi jarðar tryggir að hlýnun á eftir að halda áfram um áratugaskeið til viðbótar. Þá eru áhrif loftslagsbreytinga nú sögð koma hraðar fram en áður. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, Emmanuel Macron, forseti Frakklands, og Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands eru á meðal leiðtoganna sem taka til máls í dag. Donald Trump Bandaríkjaforseti verður í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna en hann ætlar að taka þátt í ráðstefnu um trúfrelsi í staðinn.
Bandaríkin Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Spennt að fá að flytja ræðuna og taka þátt í nefndarstörfum Esther Hallsdóttir er stödd á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York en hún er þar sem fulltrúi íslenskra ungmenna. 21. september 2019 23:45 Losun frá flugi jókst um fjórðung á einu ári Samkvæmt gögnum Hagstofunnar jókst losun frá flugsamgöngum um 27% frá 2016 til 2017 og útlit er fyrir 5% aukningu til viðbótar milli 2017 og 2018. 23. september 2019 10:49 Markar upphaf allsherjarverkfallsviku um aðgerðir í loftslagsmálum Búist er við að milljónir taki þátt í allsherjarverkfalli sem boðað hefur verið til á yfir fimm þúsund stöðum í heiminum vegna loftslagsbreytinga í dag. 20. september 2019 13:26 Orsakir og afleiðingar loftslagsbreytinga koma hraðar fram Losun gróðurhúsalofttegunda jókst um fimmtung frá 2015 til 2019 borið saman við árin fimm á undan. Styrkur gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpi jarðar þýðir að hnattræn hlýnun heldur áfram í áratugi, óháð aðgerðum manna til að draga úr losun. 22. september 2019 14:00 Allsherjarverkfall vegna loftslagsbreytinga fer fram í dag Allsherjarverkfall sem boðað hefur verið vegna loftslagsbreytinga á jörðinni fer fram í dag víðsvegar um heiminn og þar á meðal á Íslandi. 20. september 2019 07:26 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brást of harkalega við dyraati Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Spennt að fá að flytja ræðuna og taka þátt í nefndarstörfum Esther Hallsdóttir er stödd á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York en hún er þar sem fulltrúi íslenskra ungmenna. 21. september 2019 23:45
Losun frá flugi jókst um fjórðung á einu ári Samkvæmt gögnum Hagstofunnar jókst losun frá flugsamgöngum um 27% frá 2016 til 2017 og útlit er fyrir 5% aukningu til viðbótar milli 2017 og 2018. 23. september 2019 10:49
Markar upphaf allsherjarverkfallsviku um aðgerðir í loftslagsmálum Búist er við að milljónir taki þátt í allsherjarverkfalli sem boðað hefur verið til á yfir fimm þúsund stöðum í heiminum vegna loftslagsbreytinga í dag. 20. september 2019 13:26
Orsakir og afleiðingar loftslagsbreytinga koma hraðar fram Losun gróðurhúsalofttegunda jókst um fimmtung frá 2015 til 2019 borið saman við árin fimm á undan. Styrkur gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpi jarðar þýðir að hnattræn hlýnun heldur áfram í áratugi, óháð aðgerðum manna til að draga úr losun. 22. september 2019 14:00
Allsherjarverkfall vegna loftslagsbreytinga fer fram í dag Allsherjarverkfall sem boðað hefur verið vegna loftslagsbreytinga á jörðinni fer fram í dag víðsvegar um heiminn og þar á meðal á Íslandi. 20. september 2019 07:26