Viðskipti innlent

María Rún nýr mannauðsstjóri FoodCo

Kristín Ólafsdóttir skrifar
María Rún Hafliðadóttir.
María Rún Hafliðadóttir. Mynd/Aðsend
María Rún Hafliðadóttir hefur verið ráðin mannauðsstjóri hjá veitingafyrirtækinu FoodCo hf. Hún verður þannig mannauðsstjóri sameinaðs félags Gleðipinna og FoodCo um áramótin, að fengnu samþykki Samkeppniseftirlitsins.

Sjá einnig: FoodCo og Gleðipinnar sameinast



María Rún starfaði áður hjá Icelandair, alls í 16 ár og síðast sem forstöðumaður þjónustusviðs. Árin 2004-2007 var hún forstöðumaður þjónustudeildar og þjónustueftirlits.

Þar áður starfaði hún sem þjónustu- og gæðastjóri hjá Kaupþingi og sem fræðslustjóri hjá Vodafone. María Rún er með B.S.-gráðu í alþjóðaviðskiptum frá Háskólanum í Wiesbaden í Þýskalandi og M.S.-gráðu í stjórnun og stefnumótun frá Háskóla Íslands.

María Rún mun taka við hlutverki mannauðsstjóra í sameinuðu félagi Gleðipinna frá og með næstu áramótum en eins og nýverið var greint frá hyggjast Gleðipinnar og FoodCo sameinast, með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins, undir nafni fyrrnefnda félagsins. Gangi sameiningin eftir munu um 700 manns starfa hjá Gleðipinnum.


Tengdar fréttir

FoodCo og Gleðipinni sameinast

Með samruna veitingafyrirtækjanna FoodCo og Gleðipinna verður lögð meiri áhersla á gæði og hlúð betur að sérkennum og kjarna staðanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×