Litla lúmska vatnið á Snæfellsnesi Karl Lúðvíksson skrifar 22. maí 2019 08:36 Eiginkona greinarhöfunds með hörku veiði við leynivatnið sem fær að vera leyni áfram. Mynd: KL Það eru margir sem eiga sér vötn sem þeir hafa veitt vel í og segja helst engum frá því og þar af leiðandi eru þessi vötn oft nefnd leynivötn. Undirritaður hefur síðustu ár verið vikulega í veiðispjalli á Bylgjunni yfir sumartímann hjá Gulla og Heimi á morgnana og fyrsta innslagið var í fyrradag. Í því samtali missti ég víst út úr mér að ég ætti mér leynivatn sem mér gengi oft vel í og vildi helst ekki segja frá. Það er skemmst frá því að segja að ég hef fengið nokkra pósta og símtöl þar sem vinir mínir og hlustendur hafa bent mér á að ég sem fjölmiðill eigi nú að veita upplýsingar en ekki leyna þeim. Á þeim forsendum ætti ég þá að deila því með þeim sem áhuga hafa hvaða vötn þetta eru. Þá það.... Baulárvatn, byrjum þar. Flestir keyra framhjá því á leið sinni í Hraunsfjörðinn nema þeir fari hina leiðina en þetta litla vatn við veginn fær einhvern veginn að vera ósnert sem er furða því það er virkilega fín veiði íþessu vatni og inn á milli mjög vænn fiskur. Algengar stærðir 2-3 pund og það er langsamlega best að veiða á kvöldin. Farðu í þokkalega veðri og þú færð fisk, það er bara svoleiðis. Þetta er vatnið sem ég kalla milli minna veiðivina "Litla lúmska vatnið!" Hítarvatn, kannski augljóst en samt ekki. Það eru margir sem fara þangað og fá ekki neitt sem ég skil bara ekki. Það þurfti að vísu nokkur skipti til að læra á það og sjá hvernig fiskurinn hegðar sér en það var ekki flókið. Eftir heita daga er best að veiða hraunsmegin. Besta veiðin á morgnana og kvöldin. Ekki endilega stór fiskur en 1-2 pund svona mest af honum. Sum kvöldin sá maður boðaföll þegar torfurnar gengu upp á grynningarnar og þá er líka veisla! Hreðavatn, enn eitt vatnið sem margir keyra bara framhjá. Þeir sem eiga sumarbústaði við vatnið þekkja það vel og eru kannski ekkert að tala of mikið um veiðina í því. Hef oft veitt mjög vel þarna og bara seinni partinn, fæ aldrei neitt á morgnana. En þau aru fá vötnin sem eru jafn falleg, umvafinn skóginum og þessu landslagi sem einkennir Borgarfjarðarsveitirnar. Ég á eitt leynivatn í viðbót en ætla að áskilja mér þann rétt að segja ekki frá því.....alla vega ekki strax. Mest lesið Flottasta RISE hátíðin hingað til Veiði Flekkudalsá til SVFR Veiði Fyrsta hollið í Blöndu með 23 laxa Veiði Koma fyrstu laxarnir á land 5. júní? Veiði Bubbi lét húðflúra laxaflugu á handlegginn Veiði 243 laxar komnir á land í Selá Veiði Sumarhátíð SVFR haldin næsta laugardag Veiði Allar lokatölur komnar úr laxveiðiánum Veiði Mokveiði í Frostastaðavatni Veiði Miðfjarðará aflahæst sjálfbæru ánna Veiði
Það eru margir sem eiga sér vötn sem þeir hafa veitt vel í og segja helst engum frá því og þar af leiðandi eru þessi vötn oft nefnd leynivötn. Undirritaður hefur síðustu ár verið vikulega í veiðispjalli á Bylgjunni yfir sumartímann hjá Gulla og Heimi á morgnana og fyrsta innslagið var í fyrradag. Í því samtali missti ég víst út úr mér að ég ætti mér leynivatn sem mér gengi oft vel í og vildi helst ekki segja frá. Það er skemmst frá því að segja að ég hef fengið nokkra pósta og símtöl þar sem vinir mínir og hlustendur hafa bent mér á að ég sem fjölmiðill eigi nú að veita upplýsingar en ekki leyna þeim. Á þeim forsendum ætti ég þá að deila því með þeim sem áhuga hafa hvaða vötn þetta eru. Þá það.... Baulárvatn, byrjum þar. Flestir keyra framhjá því á leið sinni í Hraunsfjörðinn nema þeir fari hina leiðina en þetta litla vatn við veginn fær einhvern veginn að vera ósnert sem er furða því það er virkilega fín veiði íþessu vatni og inn á milli mjög vænn fiskur. Algengar stærðir 2-3 pund og það er langsamlega best að veiða á kvöldin. Farðu í þokkalega veðri og þú færð fisk, það er bara svoleiðis. Þetta er vatnið sem ég kalla milli minna veiðivina "Litla lúmska vatnið!" Hítarvatn, kannski augljóst en samt ekki. Það eru margir sem fara þangað og fá ekki neitt sem ég skil bara ekki. Það þurfti að vísu nokkur skipti til að læra á það og sjá hvernig fiskurinn hegðar sér en það var ekki flókið. Eftir heita daga er best að veiða hraunsmegin. Besta veiðin á morgnana og kvöldin. Ekki endilega stór fiskur en 1-2 pund svona mest af honum. Sum kvöldin sá maður boðaföll þegar torfurnar gengu upp á grynningarnar og þá er líka veisla! Hreðavatn, enn eitt vatnið sem margir keyra bara framhjá. Þeir sem eiga sumarbústaði við vatnið þekkja það vel og eru kannski ekkert að tala of mikið um veiðina í því. Hef oft veitt mjög vel þarna og bara seinni partinn, fæ aldrei neitt á morgnana. En þau aru fá vötnin sem eru jafn falleg, umvafinn skóginum og þessu landslagi sem einkennir Borgarfjarðarsveitirnar. Ég á eitt leynivatn í viðbót en ætla að áskilja mér þann rétt að segja ekki frá því.....alla vega ekki strax.
Mest lesið Flottasta RISE hátíðin hingað til Veiði Flekkudalsá til SVFR Veiði Fyrsta hollið í Blöndu með 23 laxa Veiði Koma fyrstu laxarnir á land 5. júní? Veiði Bubbi lét húðflúra laxaflugu á handlegginn Veiði 243 laxar komnir á land í Selá Veiði Sumarhátíð SVFR haldin næsta laugardag Veiði Allar lokatölur komnar úr laxveiðiánum Veiði Mokveiði í Frostastaðavatni Veiði Miðfjarðará aflahæst sjálfbæru ánna Veiði