Jane Fonda handtekin Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. október 2019 11:08 Jane Fonda, til hægri, segist brenna fyrir loftslagsmálum. Vísir/Getty Óskarsverðlaunaleikkonan og aðgerðasinninn Jane Fonda var handtekin fyrir utan þinghús Bandaríkjanna í Washington-borg í gær. Þar var hún stödd til þess að taka þátt í loftslagsmótmælum. Hin 81 árs gamla Fonda var í hópi þeirra 16 mótmælenda sem ákærðir voru fyrir ólögleg mótmæli við austurhlið þinghússins. Henni var sleppt stuttu síðar. Fonda hafði nýlega lokið ræðu við mótmælin, sem voru þau fyrstu í vikulegum föstudagsmótmælum, þegar hún var handtekin. Markmið mótmælanna er að knýja fram aðgerðir í loftslagsmálum af hálfu stjórnvalda. Í ræðu sinni sagðist Fonda vilja sýna ungum loftslagsaðgerðasinnum samstöðu, og nefndi hina sænsku Gretu Thunberg í því samhengi. Sagðist leikkonan dást að Thunberg fyrir að hafa siglt yfir Atlantshafið á skútu til þess að lágmarka kolefnisfótspor sitt. „Við verðum að tryggja að loftslagskrísan sé sýnileg. Mér líður eins og ég sé ekki búin að vera að gera nóg,“ hefur NYT eftir Fonda, sem hefur lofað að snúa aftur að þinghúsinu. Segist hún raunar vera flutt til Washington næstu fjóra mánuði vegna mótmælanna. Bandaríkin Loftslagsmál Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Fleiri fréttir Forseti Suður-Kóreu leystur úr embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps Sjá meira
Óskarsverðlaunaleikkonan og aðgerðasinninn Jane Fonda var handtekin fyrir utan þinghús Bandaríkjanna í Washington-borg í gær. Þar var hún stödd til þess að taka þátt í loftslagsmótmælum. Hin 81 árs gamla Fonda var í hópi þeirra 16 mótmælenda sem ákærðir voru fyrir ólögleg mótmæli við austurhlið þinghússins. Henni var sleppt stuttu síðar. Fonda hafði nýlega lokið ræðu við mótmælin, sem voru þau fyrstu í vikulegum föstudagsmótmælum, þegar hún var handtekin. Markmið mótmælanna er að knýja fram aðgerðir í loftslagsmálum af hálfu stjórnvalda. Í ræðu sinni sagðist Fonda vilja sýna ungum loftslagsaðgerðasinnum samstöðu, og nefndi hina sænsku Gretu Thunberg í því samhengi. Sagðist leikkonan dást að Thunberg fyrir að hafa siglt yfir Atlantshafið á skútu til þess að lágmarka kolefnisfótspor sitt. „Við verðum að tryggja að loftslagskrísan sé sýnileg. Mér líður eins og ég sé ekki búin að vera að gera nóg,“ hefur NYT eftir Fonda, sem hefur lofað að snúa aftur að þinghúsinu. Segist hún raunar vera flutt til Washington næstu fjóra mánuði vegna mótmælanna.
Bandaríkin Loftslagsmál Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Fleiri fréttir Forseti Suður-Kóreu leystur úr embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps Sjá meira