Mjaldurinn líklega ekki njósnari heldur þroskaþjálfi Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. maí 2019 14:08 Mjaldurinn Simjon, sem kannski heitir nú Hvaldimir, smellir kossi á fyrrum skjólstæðing sinn. Mynd/Skjáskot Mjaldurinn sem fannst úti fyrir Finnmörk í Noregi í lok apríl virðist ekki vera njósnari á vegum rússneska sjóhersins, líkt og talið var í fyrstu, heldur hafi hann verið notaður við meðferð á andlega veikum börnum í Rússlandi. Þessu greina norskir fjölmiðlar frá í dag. Í grein Fiskveiðiblaðsins (Fiskeribladet) er rifjuð upp umfjöllun um rússneskan mjaldur, sem sagður er sá sami og ratað hefur í heimsfréttirnar að undanförnu, frá árinu 2008. Þar kemur fram að mjaldurinn, sem hefur verið nefndur Hvaldimir í Noregi, heiti Semjon og hafi verið þjálfaður til meðferðar á rússneskum börnum sem átt hafa í andlegum erfiðleikum. Þá er saga Semjons rakin en hann á að hafa orðið fyrir árás sæljóna fyrir sextán árum og var í kjölfarið tekinn í fóstur manna. Hann hafi svo líklega sloppið úr rússnesku meðferðarstöðinni í grennd við norsku landamærin, þar sem börn úr skólum víðsvegar um Rússland höfðu heimsótt hann í gegnum árin. Morten Vikeby, fyrrverandi blaðamaður Fiskveiðiblaðsins sem fjallaði um meðferðarstöðina árið 2008, útilokar ekki í samtali við blaðið að nú um sé að ræða sama hvalinn og hann skrifaði um á sínum tíma. Þeir séu afar áþekkir í útliti en mjaldrar geta orðið allt að fimmtíu ára. Þá segir Vikeby að lítill fótur sé fyrir því að flokka mjaldurinn sem rússneskan njósnara. Önnur skýring sé á beislinu sem var utan um hvalinn þegar hann fannst en téð beisli þótti einkum benda til þess að hann væri á vegum rússneska sjóhersins. „Hann var með beisli utan á sér vegna þess að hann var notaður til að draga báta með börn innbyrðis. Það er einnig ástæða þess að hann er svo félagslyndur.“ Áður hefur verið greint frá því að til greina komi að flytja umræddan mjaldur, hvort sem hann er njósnari eða þroskaþjálfi, í hvalaathvarfið í Klettsvík í Vestmannaeyjum. Von er á tveimur mjöldrum í athvarfið í sumar og er vonast til þess að tekið verði við fleiri mjöldrum þegar fram líða stundir. Talsmenn Sea life trust, sem sjá um mjaldraverkefnið hér á landi, sögðu þó í svari við fyrirspurn Vísis í gær að ekki væri tímabært að flytja fleiri hvali í athvarfið eins og staðan er núna. Dýr Mjaldrar í Eyjum Noregur Mjaldurinn Hvaldimír Tengdar fréttir Grunsamlegur mjaldur í norskri landhelgi talinn þjálfaður af Rússum til hernaðar Mjaldrinum var veitt sérstök eftirtekt þar sem hann hafði utan um sig beisli, sem sérfræðingar telja að sé til þess að festa á myndavél eða vopn. 29. apríl 2019 10:23 „Heldurðu virkilega að við myndum hengja á hann símanúmer?“ Mjaldur, sem fannst í norskri landhelgi í vikunni og er talinn á vegum rússneska sjóhersins, hefur leikið listir sínar fyrir íbúa Tufjord í Noregi undanfarna daga. Rússneskur ofursti gefur lítið fyrir þær fullyrðingar að mjaldurinn sé gerður út til njósna af rússneska hernum. 30. apríl 2019 12:47 Rússneski „njósnamjaldurinn“ verði mögulega fluttur til Íslands Sérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun Noregs segir að hinn meinti rússneski njósnamjaldur, sem komst í heimsfréttirnar í vikunni, verði mögulega fluttur í hvalaathvarf á Íslandi. Það myndi auka lífslíkur mjaldursins. 2. maí 2019 18:00 Njósnamjaldurinn gæti stofnað velferð systranna í hættu í Vestmannaeyjum Þetta kemur fram í svari samtakanna Sea life trust sem standa að flutningi mjaldrasystranna hingað til lands. 6. maí 2019 11:30 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Sjá meira
Mjaldurinn sem fannst úti fyrir Finnmörk í Noregi í lok apríl virðist ekki vera njósnari á vegum rússneska sjóhersins, líkt og talið var í fyrstu, heldur hafi hann verið notaður við meðferð á andlega veikum börnum í Rússlandi. Þessu greina norskir fjölmiðlar frá í dag. Í grein Fiskveiðiblaðsins (Fiskeribladet) er rifjuð upp umfjöllun um rússneskan mjaldur, sem sagður er sá sami og ratað hefur í heimsfréttirnar að undanförnu, frá árinu 2008. Þar kemur fram að mjaldurinn, sem hefur verið nefndur Hvaldimir í Noregi, heiti Semjon og hafi verið þjálfaður til meðferðar á rússneskum börnum sem átt hafa í andlegum erfiðleikum. Þá er saga Semjons rakin en hann á að hafa orðið fyrir árás sæljóna fyrir sextán árum og var í kjölfarið tekinn í fóstur manna. Hann hafi svo líklega sloppið úr rússnesku meðferðarstöðinni í grennd við norsku landamærin, þar sem börn úr skólum víðsvegar um Rússland höfðu heimsótt hann í gegnum árin. Morten Vikeby, fyrrverandi blaðamaður Fiskveiðiblaðsins sem fjallaði um meðferðarstöðina árið 2008, útilokar ekki í samtali við blaðið að nú um sé að ræða sama hvalinn og hann skrifaði um á sínum tíma. Þeir séu afar áþekkir í útliti en mjaldrar geta orðið allt að fimmtíu ára. Þá segir Vikeby að lítill fótur sé fyrir því að flokka mjaldurinn sem rússneskan njósnara. Önnur skýring sé á beislinu sem var utan um hvalinn þegar hann fannst en téð beisli þótti einkum benda til þess að hann væri á vegum rússneska sjóhersins. „Hann var með beisli utan á sér vegna þess að hann var notaður til að draga báta með börn innbyrðis. Það er einnig ástæða þess að hann er svo félagslyndur.“ Áður hefur verið greint frá því að til greina komi að flytja umræddan mjaldur, hvort sem hann er njósnari eða þroskaþjálfi, í hvalaathvarfið í Klettsvík í Vestmannaeyjum. Von er á tveimur mjöldrum í athvarfið í sumar og er vonast til þess að tekið verði við fleiri mjöldrum þegar fram líða stundir. Talsmenn Sea life trust, sem sjá um mjaldraverkefnið hér á landi, sögðu þó í svari við fyrirspurn Vísis í gær að ekki væri tímabært að flytja fleiri hvali í athvarfið eins og staðan er núna.
Dýr Mjaldrar í Eyjum Noregur Mjaldurinn Hvaldimír Tengdar fréttir Grunsamlegur mjaldur í norskri landhelgi talinn þjálfaður af Rússum til hernaðar Mjaldrinum var veitt sérstök eftirtekt þar sem hann hafði utan um sig beisli, sem sérfræðingar telja að sé til þess að festa á myndavél eða vopn. 29. apríl 2019 10:23 „Heldurðu virkilega að við myndum hengja á hann símanúmer?“ Mjaldur, sem fannst í norskri landhelgi í vikunni og er talinn á vegum rússneska sjóhersins, hefur leikið listir sínar fyrir íbúa Tufjord í Noregi undanfarna daga. Rússneskur ofursti gefur lítið fyrir þær fullyrðingar að mjaldurinn sé gerður út til njósna af rússneska hernum. 30. apríl 2019 12:47 Rússneski „njósnamjaldurinn“ verði mögulega fluttur til Íslands Sérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun Noregs segir að hinn meinti rússneski njósnamjaldur, sem komst í heimsfréttirnar í vikunni, verði mögulega fluttur í hvalaathvarf á Íslandi. Það myndi auka lífslíkur mjaldursins. 2. maí 2019 18:00 Njósnamjaldurinn gæti stofnað velferð systranna í hættu í Vestmannaeyjum Þetta kemur fram í svari samtakanna Sea life trust sem standa að flutningi mjaldrasystranna hingað til lands. 6. maí 2019 11:30 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Sjá meira
Grunsamlegur mjaldur í norskri landhelgi talinn þjálfaður af Rússum til hernaðar Mjaldrinum var veitt sérstök eftirtekt þar sem hann hafði utan um sig beisli, sem sérfræðingar telja að sé til þess að festa á myndavél eða vopn. 29. apríl 2019 10:23
„Heldurðu virkilega að við myndum hengja á hann símanúmer?“ Mjaldur, sem fannst í norskri landhelgi í vikunni og er talinn á vegum rússneska sjóhersins, hefur leikið listir sínar fyrir íbúa Tufjord í Noregi undanfarna daga. Rússneskur ofursti gefur lítið fyrir þær fullyrðingar að mjaldurinn sé gerður út til njósna af rússneska hernum. 30. apríl 2019 12:47
Rússneski „njósnamjaldurinn“ verði mögulega fluttur til Íslands Sérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun Noregs segir að hinn meinti rússneski njósnamjaldur, sem komst í heimsfréttirnar í vikunni, verði mögulega fluttur í hvalaathvarf á Íslandi. Það myndi auka lífslíkur mjaldursins. 2. maí 2019 18:00
Njósnamjaldurinn gæti stofnað velferð systranna í hættu í Vestmannaeyjum Þetta kemur fram í svari samtakanna Sea life trust sem standa að flutningi mjaldrasystranna hingað til lands. 6. maí 2019 11:30