Íslenski boltinn

Elfar Freyr biður HK-inga afsökunar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Elfar Freyr í fagnaðarlátunum í Kórnum.
Elfar Freyr í fagnaðarlátunum í Kórnum. vísir/bára
Blikinn Elfar Freyr Helgason baðst afsökunar á því í dag að hafa sparkað í rassinn á fyrirliða HK, Leifi Andra Leifssyni, í leik liðanna um síðustu helgi.

Elfar Freyr missti sig í fagnaðarlátunum er Blikar jöfnuðu leikinn með flautumarki.





Hann byrjaði á því að sparka í bossann á Leifi, öskraði svo framan í markmann HK og negldi svo boltanum í burtu. Hann féll svo sjálfur í öllum látunum.

Eins og sjá má að ofan bað Elfar alla HK-inga afsökunar áðan en hér að neðan má sjá umrætt atvik.



Klippa: Pepsi Max-mörkin: Elfar Freyr sparkar í rassinn á Leifi Andra

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×