Fötluð börn af erlendum uppruna Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 7. maí 2019 07:00 Réttindi – Skilningur – Aðstoð var yfirskrift afar fróðlegrar ráðstefnu Þroskahjálpar, um aðstæður fatlaðra barna af erlendum uppruna á Íslandi. Þar var fjallað um málefni sem lítið hefur verið rætt á opinberum vettvangi hér á landi, en sífellt verður brýnna og kallar á athygli okkar allra. Á ráðstefnu Þroskahjálpar kom fram, að börn af erlendum uppruna, eru ört vaxandi hlutfall þeirra sem nýta sér þjónustu Greiningar og ráðgjafarstöðvar ríkisins, enda fjölgar hér innflytjendum jafnt og þétt og samfélag okkar verður fjölmenningarlegra.Vaxandi fjöldi Í raun vitum við allt of lítið um stöðu þessa hóps. Það hefur verið lítið sem ekkert um hann fjallað og um hann leikur ákveðinn ósýnileiki. Við vitum að fötluð börn af erlendum uppruna og foreldrar þeirra er viðkvæmur hópur og oftar en ekki eru þau illa upplýst um þá þjónustu og stuðning sem er í boði. Engu að síður er vert að hafa í huga að fötlun barna er stundum ein af ástæðum þess að foreldrar flytja milli landa, því þau vita af betri þjónustu fyrir börn sín í því landi sem þau eru að flytja til. Það kann að skýra að einhverju leyti það háa hlutfall barna af erlendum uppruna, sem nú leitar eftir þjónustu og við vitum einnig að á síðustu árum hefur orðið mikil aukning á komu flóttafólks hingað til lands þar sem eru fatlaðir einstaklingar, jafnt börn sem fullorðnir. Lítið tengslanet og fleiri hindranir Það er því miður oft erfitt fyrir íslenska foreldra að eignast fatlað barn og átta sig á kerfinu og þeirri þjónustu sem er í boði, en við vitum að foreldrar fatlaðra barna af erlendum uppruna verða fyrir enn meiri áskorunum og mæta margskonar hindrunum, sem við innfædd komumst auðveldar fram hjá. Þessi hópur er einnig oft með lítið tengslanet hér á landi og því lítinn stuðning af fjölskyldu og vinum. Því þarf að hlúa sérstaklega að þessum fjölbreytta hópi og hlúa að foreldrum og upplýsa þau um þá þjónustu og stuðning sem þau eiga rétt á.Menningarleg fjölbreytni Menningarnæm þjónusta er gríðarlega mikilvæg í þessu samhengi. Hingað koma fjölskyldur frá fjölmörgum menningarsamfélögum, þar sem gildi og hefðir eru allt aðrar en við þekkjum. Þar getur jafnvel fylgt því skömm að eignast fatlað barn eða ótti við að missa barnið frá sér, sem ýtir undir nauðsyn þess að flytja annað. Það er því mikilvægt að hafa það í huga að þarna er alls ekki um einsleitan hóp að ræða. Við þurfum líka að huga vel að starfsfólkinu sem er að vinna með fötluðum börnum af erlendum uppruna. Það þarf að styrkja það í að veita menningarnæma þjónustu og að vera í stakk búið að mæta mismunandi þörfum þessa fjölbreytta hóps það er því mikilvægt að stjórnvöld bjóði meiri fræðslu um málefni innflytjenda og flóttafólks.Mannréttindi í húfi Í raun er aðeins ein leið að nálgast þetta málefni, því öll fötluð börn eiga að geta notið mannréttinda og mannfrelsis til fulls og jafns við önnur börn, eins og segir skýrt í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem Ísland fullgilti árið 1992. Reykjavíkurborg lítur einnig svo á að framlag fatlaðs fólks til velsældar og fjölbreytni borgarsamfélagsins sé gríðarlega verðmætt, og að virk þátttaka fatlaðs fólks í samfélaginu séu grundvallarmannréttindi og komi öllum til góða. Það á að sjálfsögðu einnig við um fötluð börn af erlendum uppruna og þegar barn þarf á stuðningi að halda á að veita hann eins snemma og hægt er, og hann á að vera eins heildstæður og mögulegt er – í daglegu umhverfi barnsins: í skóla, frístund og inn á heimili.Einungis það besta er nógu gott En þó leiðarljósið sé skýrt, er ekki alltaf jafn einfalt að fylgja því eftir þegar kemur að framkvæmd. Reykjavík vinnur nú að nýrri framkvæmdaáætlun í barnavernd samhliða því að setja á fót nýtt samstarfsnet til að samræma og efla stuðningsþjónustu við börnin í borginni - því við viljum einfaldlega veita bestu mögulega þjónustu í þessum málaflokki, og í raun er ekkert annað nógu gott í okkar huga. Við höfum nokkuð góða innsýn inn í þá þjónustu sem við veitum frá þeim sem nota hana og hafa notað þjónustu okkar. Það er mikilvægt að fá slíka endurgjöf til að geta bætt okkur í þessum málum. Varðandi stöðu og þarfir fatlaðra barna af erlendum uppruna þurfum við hins vegar miklu meiri þekkingu og upplýsingar og það er full ástæða til að fylgja þessu málefni eftir og skoða sérstaklega stöðu og þjónustu við fatlaða einstaklinga af erlendum uppruna á öllum aldri.Verk að vinna Ísland er ungt innflytjendaland og því mikilvægt að læra einnig af reynslu og þekkingu nágrannaþjóða okkar. En það er okkar samfélagslega skylda að tryggja að öll fötluð börn fái þjónustu og stuðning við hæfi og í samræmi við sáttmála Sameinuðu þjóðanna og mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar um réttindi fatlaðs fólks. Sem formaður velferðarráðs og varaformaður Sambands Íslenskra sveitarfélaga mun ég beita mér fyrir því að það verði gert. Höfundur er borgarfulltrúi, formaður Velferðarráðs Reykjavíkur og varaformaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Réttindi – Skilningur – Aðstoð var yfirskrift afar fróðlegrar ráðstefnu Þroskahjálpar, um aðstæður fatlaðra barna af erlendum uppruna á Íslandi. Þar var fjallað um málefni sem lítið hefur verið rætt á opinberum vettvangi hér á landi, en sífellt verður brýnna og kallar á athygli okkar allra. Á ráðstefnu Þroskahjálpar kom fram, að börn af erlendum uppruna, eru ört vaxandi hlutfall þeirra sem nýta sér þjónustu Greiningar og ráðgjafarstöðvar ríkisins, enda fjölgar hér innflytjendum jafnt og þétt og samfélag okkar verður fjölmenningarlegra.Vaxandi fjöldi Í raun vitum við allt of lítið um stöðu þessa hóps. Það hefur verið lítið sem ekkert um hann fjallað og um hann leikur ákveðinn ósýnileiki. Við vitum að fötluð börn af erlendum uppruna og foreldrar þeirra er viðkvæmur hópur og oftar en ekki eru þau illa upplýst um þá þjónustu og stuðning sem er í boði. Engu að síður er vert að hafa í huga að fötlun barna er stundum ein af ástæðum þess að foreldrar flytja milli landa, því þau vita af betri þjónustu fyrir börn sín í því landi sem þau eru að flytja til. Það kann að skýra að einhverju leyti það háa hlutfall barna af erlendum uppruna, sem nú leitar eftir þjónustu og við vitum einnig að á síðustu árum hefur orðið mikil aukning á komu flóttafólks hingað til lands þar sem eru fatlaðir einstaklingar, jafnt börn sem fullorðnir. Lítið tengslanet og fleiri hindranir Það er því miður oft erfitt fyrir íslenska foreldra að eignast fatlað barn og átta sig á kerfinu og þeirri þjónustu sem er í boði, en við vitum að foreldrar fatlaðra barna af erlendum uppruna verða fyrir enn meiri áskorunum og mæta margskonar hindrunum, sem við innfædd komumst auðveldar fram hjá. Þessi hópur er einnig oft með lítið tengslanet hér á landi og því lítinn stuðning af fjölskyldu og vinum. Því þarf að hlúa sérstaklega að þessum fjölbreytta hópi og hlúa að foreldrum og upplýsa þau um þá þjónustu og stuðning sem þau eiga rétt á.Menningarleg fjölbreytni Menningarnæm þjónusta er gríðarlega mikilvæg í þessu samhengi. Hingað koma fjölskyldur frá fjölmörgum menningarsamfélögum, þar sem gildi og hefðir eru allt aðrar en við þekkjum. Þar getur jafnvel fylgt því skömm að eignast fatlað barn eða ótti við að missa barnið frá sér, sem ýtir undir nauðsyn þess að flytja annað. Það er því mikilvægt að hafa það í huga að þarna er alls ekki um einsleitan hóp að ræða. Við þurfum líka að huga vel að starfsfólkinu sem er að vinna með fötluðum börnum af erlendum uppruna. Það þarf að styrkja það í að veita menningarnæma þjónustu og að vera í stakk búið að mæta mismunandi þörfum þessa fjölbreytta hóps það er því mikilvægt að stjórnvöld bjóði meiri fræðslu um málefni innflytjenda og flóttafólks.Mannréttindi í húfi Í raun er aðeins ein leið að nálgast þetta málefni, því öll fötluð börn eiga að geta notið mannréttinda og mannfrelsis til fulls og jafns við önnur börn, eins og segir skýrt í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem Ísland fullgilti árið 1992. Reykjavíkurborg lítur einnig svo á að framlag fatlaðs fólks til velsældar og fjölbreytni borgarsamfélagsins sé gríðarlega verðmætt, og að virk þátttaka fatlaðs fólks í samfélaginu séu grundvallarmannréttindi og komi öllum til góða. Það á að sjálfsögðu einnig við um fötluð börn af erlendum uppruna og þegar barn þarf á stuðningi að halda á að veita hann eins snemma og hægt er, og hann á að vera eins heildstæður og mögulegt er – í daglegu umhverfi barnsins: í skóla, frístund og inn á heimili.Einungis það besta er nógu gott En þó leiðarljósið sé skýrt, er ekki alltaf jafn einfalt að fylgja því eftir þegar kemur að framkvæmd. Reykjavík vinnur nú að nýrri framkvæmdaáætlun í barnavernd samhliða því að setja á fót nýtt samstarfsnet til að samræma og efla stuðningsþjónustu við börnin í borginni - því við viljum einfaldlega veita bestu mögulega þjónustu í þessum málaflokki, og í raun er ekkert annað nógu gott í okkar huga. Við höfum nokkuð góða innsýn inn í þá þjónustu sem við veitum frá þeim sem nota hana og hafa notað þjónustu okkar. Það er mikilvægt að fá slíka endurgjöf til að geta bætt okkur í þessum málum. Varðandi stöðu og þarfir fatlaðra barna af erlendum uppruna þurfum við hins vegar miklu meiri þekkingu og upplýsingar og það er full ástæða til að fylgja þessu málefni eftir og skoða sérstaklega stöðu og þjónustu við fatlaða einstaklinga af erlendum uppruna á öllum aldri.Verk að vinna Ísland er ungt innflytjendaland og því mikilvægt að læra einnig af reynslu og þekkingu nágrannaþjóða okkar. En það er okkar samfélagslega skylda að tryggja að öll fötluð börn fái þjónustu og stuðning við hæfi og í samræmi við sáttmála Sameinuðu þjóðanna og mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar um réttindi fatlaðs fólks. Sem formaður velferðarráðs og varaformaður Sambands Íslenskra sveitarfélaga mun ég beita mér fyrir því að það verði gert. Höfundur er borgarfulltrúi, formaður Velferðarráðs Reykjavíkur og varaformaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar