Kaldakvísl í Sporðaköstum kvöldsins á Stöð 2 Karl Lúðvíksson skrifar 7. maí 2019 12:52 Það verður sýnt frá Köldukvísl í Sporðaköstum kvöldins á Stöð 2 Mynd: Fish Partner Nýja serían af Sporðaköstum á Stöð 2 hefur vakið mikla lukku hjá veiðimönnum og það er nóg eftir og sérstaklega spennandi þáttur í kvöld. Þátturinn í kvöld er tekinn upp við Köldukvísl sem er ansi magnað veiðisvæði. Bleikjan þarna verður ansi væn og það sem meira er það er mikið af henni en þarna má líka finna væna urriða. Þetta svæði hefur eiginlega allt til að bera sem afbragðs upplifun fyrir veiðimenn en það skal ekki halda að þetta sé gefin veiði. Bleikja er dyntótt og það þarf að veiða bestu staðina með smá útsjónarsemi til að árangurinn sé sem mestur. Þegar þú ert kominn í takt við Köldukvísl og búinn að læra vel á hana áttu eftir að eiga augnablik þarna sem þú gleymir aldrei. Það getur undirritaður fullyrt hafandi veitt þar síðan 1994. Þú ættir ekki að missa af Sporðaköstum í kvöld og fyrir ykkur sem hafið áhuga á að kynna ykkur veiðina og veiðileyfin þá er það Fish Partner sem er leigutakinn á þessu veiðisvæði. Mest lesið Borgarstjórinn með tvo fallega laxa í Elliðaánum í morgun Veiði Helgarviðtalið: Hitsaði 12 punda lax með áhorfendur á bakkanum Veiði Ný heimasíða og vefsalan komin í gang hjá SVFR Veiði Aðalfundur SVFR 2022 Veiði Laxinn mættur í Norðurá og Þverá Veiði Fyrstu lokatölurnar komnar úr laxveiðiánum Veiði 200 laxar komnir úr Staðarhólsá Veiði Lifnar aðeins yfir Soginu Veiði Haukadalsá komin yfir 700 laxa Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði
Nýja serían af Sporðaköstum á Stöð 2 hefur vakið mikla lukku hjá veiðimönnum og það er nóg eftir og sérstaklega spennandi þáttur í kvöld. Þátturinn í kvöld er tekinn upp við Köldukvísl sem er ansi magnað veiðisvæði. Bleikjan þarna verður ansi væn og það sem meira er það er mikið af henni en þarna má líka finna væna urriða. Þetta svæði hefur eiginlega allt til að bera sem afbragðs upplifun fyrir veiðimenn en það skal ekki halda að þetta sé gefin veiði. Bleikja er dyntótt og það þarf að veiða bestu staðina með smá útsjónarsemi til að árangurinn sé sem mestur. Þegar þú ert kominn í takt við Köldukvísl og búinn að læra vel á hana áttu eftir að eiga augnablik þarna sem þú gleymir aldrei. Það getur undirritaður fullyrt hafandi veitt þar síðan 1994. Þú ættir ekki að missa af Sporðaköstum í kvöld og fyrir ykkur sem hafið áhuga á að kynna ykkur veiðina og veiðileyfin þá er það Fish Partner sem er leigutakinn á þessu veiðisvæði.
Mest lesið Borgarstjórinn með tvo fallega laxa í Elliðaánum í morgun Veiði Helgarviðtalið: Hitsaði 12 punda lax með áhorfendur á bakkanum Veiði Ný heimasíða og vefsalan komin í gang hjá SVFR Veiði Aðalfundur SVFR 2022 Veiði Laxinn mættur í Norðurá og Þverá Veiði Fyrstu lokatölurnar komnar úr laxveiðiánum Veiði 200 laxar komnir úr Staðarhólsá Veiði Lifnar aðeins yfir Soginu Veiði Haukadalsá komin yfir 700 laxa Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði