Segja Google hefna sín á starfsmönnum vegna mótmæla þeirra Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. apríl 2019 23:30 Fjöldi starfsmanna Google tók þátt í mótmælunum. Vísir/Getty Tveir starfsmenn Google telja að yfirmenn fyrirtækisins hafi beitt þá hefndaraðgerðum vegna aðkomu þeirra að skipulagningu útgöngu fjölda starfsmanna tæknirisans á síðasta ári. Fjöldi starfsmanna lagði niður störf í nóvember á síðasta ári í mótmælaskyni vegna þess hvernig fyrirtækið tók á ásökunum um kynferðislega áreitni á vinnustaðnum.Þetta kemur fram í tölvupósti sem Meredith Whittaker og Claire Stapleton sendu innan fyrirtækisins á dögunum.Fjallað er um efni tölvupóstsins á vef Wired.Í tölvupóstinum segir Whittaker að hún hafi fengið þau skilaboð nýverið að hafi hún áhuga á því að starfa áfram hjá Google þyrfti starf hennar að „að taka talsverðum breytingum“. Stapleton greinir frá því að hún hafi mátt þola stöðulækkun. Eftir að hafa kvartað til mannauðsdeildar versnaði ástandið.Eftir kvörtunina segir hún hins vegar að yfirmaður hennar hafi hunsað hana, verkefni hennar hafi verið færð til annarra starfsmanna og að henni hafi verið sagt að taka veikindaleyfi, jafn vel þó hún væri ekki veik.Réði hún lögfræðing vegna málsins sem leiddi til þess að stöðulækkun hennar var dregin til baka. Þó segir hún að viðmót yfirmanna í hennar garð sé enn þá óviðunandi. Starfsmönnum var nóg boðið.VísIR/GettyWhittaker og Stapleton voru tvær af sjö starfsmönnum Google sem komu að því að skipuleggja mótmæli þúsunda starfsmanna Google í nóvember á síðasta ári. Lögðu þeir niður störf víða um heim en meðal þess sem krafist var að Google gerði nokkrar grundvallarbreytingar á því hvernig fyrirtækið tekur á ásökunum um kynferðislega áreitni á vinnustaðnum.Að því er kom fram í fréttatilkynningu aðstandenda mótmælanna var kornið sem fyllti mælinn umfjöllun The New York Times um að æðstu stjórnendur fyrirtækisins hafi hylmt yfir brot Andys Rubin, mannsins á bak við Android stýrikerfið sem er sakaður um að þvinga konu til munnmaka árið 2013.Fékk hann 90 milljónir dala þegar hann var rekinn frá Google árið 2014. Þrátt fyrir að honum hafi verið sparkað vegna ásakana um kynferðisbrot er hann sagður hafa verið „kvaddur sem hetja.“Í kjölfar mótmælanna hét Sundar Pichai, forstjóri Google, því að úrbætur yrðu gerðar á stefnu fyrirtækisins gagnvart ásökunum um kynferðislega áreitni á vinnustaðnum.Talsmaður Google segir að allar hefndaraðgerðir á borð við þær sem Whittaker og Stapleton lýsa í tölvupóstinum séu ekki heimilar. Það komi reglulega fyrir að störf starfsmanna séu endurskipulögð og að fyrirtækið fá ekki séð að um hefndaraðgerðir af hálfu Google hafi verið að ræða í þessu tilviki.Tölvupóst Whittaker og Stapleton má lesa hér. Google Tengdar fréttir Google lofar bót og betrun eftir að starfsmenn gengu út Einhverjir hafa þó bent á að með þessu komi Google ekki nægilega vel til móts við kröfur mótmælenda. 9. nóvember 2018 00:00 Starfsmönnum Google var ofboðið Efnt var til mótmæla á skrifstofum Google víða um heim í gær og gengu starfsmenn út af vinnustaðnum vegna kerfisbundinna kynþáttafordóma og kynbundins ofbeldis. Starfsfólk krefst umbóta. 2. nóvember 2018 07:00 Starfsmenn Google gengu út Starfsmenn tæknirisans Google hafa yfirgefið vinnustaði sína í morgun í mótmælaskyni. 1. nóvember 2018 13:12 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Tveir starfsmenn Google telja að yfirmenn fyrirtækisins hafi beitt þá hefndaraðgerðum vegna aðkomu þeirra að skipulagningu útgöngu fjölda starfsmanna tæknirisans á síðasta ári. Fjöldi starfsmanna lagði niður störf í nóvember á síðasta ári í mótmælaskyni vegna þess hvernig fyrirtækið tók á ásökunum um kynferðislega áreitni á vinnustaðnum.Þetta kemur fram í tölvupósti sem Meredith Whittaker og Claire Stapleton sendu innan fyrirtækisins á dögunum.Fjallað er um efni tölvupóstsins á vef Wired.Í tölvupóstinum segir Whittaker að hún hafi fengið þau skilaboð nýverið að hafi hún áhuga á því að starfa áfram hjá Google þyrfti starf hennar að „að taka talsverðum breytingum“. Stapleton greinir frá því að hún hafi mátt þola stöðulækkun. Eftir að hafa kvartað til mannauðsdeildar versnaði ástandið.Eftir kvörtunina segir hún hins vegar að yfirmaður hennar hafi hunsað hana, verkefni hennar hafi verið færð til annarra starfsmanna og að henni hafi verið sagt að taka veikindaleyfi, jafn vel þó hún væri ekki veik.Réði hún lögfræðing vegna málsins sem leiddi til þess að stöðulækkun hennar var dregin til baka. Þó segir hún að viðmót yfirmanna í hennar garð sé enn þá óviðunandi. Starfsmönnum var nóg boðið.VísIR/GettyWhittaker og Stapleton voru tvær af sjö starfsmönnum Google sem komu að því að skipuleggja mótmæli þúsunda starfsmanna Google í nóvember á síðasta ári. Lögðu þeir niður störf víða um heim en meðal þess sem krafist var að Google gerði nokkrar grundvallarbreytingar á því hvernig fyrirtækið tekur á ásökunum um kynferðislega áreitni á vinnustaðnum.Að því er kom fram í fréttatilkynningu aðstandenda mótmælanna var kornið sem fyllti mælinn umfjöllun The New York Times um að æðstu stjórnendur fyrirtækisins hafi hylmt yfir brot Andys Rubin, mannsins á bak við Android stýrikerfið sem er sakaður um að þvinga konu til munnmaka árið 2013.Fékk hann 90 milljónir dala þegar hann var rekinn frá Google árið 2014. Þrátt fyrir að honum hafi verið sparkað vegna ásakana um kynferðisbrot er hann sagður hafa verið „kvaddur sem hetja.“Í kjölfar mótmælanna hét Sundar Pichai, forstjóri Google, því að úrbætur yrðu gerðar á stefnu fyrirtækisins gagnvart ásökunum um kynferðislega áreitni á vinnustaðnum.Talsmaður Google segir að allar hefndaraðgerðir á borð við þær sem Whittaker og Stapleton lýsa í tölvupóstinum séu ekki heimilar. Það komi reglulega fyrir að störf starfsmanna séu endurskipulögð og að fyrirtækið fá ekki séð að um hefndaraðgerðir af hálfu Google hafi verið að ræða í þessu tilviki.Tölvupóst Whittaker og Stapleton má lesa hér.
Google Tengdar fréttir Google lofar bót og betrun eftir að starfsmenn gengu út Einhverjir hafa þó bent á að með þessu komi Google ekki nægilega vel til móts við kröfur mótmælenda. 9. nóvember 2018 00:00 Starfsmönnum Google var ofboðið Efnt var til mótmæla á skrifstofum Google víða um heim í gær og gengu starfsmenn út af vinnustaðnum vegna kerfisbundinna kynþáttafordóma og kynbundins ofbeldis. Starfsfólk krefst umbóta. 2. nóvember 2018 07:00 Starfsmenn Google gengu út Starfsmenn tæknirisans Google hafa yfirgefið vinnustaði sína í morgun í mótmælaskyni. 1. nóvember 2018 13:12 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Google lofar bót og betrun eftir að starfsmenn gengu út Einhverjir hafa þó bent á að með þessu komi Google ekki nægilega vel til móts við kröfur mótmælenda. 9. nóvember 2018 00:00
Starfsmönnum Google var ofboðið Efnt var til mótmæla á skrifstofum Google víða um heim í gær og gengu starfsmenn út af vinnustaðnum vegna kerfisbundinna kynþáttafordóma og kynbundins ofbeldis. Starfsfólk krefst umbóta. 2. nóvember 2018 07:00
Starfsmenn Google gengu út Starfsmenn tæknirisans Google hafa yfirgefið vinnustaði sína í morgun í mótmælaskyni. 1. nóvember 2018 13:12