Vigdís sigri hrósandi eftir að dómsmálaráðuneytið óskaði eftir gögnum kjörnefndar Gígja Hilmarsdóttir skrifar 13. júlí 2019 13:03 Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins. visir/vilhelm Dómsmálaráðuneytið hefur óskað eftir gögnum kjörnefndar sem vísaði frá kæru Vigdísar Hauksdóttur á framframkvæmd borgarstjórnarkosninganna. Vigdís tjáði sig um málið á Facebook-síðu sinni. „Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu er beðinn að hlutast til um að ráðuneytinu verði send öll gögn málsins og athugasemdir nefndarinnar við kæruna ef einhverjar eru. Ráðuneytið sendir kæruna ekki aftur til nefndarinnar og virðist ætla að taka hana sjálft til efnismeðferðar,“ skrifaði Vigdís. Áður hafði sýslumaður vísað kæru Vigdísar frá á þeim grundvelli að kæran hafi komið of seint en í júní felldi dómsmálaráðuneytið ákvörðun sýslumanns úr gildi og lagði fyrir hana að skipa þriggja manna nefnd til að úrskurða um kæruefni. Sú nefnd komst að sömu niðurstöðu og sýslumaður og var kærunni því aftur vísað frá. Í lok júní kærði Vigdís úrskurð kærunefndarinnar og 2. júlí barst henni bréf frá dómsmálaráðuneytinu þar sem fram kemur að ráðuneytið óski eftir að fá öll gögn málsins og athugasemdir nefndarinnar við kæruna ef einhverjar eru. Forsaga málsins er sú að Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið gætt að persónuverndarákvæðum í aðgerðum Reykjavíkurborgar til að auka kosningaþátttöku. Vigdís kærði því framkvæmd kosninganna á þeim grundvelli að aðgerðir Reykjavíkurborgar hafi verið ólögmæt íhlutun þáverandi meirihluta fyrir kosningarnar.Kosningasvindl verði ekki liðið Vigdís segir í samtali við Vísi að erfitt sé að sjá fyrir hvað gerist næst. „Það er fordæmalaust á Íslandi að kosningakæra sé meðhöndluð með þessu hætti,“ segir hún. Það sé verið að brjóta blað í sögunni og því erfitt að segja hvað úr verður. „Vonandi sigrar réttlætið að lokum og kosningasvindl verður ekki liðið,“ segir Vigdís. Borgarstjórn Miðflokkurinn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Vigdís Hauksdóttir kærir úrskurð kjörnefndar Vigdís segir nýjan kærufrest fyrir framkvæmd síðustu borgarstjórnarkosninga hafa byrjað daginn sem úrskurður Persónuverndar um brot Reykjavíkur á persónuverndarlögum var birtur. 1. júlí 2019 19:01 Þriggja manna nefnd tekur afstöðu til kæru Vigdísar Dómsmálaráðuneytið hefur fellt úr gildi ákvörðun sýslumanns á höfuðborgarsvæðinu þess efnis að vísa frá kæru Vigdísar Hauksdóttir, borgarfulltrúa Miðflokksins, um gildi borgarstjórnarkosninganna í Reykjavík. Lagt hefur verið fyrir sýslumann að skipa þriggja manna nefnd til að úrskurða um kæruefni. 5. júní 2019 10:55 Þriggja manna nefndin vísar kosningakæru Vigdísar frá Þriggja manna nefnd skipuð af sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu hefur komist að þeirri niðurstöðu að kæra Vigdísar Hauksdóttir, borgarfulltrúa Miðflokksins, á framkvæmd borgarstjórnakosninganna á síðasta ári hafi komið of seint fram og var henni því vísað frá. Vigdís hyggst kæra úrskurðinn til dómsmálaráðuneytisins. 25. júní 2019 13:39 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Fleiri fréttir Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjá meira
Dómsmálaráðuneytið hefur óskað eftir gögnum kjörnefndar sem vísaði frá kæru Vigdísar Hauksdóttur á framframkvæmd borgarstjórnarkosninganna. Vigdís tjáði sig um málið á Facebook-síðu sinni. „Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu er beðinn að hlutast til um að ráðuneytinu verði send öll gögn málsins og athugasemdir nefndarinnar við kæruna ef einhverjar eru. Ráðuneytið sendir kæruna ekki aftur til nefndarinnar og virðist ætla að taka hana sjálft til efnismeðferðar,“ skrifaði Vigdís. Áður hafði sýslumaður vísað kæru Vigdísar frá á þeim grundvelli að kæran hafi komið of seint en í júní felldi dómsmálaráðuneytið ákvörðun sýslumanns úr gildi og lagði fyrir hana að skipa þriggja manna nefnd til að úrskurða um kæruefni. Sú nefnd komst að sömu niðurstöðu og sýslumaður og var kærunni því aftur vísað frá. Í lok júní kærði Vigdís úrskurð kærunefndarinnar og 2. júlí barst henni bréf frá dómsmálaráðuneytinu þar sem fram kemur að ráðuneytið óski eftir að fá öll gögn málsins og athugasemdir nefndarinnar við kæruna ef einhverjar eru. Forsaga málsins er sú að Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið gætt að persónuverndarákvæðum í aðgerðum Reykjavíkurborgar til að auka kosningaþátttöku. Vigdís kærði því framkvæmd kosninganna á þeim grundvelli að aðgerðir Reykjavíkurborgar hafi verið ólögmæt íhlutun þáverandi meirihluta fyrir kosningarnar.Kosningasvindl verði ekki liðið Vigdís segir í samtali við Vísi að erfitt sé að sjá fyrir hvað gerist næst. „Það er fordæmalaust á Íslandi að kosningakæra sé meðhöndluð með þessu hætti,“ segir hún. Það sé verið að brjóta blað í sögunni og því erfitt að segja hvað úr verður. „Vonandi sigrar réttlætið að lokum og kosningasvindl verður ekki liðið,“ segir Vigdís.
Borgarstjórn Miðflokkurinn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Vigdís Hauksdóttir kærir úrskurð kjörnefndar Vigdís segir nýjan kærufrest fyrir framkvæmd síðustu borgarstjórnarkosninga hafa byrjað daginn sem úrskurður Persónuverndar um brot Reykjavíkur á persónuverndarlögum var birtur. 1. júlí 2019 19:01 Þriggja manna nefnd tekur afstöðu til kæru Vigdísar Dómsmálaráðuneytið hefur fellt úr gildi ákvörðun sýslumanns á höfuðborgarsvæðinu þess efnis að vísa frá kæru Vigdísar Hauksdóttir, borgarfulltrúa Miðflokksins, um gildi borgarstjórnarkosninganna í Reykjavík. Lagt hefur verið fyrir sýslumann að skipa þriggja manna nefnd til að úrskurða um kæruefni. 5. júní 2019 10:55 Þriggja manna nefndin vísar kosningakæru Vigdísar frá Þriggja manna nefnd skipuð af sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu hefur komist að þeirri niðurstöðu að kæra Vigdísar Hauksdóttir, borgarfulltrúa Miðflokksins, á framkvæmd borgarstjórnakosninganna á síðasta ári hafi komið of seint fram og var henni því vísað frá. Vigdís hyggst kæra úrskurðinn til dómsmálaráðuneytisins. 25. júní 2019 13:39 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Fleiri fréttir Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir kærir úrskurð kjörnefndar Vigdís segir nýjan kærufrest fyrir framkvæmd síðustu borgarstjórnarkosninga hafa byrjað daginn sem úrskurður Persónuverndar um brot Reykjavíkur á persónuverndarlögum var birtur. 1. júlí 2019 19:01
Þriggja manna nefnd tekur afstöðu til kæru Vigdísar Dómsmálaráðuneytið hefur fellt úr gildi ákvörðun sýslumanns á höfuðborgarsvæðinu þess efnis að vísa frá kæru Vigdísar Hauksdóttir, borgarfulltrúa Miðflokksins, um gildi borgarstjórnarkosninganna í Reykjavík. Lagt hefur verið fyrir sýslumann að skipa þriggja manna nefnd til að úrskurða um kæruefni. 5. júní 2019 10:55
Þriggja manna nefndin vísar kosningakæru Vigdísar frá Þriggja manna nefnd skipuð af sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu hefur komist að þeirri niðurstöðu að kæra Vigdísar Hauksdóttir, borgarfulltrúa Miðflokksins, á framkvæmd borgarstjórnakosninganna á síðasta ári hafi komið of seint fram og var henni því vísað frá. Vigdís hyggst kæra úrskurðinn til dómsmálaráðuneytisins. 25. júní 2019 13:39