Jessica Andrade skellti Rose Namajunas á hausinn og tryggði sér titilinn Pétur Marinó Jónsson skrifar 12. maí 2019 06:08 Andrade skellir Namajunas á hausinn. Vísir/Getty UFC 237 fór fram í nótt þar sem þær Rose Namajunas og Jessica Andrade mættust í aðalbardaga kvöldsins. Endirinn var óvæntur en Andrade er nýr strávigtarmeistari UFC. 115 punda strávigtartitill UFC var í húfi í aðalbardaga kvöldsins á UFC 237 í nótt. Meistarinn Rose Namajunas ferðaðist alla leið til Brasilíu til að mæta áskorandanum Jessicu Andrade. Namajunas byrjaði bardagann ákaflega vel og var ekki lengi að blóðga Andrade með hárbeittum höggum. Hin brasilíska Andade elti Namajunas með villtum höggum en Namajunas var mjög hreyfanleg og kom sér undan villtri pressu áskorandans. Fyrsta lota var mjög skemmtileg og önnur lotan lítið síðri. Andrade nálgaðist Namajunas þegar leið á bardagann og tókst að hægja á Namajunas með lágspörkum. Í 2. lotu náði Andrade góðu taki á Namajunas upp við búrið, lyfti henni hátt í loftið og skellti henni í gólfið með þeim afleiðingum að Namajunas rotaðist! Ótrúlegur endir á skemmtilegum bardaga. Jessica Andrade er því nýr strávigtarmeistari kvenna en framhald Namajunas er óljóst. Namajunas talaði um það eftir bardagann að þetta gæti hafa verið síðasti bardagi hennar á ferlinum en vildi ekki taka neinar stórar ákvarðanir á þessari stundu. Namajunas segir að áhugi hennar á MMA fari dvínandi og að hún sé þreytt á pressunni. Í næstsíðasta bardaga kvöldsins mættust þeir Anderson Silva og Jared Cannonier. Í lok 1. lotu meiddist Silva á hnénu eftir spark frá Cannonier og var sárþjáður. Silva gekk sjálfur úr búrinu og er óvíst hvers konar meiðsli var um að ræða en Silva var þó ekki fluttur upp á spítala eftir bardagann. Alexander Volkanovski tryggði sér sennilega titilbardaga með sigri á Jose Aldo. Bardaginn var taktískur og vann Volkanovski eftir dómaraákvörðun. Jose Aldo virtist aldrei detta í gang og vann Volkanovski allar loturnar þó hvorugur hafi gert mikinn skaða í bardaganum. Volkanovski hefur unnið alla sína sjö bardaga í UFC og mætir líklegast fjaðurvigtarmeistaranum Max Holloway næst. Bardagakvöldið var ágætis skemmtun en öll úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér. MMA Tengdar fréttir Nær Rose að verja titilinn í fjandsamlegu andrúmslofti? UFC 237 fer fram í kvöld í Rio de Janeiro í Brasilíu. Í aðalbardaga kvöldsins mun Rose Namajunas freista þess að verja titilinn á heimavelli andstæðingsins. 11. maí 2019 12:00 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Haaland væntanlega úr leik í deildinni Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Í beinni: Haukar - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir Grindvíkinga Í beinni: Keflavík - Tindastóll | Úrslitakeppnin hefst Saka klár í slaginn á ný McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Valgerður ekki af baki dottin: „Ég ætla í stóru beltin“ Hvorki zombie-bit né tattú Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Sjá meira
UFC 237 fór fram í nótt þar sem þær Rose Namajunas og Jessica Andrade mættust í aðalbardaga kvöldsins. Endirinn var óvæntur en Andrade er nýr strávigtarmeistari UFC. 115 punda strávigtartitill UFC var í húfi í aðalbardaga kvöldsins á UFC 237 í nótt. Meistarinn Rose Namajunas ferðaðist alla leið til Brasilíu til að mæta áskorandanum Jessicu Andrade. Namajunas byrjaði bardagann ákaflega vel og var ekki lengi að blóðga Andrade með hárbeittum höggum. Hin brasilíska Andade elti Namajunas með villtum höggum en Namajunas var mjög hreyfanleg og kom sér undan villtri pressu áskorandans. Fyrsta lota var mjög skemmtileg og önnur lotan lítið síðri. Andrade nálgaðist Namajunas þegar leið á bardagann og tókst að hægja á Namajunas með lágspörkum. Í 2. lotu náði Andrade góðu taki á Namajunas upp við búrið, lyfti henni hátt í loftið og skellti henni í gólfið með þeim afleiðingum að Namajunas rotaðist! Ótrúlegur endir á skemmtilegum bardaga. Jessica Andrade er því nýr strávigtarmeistari kvenna en framhald Namajunas er óljóst. Namajunas talaði um það eftir bardagann að þetta gæti hafa verið síðasti bardagi hennar á ferlinum en vildi ekki taka neinar stórar ákvarðanir á þessari stundu. Namajunas segir að áhugi hennar á MMA fari dvínandi og að hún sé þreytt á pressunni. Í næstsíðasta bardaga kvöldsins mættust þeir Anderson Silva og Jared Cannonier. Í lok 1. lotu meiddist Silva á hnénu eftir spark frá Cannonier og var sárþjáður. Silva gekk sjálfur úr búrinu og er óvíst hvers konar meiðsli var um að ræða en Silva var þó ekki fluttur upp á spítala eftir bardagann. Alexander Volkanovski tryggði sér sennilega titilbardaga með sigri á Jose Aldo. Bardaginn var taktískur og vann Volkanovski eftir dómaraákvörðun. Jose Aldo virtist aldrei detta í gang og vann Volkanovski allar loturnar þó hvorugur hafi gert mikinn skaða í bardaganum. Volkanovski hefur unnið alla sína sjö bardaga í UFC og mætir líklegast fjaðurvigtarmeistaranum Max Holloway næst. Bardagakvöldið var ágætis skemmtun en öll úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér.
MMA Tengdar fréttir Nær Rose að verja titilinn í fjandsamlegu andrúmslofti? UFC 237 fer fram í kvöld í Rio de Janeiro í Brasilíu. Í aðalbardaga kvöldsins mun Rose Namajunas freista þess að verja titilinn á heimavelli andstæðingsins. 11. maí 2019 12:00 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Haaland væntanlega úr leik í deildinni Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Í beinni: Haukar - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir Grindvíkinga Í beinni: Keflavík - Tindastóll | Úrslitakeppnin hefst Saka klár í slaginn á ný McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Valgerður ekki af baki dottin: „Ég ætla í stóru beltin“ Hvorki zombie-bit né tattú Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Sjá meira
Nær Rose að verja titilinn í fjandsamlegu andrúmslofti? UFC 237 fer fram í kvöld í Rio de Janeiro í Brasilíu. Í aðalbardaga kvöldsins mun Rose Namajunas freista þess að verja titilinn á heimavelli andstæðingsins. 11. maí 2019 12:00