Vélin var notuð við kafbátaleit og til að verja skipalestir hér við land Jóhann K. Jóhannsson skrifar 30. maí 2019 21:00 Flugbáturinn lendir á Reykjavíkurflugvelli í dag Vísir/JóhannK Elsti flughæfi flugbáturinn sem staðsettur var á Íslandi í síðari heimstyrjöldinni endurnýjaði kynni sín við landið þegar vélin lenti á Reykjavíkurflugvelli í dag. Flugveislan á Reykjavíkurflugvelli sem hefur staðið yfir síðust daga með komu nokkrra þrista til landsins hélt áfram í dag þegar enn einn dýrgripurinn hafði viðkomu í Reykjavík. Á þriðja tímanum lenti Catalina-flugbátur sem var smíðuð árið 1941, sem gerir hana að einni elsta flughæfa flugbát sinnar tegundar og mun hann verða til sýnis á flughátíð á laugardag. Flugvélin kom frá Hollandi og tók flugferðin um sex klukkustundir en héðan er för hennar heitið til Bandaríkjanna. Þessi tiltekni Catalina-flugbátur skipar merkan sess í stríðssögunni því að í eftirlits- og árásarferðum út frá Reykjavíkurflugvelli náði hann að sökkva þremur þýskum kafbátum í Norður-Atlantshafi.Catalina-flugbátar yfir Reykjavík í síðari heimsstyrjöld. Þeir reyndust eitt skæðasta vopnið í baráttunni gegn kafbátum Þjóðverja á Atlantshafinu.Skipar mikilvægan sess í stríðssögunni „Ísland var gríðarlega mikilvægt í stríðinu. Þetta var útvarðarstöð fyrir bandaríska flotann og Konunglega flotann til að fljúga í suður og út yfir sjóinn, leita að kafbátum og verja skipalestir,“ segir Joseph Scheil, flugstjóri sem kom með vélinni til landsins í dag. Catalínan kom síðast til landsins árið 2012. Af um þrjú þúsund og þrjú hundruð flugvélum sem smíðaðar voru eru aðeins um tuttugu eftir í flughæfu ástandi," segir Joshep. Flugáhugamenn sýndu vélinni á Reykjavíkurflugvelli mikinn áhuga enda dýrgripurinn með þeim merkilegri í flugsögunni.Er hún í góðu ástandi?"Þetta er sú besta í heimi af þessari gerð", segir Joshep.Er enn hægt að lenda henni á vatni?„Já, við vorum með hana á vatni fyrir tveim dögum. Við gerðum það í Hollandi, það eru góðar aðstæður þar. Við förum mjög varlega með hana, þetta er verðmætur gripur. En við höfum reyndasta fólk í heimi til að hjálpa okkur við það,“ segir Joshep.Joseph Scheil, flugstjóri sem kom með flugvélinni til landsins í dagVísir/Stöð 2 Fréttir af flugi Tengdar fréttir Elsta flughæfa Katalínan væntanleg til Reykjavíkur Flugveislan í Reykjavík heldur áfram. Á morgun er væntanlegur enn einn dýrgripurinn, Catalina-flugbátur, sem staðsettur var á Íslandi í síðari heimsstyrjöld. 29. maí 2019 22:38 Catalina lendir á þriðja tímanum Catalina-flugbáturinn, sem væntanlegur er til Íslands, hóf sig til flugs frá flugvellinum í Wick í Skotlandi um níuleytið í morgun áleiðis til Reykjavíkur. 30. maí 2019 11:02 Katalínan lendir á Þingvallavatni Áhöfn Catalina-flugbátsins, sem lenti í Reykjavík í dag, eftir nærri sex tíma flug frá Skotlandi, ákvað óvænt á fjórða tímanum að fara í útsýnisflug um suðvesturhornið. 30. maí 2019 16:08 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fleiri fréttir Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Sjá meira
Elsti flughæfi flugbáturinn sem staðsettur var á Íslandi í síðari heimstyrjöldinni endurnýjaði kynni sín við landið þegar vélin lenti á Reykjavíkurflugvelli í dag. Flugveislan á Reykjavíkurflugvelli sem hefur staðið yfir síðust daga með komu nokkrra þrista til landsins hélt áfram í dag þegar enn einn dýrgripurinn hafði viðkomu í Reykjavík. Á þriðja tímanum lenti Catalina-flugbátur sem var smíðuð árið 1941, sem gerir hana að einni elsta flughæfa flugbát sinnar tegundar og mun hann verða til sýnis á flughátíð á laugardag. Flugvélin kom frá Hollandi og tók flugferðin um sex klukkustundir en héðan er för hennar heitið til Bandaríkjanna. Þessi tiltekni Catalina-flugbátur skipar merkan sess í stríðssögunni því að í eftirlits- og árásarferðum út frá Reykjavíkurflugvelli náði hann að sökkva þremur þýskum kafbátum í Norður-Atlantshafi.Catalina-flugbátar yfir Reykjavík í síðari heimsstyrjöld. Þeir reyndust eitt skæðasta vopnið í baráttunni gegn kafbátum Þjóðverja á Atlantshafinu.Skipar mikilvægan sess í stríðssögunni „Ísland var gríðarlega mikilvægt í stríðinu. Þetta var útvarðarstöð fyrir bandaríska flotann og Konunglega flotann til að fljúga í suður og út yfir sjóinn, leita að kafbátum og verja skipalestir,“ segir Joseph Scheil, flugstjóri sem kom með vélinni til landsins í dag. Catalínan kom síðast til landsins árið 2012. Af um þrjú þúsund og þrjú hundruð flugvélum sem smíðaðar voru eru aðeins um tuttugu eftir í flughæfu ástandi," segir Joshep. Flugáhugamenn sýndu vélinni á Reykjavíkurflugvelli mikinn áhuga enda dýrgripurinn með þeim merkilegri í flugsögunni.Er hún í góðu ástandi?"Þetta er sú besta í heimi af þessari gerð", segir Joshep.Er enn hægt að lenda henni á vatni?„Já, við vorum með hana á vatni fyrir tveim dögum. Við gerðum það í Hollandi, það eru góðar aðstæður þar. Við förum mjög varlega með hana, þetta er verðmætur gripur. En við höfum reyndasta fólk í heimi til að hjálpa okkur við það,“ segir Joshep.Joseph Scheil, flugstjóri sem kom með flugvélinni til landsins í dagVísir/Stöð 2
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Elsta flughæfa Katalínan væntanleg til Reykjavíkur Flugveislan í Reykjavík heldur áfram. Á morgun er væntanlegur enn einn dýrgripurinn, Catalina-flugbátur, sem staðsettur var á Íslandi í síðari heimsstyrjöld. 29. maí 2019 22:38 Catalina lendir á þriðja tímanum Catalina-flugbáturinn, sem væntanlegur er til Íslands, hóf sig til flugs frá flugvellinum í Wick í Skotlandi um níuleytið í morgun áleiðis til Reykjavíkur. 30. maí 2019 11:02 Katalínan lendir á Þingvallavatni Áhöfn Catalina-flugbátsins, sem lenti í Reykjavík í dag, eftir nærri sex tíma flug frá Skotlandi, ákvað óvænt á fjórða tímanum að fara í útsýnisflug um suðvesturhornið. 30. maí 2019 16:08 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fleiri fréttir Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Sjá meira
Elsta flughæfa Katalínan væntanleg til Reykjavíkur Flugveislan í Reykjavík heldur áfram. Á morgun er væntanlegur enn einn dýrgripurinn, Catalina-flugbátur, sem staðsettur var á Íslandi í síðari heimsstyrjöld. 29. maí 2019 22:38
Catalina lendir á þriðja tímanum Catalina-flugbáturinn, sem væntanlegur er til Íslands, hóf sig til flugs frá flugvellinum í Wick í Skotlandi um níuleytið í morgun áleiðis til Reykjavíkur. 30. maí 2019 11:02
Katalínan lendir á Þingvallavatni Áhöfn Catalina-flugbátsins, sem lenti í Reykjavík í dag, eftir nærri sex tíma flug frá Skotlandi, ákvað óvænt á fjórða tímanum að fara í útsýnisflug um suðvesturhornið. 30. maí 2019 16:08