Flugferðin með loftbelgnum yfir Reykjavík var ólýsanleg Birgir Olgeirsson og Kristján Már Unnarsson skrifa 30. maí 2019 23:34 Matthías Sveinbjörnsson viðurkenndi að hafa fundið fyrir lofthræðslu í körfunni en sagði útsýnið úr loftbelgnum yfir Reykjavík hafa verið ólýsanlegt. Reykjavík Airshow Flugferðin með loftbelgnum yfir Reykjavík í kvöld var ólýsanleg, að sögn forseta Flugmálafélags Íslands. Loftbelgurinn verður eitt helsta sýningaratriðið á flugsýningunni á laugardag. Það voru Mikael Klingberg og Anders Brobjer, frá Noregi og Svíþjóð, sem stýrðu loftfarinu með Matthías sem farþega. Þremenningar tóku á loft um fimm mínútur í ellefu frá Fluggörðum á Reykjavíkurflugvelli og lentu belgnum um tíu mínútur yfir ellefu hjá Höfða við Borgartún.Loftbelgurinn skömmu eftir lendinguna við Höfða í kvöld.Vísir/KMU.Loftbelgurinn steig hratt upp til himins frá Reykjavíkurflugvelli, sveif síðan yfir Landspítalann og til norðausturs. Þegar loftbelgsmenn sáu svo fram á að stefna út á haf lækkuðu þeir flugið og völdu sér lendingarstað á grasbalanum við Höfða, heimsfrægan vettvang leiðtogafundar Reagans og Gorbatsjovs árið 1986.Loftbelgurinn berst með vindinum. Eina stjórntækið er gaslogi en loftbelgurinn lyftist þegar loftið inni í honum er hitað upp. Loftbelgurinn lækkar svo flugið þegar eldurinn er minnkaður eða slökkt á honum.Vísir/KMUÞegar þeir lentu loftbelgnum streymdi fljótlega að múgur og margmenni til að skoða þetta óhefðbundna loftfar. Enda áratugir liðnir frá því svona fyrirbæri sást síðast yfir borginni.Hér má sjá belginn yfir borginni. Horft er úr Lágmúla.Jóhannes K. KristjánssonLoftbelgurinn yfir borginni í kvöldsólinni, séður úr Ártúnsbrekku.Vísir/KMU.Matthías Sveinbjörnsson, forseti Flugmálafélags Íslands, sagði flugið í loftbelgnum hafa verið nánast ólýsanlegt og bætti svo við að það hafi verið geggjað. Hann viðurkenndi þó að hafa verið örlítið lofthræddur í körfunni. Belgurinn verður til sýnis á Reykjavík Airshow á Reykjavíkurflugvelli á laugardag sem stendur yfir frá hádegi til klukkan 16. Ef veður leyfir verður belgurinn mögulega settur á loft. Ánægðir loftbelgsstjórar að loknu flugi. Mikael Klingberg frá Noregi og Anders Brobjer frá Svíþjóð.Vísir/KMU.Loftið var látið leka úr belgnum áður en hann var tekinn saman.Vísir/KMU. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Katalínan lendir á Þingvallavatni Áhöfn Catalina-flugbátsins, sem lenti í Reykjavík í dag, eftir nærri sex tíma flug frá Skotlandi, ákvað óvænt á fjórða tímanum að fara í útsýnisflug um suðvesturhornið. 30. maí 2019 16:08 Fljúgandi skókassar, óvæntur þristur og loftbelgur – allt að gerast yfir Reykjavík í kvöld Það er ekki aðeins að Catalina hafi lent í borginni í dag, - það hefði þurft fjörugt ímyndunarafl til að láta sig dreyma um öll þau fjölbreyttu flugför sem sést hafa á Reykjavíkurflugvelli síðustu klukkustundir. 30. maí 2019 22:41 Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Flugferðin með loftbelgnum yfir Reykjavík í kvöld var ólýsanleg, að sögn forseta Flugmálafélags Íslands. Loftbelgurinn verður eitt helsta sýningaratriðið á flugsýningunni á laugardag. Það voru Mikael Klingberg og Anders Brobjer, frá Noregi og Svíþjóð, sem stýrðu loftfarinu með Matthías sem farþega. Þremenningar tóku á loft um fimm mínútur í ellefu frá Fluggörðum á Reykjavíkurflugvelli og lentu belgnum um tíu mínútur yfir ellefu hjá Höfða við Borgartún.Loftbelgurinn skömmu eftir lendinguna við Höfða í kvöld.Vísir/KMU.Loftbelgurinn steig hratt upp til himins frá Reykjavíkurflugvelli, sveif síðan yfir Landspítalann og til norðausturs. Þegar loftbelgsmenn sáu svo fram á að stefna út á haf lækkuðu þeir flugið og völdu sér lendingarstað á grasbalanum við Höfða, heimsfrægan vettvang leiðtogafundar Reagans og Gorbatsjovs árið 1986.Loftbelgurinn berst með vindinum. Eina stjórntækið er gaslogi en loftbelgurinn lyftist þegar loftið inni í honum er hitað upp. Loftbelgurinn lækkar svo flugið þegar eldurinn er minnkaður eða slökkt á honum.Vísir/KMUÞegar þeir lentu loftbelgnum streymdi fljótlega að múgur og margmenni til að skoða þetta óhefðbundna loftfar. Enda áratugir liðnir frá því svona fyrirbæri sást síðast yfir borginni.Hér má sjá belginn yfir borginni. Horft er úr Lágmúla.Jóhannes K. KristjánssonLoftbelgurinn yfir borginni í kvöldsólinni, séður úr Ártúnsbrekku.Vísir/KMU.Matthías Sveinbjörnsson, forseti Flugmálafélags Íslands, sagði flugið í loftbelgnum hafa verið nánast ólýsanlegt og bætti svo við að það hafi verið geggjað. Hann viðurkenndi þó að hafa verið örlítið lofthræddur í körfunni. Belgurinn verður til sýnis á Reykjavík Airshow á Reykjavíkurflugvelli á laugardag sem stendur yfir frá hádegi til klukkan 16. Ef veður leyfir verður belgurinn mögulega settur á loft. Ánægðir loftbelgsstjórar að loknu flugi. Mikael Klingberg frá Noregi og Anders Brobjer frá Svíþjóð.Vísir/KMU.Loftið var látið leka úr belgnum áður en hann var tekinn saman.Vísir/KMU.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Katalínan lendir á Þingvallavatni Áhöfn Catalina-flugbátsins, sem lenti í Reykjavík í dag, eftir nærri sex tíma flug frá Skotlandi, ákvað óvænt á fjórða tímanum að fara í útsýnisflug um suðvesturhornið. 30. maí 2019 16:08 Fljúgandi skókassar, óvæntur þristur og loftbelgur – allt að gerast yfir Reykjavík í kvöld Það er ekki aðeins að Catalina hafi lent í borginni í dag, - það hefði þurft fjörugt ímyndunarafl til að láta sig dreyma um öll þau fjölbreyttu flugför sem sést hafa á Reykjavíkurflugvelli síðustu klukkustundir. 30. maí 2019 22:41 Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Katalínan lendir á Þingvallavatni Áhöfn Catalina-flugbátsins, sem lenti í Reykjavík í dag, eftir nærri sex tíma flug frá Skotlandi, ákvað óvænt á fjórða tímanum að fara í útsýnisflug um suðvesturhornið. 30. maí 2019 16:08
Fljúgandi skókassar, óvæntur þristur og loftbelgur – allt að gerast yfir Reykjavík í kvöld Það er ekki aðeins að Catalina hafi lent í borginni í dag, - það hefði þurft fjörugt ímyndunarafl til að láta sig dreyma um öll þau fjölbreyttu flugför sem sést hafa á Reykjavíkurflugvelli síðustu klukkustundir. 30. maí 2019 22:41