Missti kraftinn og ástríðuna Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 31. ágúst 2019 07:00 „Það merkilegasta í þessu öllu saman er að ég tek heilshugar undir þau sjónarmið að öll séum við alls konar og þannig eigum við að vera.“ Fréttablaðið/Ernir Guðríður Torfadóttir, eða Gurrý eins og hún er alltaf kölluð, varð landsþekkt þegar hún var einn þjálfara í íslensku raunveruleikaþáttunum Biggest Loser. Líkamsrækt og þjálfun eru hennar ástríða en umgjörð þáttanna þótti ýta undir fitufordóma og Gurrý fékk bæði það sem hún taldi faglega og málefnalega gagnrýni en varð líka fyrir hörðum persónulegum árásum og þá sérstaklega á samfélagsmiðlum. „Ég átti ekkert í þetta, þetta er eins og að standa í marki. Maður getur varið einn og einn bolta í einu en þegar tíu skjóta í einu af fullum þunga og í langan tíma lyppast maður bara niður. Já, ég bara hrundi,“ segir Gurrý sem segir allt sitt líf hafa verið undir. „Ég missti kraftinn og ástríðuna um tíma,“ segir hún og nefnir að erfiðustu árásirnar hafi orðið í kjölfar fjórðu seríu þáttanna, haustið 2017. Þetta hafði mikil áhrif á mig,“ segir hún frá.Stóra verkefni lífsins Hún er stödd í nýrri líkamsræktarstöð sem hún opnar um mánaðamótin. „Ég opna hana 2. september. Nú er verið að flísaleggja sturtuaðstöðuna,“ segir hún og vísar blaðamanni um nýju stöðina sem er á annarri hæð í Ármúla. Það er hlýlegt um að litast, viður á gólfum og dökkmálaðir veggir. Stórt jógastúdíó er miðja nýju stöðvarinnar og tvö búddalíkneski standa við einn vegginn. „Opnun stöðvarinnar hefur verið persónulegt ferðalag og á vissan hátt afleiðing reynslu minnar að mörgu leyti. Ætli mínar áskoranir séu ekki bara blessun eftir allt saman,“ segir Gurrý og brosir. Nýja stöðin kallast Yama, eftir ákveðnum grundvallarþáttum jógafræðanna sem varða heildræna hugsun, tengsl líkama og sálar. „Jóga er orðið ofsalega vinsælt hér á landi og um allan heim sem almenn heilsurækt en það mikilvægasta er grunnurinn, yömurnar, sem við höfum að leiðarljósi. Hvernig við komum fram við okkur sjálf og hvernig við komum fram við aðra. Lögð er áhersla á að beita ekki ofbeldi, fara vel með líkamann, þjálfa hvorki of lítið né of mikið. Svo auðvitað að segja satt og vera heiðarleg. Stöðin heitir Yama því ég er sjálf að æfa mig í að fylgja þessum lífsgildum en auðvitað tekst mér ekki frekar en öðrum að fylgja þeim alltaf, enda langt frá því að vera fullkomin. En, að öllu gríni slepptu, þá er þetta stóra verkefni lífs míns. Í Yama er ekki stundað niðurrif, hér keppast allir við að verða betri manneskjur.“ Heilsuræktarstöð Gurrýjar er ekki með hefðbundnu sniði. „Ég er með litla hópa af fólki sem ég þjálfa í ró og næði án truflunar og það er enginn annar í stöðinni á meðan. En ekki misskilja, hér þurfa allir að éta helvítis chia-grautinn,“ segir hún og sýnir með látbragði svo ekki verður um villst að þarna verður tekið á.Barnshafandi í framhaldsskóla Gurrý er fædd í Reykjavík, foreldrar hennar eru Torfi Ólafsson tónlistarmaður sem rekur Gítarskóla Íslands og Sigríður Erna Sverrisdóttir. Hún á þrjú alsystkini og eina hálfsystur. „Ég kynntist jóga í gegnum mömmu. Hún var langt á undan sinni samtíð og notaði markvissar slökunaraðferðir, heilun og jóga. Henni veitti líklega ekki af þar sem ég var orkumikið barn og unglingur,“ segir Gurrý glettin. „Lengst af bjuggum við í Fossvogi þar sem ég æfði handbolta með Víkingi, gekk í Fossvogsskóla og seinna í Réttarholtsskóla en þaðan lá leiðin í Fjölbrautaskólann í Breiðholti. „Námið gekk ansi brösuglega og ég var með hausinn út og suður og lagði þunga áherslu á skemmtun en ekki skólagöngu.“ Gurrý og eiginmaður hennar, Markús Þorgeirsson, kynntust á þessum tíma og byrjuðu saman. Það varð vendipunktur í lífi þeirra að hún varð barnshafandi aðeins sautján ára gömul.Fréttablaðið/ErnirÁkváðu að standa saman „Þá breyttist bókstaflega allt. Nú væri lífið búið! En við ákváðum að standa saman, leysa verkefnið og höfðum í forgangi að mennta okkur, sama hvað það kostaði. Hjá mér var ekkert annað í stöðunni en að bara hysja upp um mig og klára stúdentsprófið. Markús fór beint í háskólanám og að því loknu var komið að mér og ég kláraði viðskiptafræði við Háskóla Íslands.“ Gurrý og Markús eiga þrjá syni. „Fjölskyldan skiptir mig miklu máli, Markús minn starfar í vefdeild Landsbankans og styður mig í þessu verkefni og fyrir það er ég þakklát.“ Sem ung móðir fékk Gurrý áhuga á líkamsrækt. „Eftir að ég eignaðist Þorgeir þá þyngdist ég mikið, ég hugsa að ég hafi verið tuttugu kílóum þyngri og ofþyngdin fór fljótlega að valda mér vanlíðan. Ég áttaði mig á því að ég yrði að gera eitthvað í því og byrjaði að æfa í Baðhúsinu hjá Lindu Pétursdóttur. Þar kviknaði áhuginn og ástríðan fyrir alvöru. Ég gat ekki beðið eftir því að komast á æfingar og eiga mína stund. Í Baðhúsinu fékk ég tækifæri til að taka hópnámskeið fyrir kennara og fór fljótlega að kenna sjálf með námi í Háskólanum. Þarna fékk ég mína hugljómun og ég áttaði mig á því hversu gefandi það er að hjálpa fólki að ná sínum markmiðum. Það lá svo beint við að fara í einkaþjálfaranám í Keili og ég sé ekki eftir því enda vandað nám. Síðar hóf ég störf hjá Reebok og tók nánast fyrir tilviljun að mér stöðu framkvæmdastjóra án þess að hafa sóst eftir því sérstaklega. Þar var ég við störf þegar mér var boðið að vera annar þjálfara í Biggest Loser Ísland. Ég sló til algjörlega grunlaus um það sem í vændum var.“Að leiðarljósi að hjálpa fólki Bandarísku þættirnir eru sláandi, manni finnst níðst á þungu fólki. Og reynt að ginna það með óhollu fæði þannig að áhorfandinn beið eftir því að það myndi falla í freistni. Hérna, viltu ekki þennan snúð? Eymd og niðurlæging eru orð sem mér koma í hug. Hvað finnst þér? „Í upphafi var allt opið varðandi nálgun og framsetningu hér á Íslandi. En sú bandaríska kom aldrei til greina. Við Evert þekktumst og stigum bæði inn í þetta af ástríðu okkar fyrir því að þjálfa og hjálpa fólki að ná árangri. Engan grunaði að þetta yrði svona vinsælt sjónvarpsefni. Frá upphafi var haft að leiðarljósi að hjálpa fólki, ekki gera lítið úr því. Við vildum til dæmis hjálpa fólki að elda hollan mat á eigin spýtur. Þau gerðu innkaupalistana og elduðu síðan sjálf með okkar leiðbeiningum. Þetta var mikilvægur hluti af ferlinu.“Sanngjörn fagleg gagnrýni Nokkrir keppenda sögðu þættina ýta undir fitufordóma, skilur þú sjónarmið þeirra sem benda á að þungt fólk geti verið við betri heilsu en létt fólk? Og hvað fitufordómar eru? „Það merkilegasta í þessu öllu saman er að ég tek heilshugar undir þau sjónarmið að öll séum við alls konar og þannig eigum við að vera. Svo lengi sem við stefnum lífi og heilsu ekki í hættu. Þetta snýst um að sýna líkama og sál virðingu með því að hlúa að okkur sjálfum en ekki blessað útlitið. Ég er sammála mörgu sem kom fram í kjölfar sýninga þáttanna. Fyrst var harðlega gagnrýnt að einhvers staðar hefði komið fram að þættirnir væru unnir í samráði við lækna og sálfræðinga, en þar var verið að vísa í bandarísku seríurnar. Fagfólk á Íslandi setti einnig fram gagnrýni á aðferðir okkar með málefnalegum hætti. Sumt tók ég til mín en öðru kaus ég að vera ósammála á faglegum nótum,“ segir Gurrý. „Ef einhver hefur túlkað eitthvað sem ég hef sagt eða gert þannig að ég sé persónulega að ýta undir fitufordóma er það misskilningur. Slíkt myndi ég einfaldlega aldrei gera. Það ætti öllum að vera ljóst að mér finnst það ekki fordómar að segja satt um hættulegt líkamlegt eða andlegt ástand. Hvort sem manneskja er of grönn eða of þung eða lifir lífi sem stefnir andlegri heilsu í voða,“ segir Gurrý en hún skilji það samt að umræðan sé alltaf viðkvæm þegar hún snúist um líf fólks. „Ég veit að sumir keppendur tóku umræðuna líka nærri sér, þeim fannst líka ráðist að sér og sínum markmiðum.Skriða árása Fljótlega fór ég að finna fyrir auknu álagi, þessi bara venjulega kona í Breiðholtinu, móðir þriggja barna, með stórt heimili, hund og í fullri vinnu. Allt í einu var ég þekkt og umdeild manneskja. Þrátt fyrir að vera sterk og samkvæm sjálfri mér er í raun ekkert sem hefði getað búið mig undir framhaldið. Gagnrýnin þegar hún var málefnaleg særði mig ekki þótt hún hafi stundum verið óþægileg að takast á við. Síðan var bara eins og það færi af stað skriða árása á samfélagsmiðlum, þar sem engin bönd héldu fólki. Það var djöfulli erfitt. Miðlarnir og athugasemdakerfi fjölmiðla loguðu. Harðar persónulegar árásir á mig sem manneskju voru gerðar úr öllum áttum,“ segir Gurrý og segist hafa verið kölluð öllum illum nöfnum og gert upp illt innræti.Gurrý fékk bæði það sem hún taldi faglega og málefnalega gagnrýni en varð líka fyrir hörðum persónulegum árásum og þá sérstaklega á samfélagsmiðlum. Fréttablaðið/ErnirMissti það „Maður er auðvitað ýmsu vanur og ég kom mér upp einhverjum verkfærum til að leiða hluti hjá mér og bregðast við fylgifiskum þess að vera allt í einu orðin opinber persóna. Svo kom einfaldlega þessi tímapunktur þar sem ég bara missti það, bara henti inn helvítis handklæðinu. Ég man sérstaklega eftir einni viku þar sem gagnrýnin, umtalið og skvaldrið náði einhverjum alveg nýju hæðum. Persóna mín var á öllum miðlum landsins til umfjöllunar og fólk sem þekkti mig ekkert var orðið sérfræðingar í mér og felldi dóma um mig og mitt líf. Í lokuðum grúppum á samfélagsmiðlum þar sem ástvinir mínir voru sumir þátttakendur, blússaði skelfileg umræða um mig og meira að segja fjölskyldan var tengd inn í umræðuna. Nokkrir ástvina minna sem reyndu að koma mér til varnar urðu sjálfir fyrir gríðarlegum ósanngjörnum árásum. Að verða vitni að því hafði mikil neikvæð áhrif á mig, okkur fjölskylduna og eftir á að hyggja miklu meiri en mig hefði grunað. „Ég átti bara ekkert í þetta,“ segir hún. „Ég kunni ekki að bregðast við þessu eða vinna úr því. Var þar fyrir utan ekki alveg við stjórn, kunni ekki að segja nei við fleiri verkefnum og hlóð þeim á mig. Allt í einu var ég með alla daga bókaða og ekkert mátti fara úrskeiðis. Ég sofnaði oft í sárum kvíða því ég náði ekki að klára verkefni dagsins, en það fer mér ekkert sérstaklega vel. Ég beitti þeim aðferðum sem ég kunni og reyndi að loka á árásirnar á netinu en í mikilli vanlíðan. Ég var auðvelt skotmark enda svolítið hvatvís og stundum fannst mér eins og að fólk hefði ánægju af því að taka mig niður. Fólk bara lét allan fjandann flakka og leyfði sér að segja svo miklu, miklu meira en það myndi gera augliti til auglitis. Þegar ég sé aðra lenda í svipuðum aðstæðum í dag fyllist ég samúð. Skil svo vel hvað það er að ganga í gegnum og vona innilega að það kunni betur en ég að bregðast við. Vonandi gerir þetta fólk sér betur grein fyrir því en ég gerði að það sem er sagt og skrifað er ekki sannleikurinn heldur byggt á skoðunum fólks.Keyrði sig í kaf Umræðan hélt áfram að versna og haustið 2017 náði hún alveg nýjum lægðum. Í lok þess árs hætti ég hjá Reebok Fitness og sór þess eið að snúa baki við því sem ég innst inni vissi að væri mín köllun og ákvað að aldrei færi ég aftur í þennan bransa. Núna veit ég að þarna var ég komin í kulnunarástand. Svefninn hafði verið í ólagi í tvö ár og ég var alltaf stressuð. Ég meina hvert einasta litla verkefni óx mér í augum. Mér fannst orðið erfitt að hreyfa mig, hreinlega nennti því ekki, en gerði það samt sem jók ekki beinlínis á ánægjuna hjá kerlingunni. Það er varla að maður næði að elda graut á morgnana. Ég man að ég hugsaði um að það yrði ekki einu sinni tekið við mér í endurvinnslunni. Það tók mig meira en heilt ár að ná kröftum. Það var mér til happs að meira að segja á mínum verstu stundum neyddi ég mig til að borða hollt og hreyfa mig þótt ég hefði enga löngun til þess. Eflaust bara rekin áfram af þrjóskunni einni saman. Eftir nokkra mánuði tók ég loks sjálf eftir jákvæðri breytingu og fékk um leið áfall þegar ég áttaði mig á því hversu slæmt ástandið hafði verið,“ segir Gurrý og vill meina að margar konur finni sig einmitt á þessum stað. „Við konur tökum svo mörg verkefni að okkur, erum svo samviskusamar. Keyrum okkur svoleiðis á kaf þannig að það tekur mörg ár að ná sér á strik aftur. Til dæmis ætlaði ég sjálf fyrir löngu að láta draum minn rætast um að opna eigin stöð en ég einfaldlega hafði ekki orkuna. Svo bara datt tækifæri upp í hendurnar á mér og ég greip það. Ég var beðin um aðstoð í verkefni sem ég einfaldlega gat ekki neitað. Eitt leiddi af öðru og allt í einu er ég búin að fylla skúrinn heima í Breiðholtinu af tækjum og tólum, ástríðan komin aftur og þrekið að byggjast hratt upp. Smám saman vatt þetta upp á sig, fleiri fóru að leita til mín og það sem var í raun bara vinargreiði varð grunnurinn sem ég hljóp með og Yama heilsurækt byggir á. Nú iða ég í skinninu, reynslunni ríkari, öflugri en áður og hlakka til að fylgjast með fólkinu mínu ná árangri og betri tökum á eigin líðan.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilsa Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Fleiri fréttir Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Sjá meira
Guðríður Torfadóttir, eða Gurrý eins og hún er alltaf kölluð, varð landsþekkt þegar hún var einn þjálfara í íslensku raunveruleikaþáttunum Biggest Loser. Líkamsrækt og þjálfun eru hennar ástríða en umgjörð þáttanna þótti ýta undir fitufordóma og Gurrý fékk bæði það sem hún taldi faglega og málefnalega gagnrýni en varð líka fyrir hörðum persónulegum árásum og þá sérstaklega á samfélagsmiðlum. „Ég átti ekkert í þetta, þetta er eins og að standa í marki. Maður getur varið einn og einn bolta í einu en þegar tíu skjóta í einu af fullum þunga og í langan tíma lyppast maður bara niður. Já, ég bara hrundi,“ segir Gurrý sem segir allt sitt líf hafa verið undir. „Ég missti kraftinn og ástríðuna um tíma,“ segir hún og nefnir að erfiðustu árásirnar hafi orðið í kjölfar fjórðu seríu þáttanna, haustið 2017. Þetta hafði mikil áhrif á mig,“ segir hún frá.Stóra verkefni lífsins Hún er stödd í nýrri líkamsræktarstöð sem hún opnar um mánaðamótin. „Ég opna hana 2. september. Nú er verið að flísaleggja sturtuaðstöðuna,“ segir hún og vísar blaðamanni um nýju stöðina sem er á annarri hæð í Ármúla. Það er hlýlegt um að litast, viður á gólfum og dökkmálaðir veggir. Stórt jógastúdíó er miðja nýju stöðvarinnar og tvö búddalíkneski standa við einn vegginn. „Opnun stöðvarinnar hefur verið persónulegt ferðalag og á vissan hátt afleiðing reynslu minnar að mörgu leyti. Ætli mínar áskoranir séu ekki bara blessun eftir allt saman,“ segir Gurrý og brosir. Nýja stöðin kallast Yama, eftir ákveðnum grundvallarþáttum jógafræðanna sem varða heildræna hugsun, tengsl líkama og sálar. „Jóga er orðið ofsalega vinsælt hér á landi og um allan heim sem almenn heilsurækt en það mikilvægasta er grunnurinn, yömurnar, sem við höfum að leiðarljósi. Hvernig við komum fram við okkur sjálf og hvernig við komum fram við aðra. Lögð er áhersla á að beita ekki ofbeldi, fara vel með líkamann, þjálfa hvorki of lítið né of mikið. Svo auðvitað að segja satt og vera heiðarleg. Stöðin heitir Yama því ég er sjálf að æfa mig í að fylgja þessum lífsgildum en auðvitað tekst mér ekki frekar en öðrum að fylgja þeim alltaf, enda langt frá því að vera fullkomin. En, að öllu gríni slepptu, þá er þetta stóra verkefni lífs míns. Í Yama er ekki stundað niðurrif, hér keppast allir við að verða betri manneskjur.“ Heilsuræktarstöð Gurrýjar er ekki með hefðbundnu sniði. „Ég er með litla hópa af fólki sem ég þjálfa í ró og næði án truflunar og það er enginn annar í stöðinni á meðan. En ekki misskilja, hér þurfa allir að éta helvítis chia-grautinn,“ segir hún og sýnir með látbragði svo ekki verður um villst að þarna verður tekið á.Barnshafandi í framhaldsskóla Gurrý er fædd í Reykjavík, foreldrar hennar eru Torfi Ólafsson tónlistarmaður sem rekur Gítarskóla Íslands og Sigríður Erna Sverrisdóttir. Hún á þrjú alsystkini og eina hálfsystur. „Ég kynntist jóga í gegnum mömmu. Hún var langt á undan sinni samtíð og notaði markvissar slökunaraðferðir, heilun og jóga. Henni veitti líklega ekki af þar sem ég var orkumikið barn og unglingur,“ segir Gurrý glettin. „Lengst af bjuggum við í Fossvogi þar sem ég æfði handbolta með Víkingi, gekk í Fossvogsskóla og seinna í Réttarholtsskóla en þaðan lá leiðin í Fjölbrautaskólann í Breiðholti. „Námið gekk ansi brösuglega og ég var með hausinn út og suður og lagði þunga áherslu á skemmtun en ekki skólagöngu.“ Gurrý og eiginmaður hennar, Markús Þorgeirsson, kynntust á þessum tíma og byrjuðu saman. Það varð vendipunktur í lífi þeirra að hún varð barnshafandi aðeins sautján ára gömul.Fréttablaðið/ErnirÁkváðu að standa saman „Þá breyttist bókstaflega allt. Nú væri lífið búið! En við ákváðum að standa saman, leysa verkefnið og höfðum í forgangi að mennta okkur, sama hvað það kostaði. Hjá mér var ekkert annað í stöðunni en að bara hysja upp um mig og klára stúdentsprófið. Markús fór beint í háskólanám og að því loknu var komið að mér og ég kláraði viðskiptafræði við Háskóla Íslands.“ Gurrý og Markús eiga þrjá syni. „Fjölskyldan skiptir mig miklu máli, Markús minn starfar í vefdeild Landsbankans og styður mig í þessu verkefni og fyrir það er ég þakklát.“ Sem ung móðir fékk Gurrý áhuga á líkamsrækt. „Eftir að ég eignaðist Þorgeir þá þyngdist ég mikið, ég hugsa að ég hafi verið tuttugu kílóum þyngri og ofþyngdin fór fljótlega að valda mér vanlíðan. Ég áttaði mig á því að ég yrði að gera eitthvað í því og byrjaði að æfa í Baðhúsinu hjá Lindu Pétursdóttur. Þar kviknaði áhuginn og ástríðan fyrir alvöru. Ég gat ekki beðið eftir því að komast á æfingar og eiga mína stund. Í Baðhúsinu fékk ég tækifæri til að taka hópnámskeið fyrir kennara og fór fljótlega að kenna sjálf með námi í Háskólanum. Þarna fékk ég mína hugljómun og ég áttaði mig á því hversu gefandi það er að hjálpa fólki að ná sínum markmiðum. Það lá svo beint við að fara í einkaþjálfaranám í Keili og ég sé ekki eftir því enda vandað nám. Síðar hóf ég störf hjá Reebok og tók nánast fyrir tilviljun að mér stöðu framkvæmdastjóra án þess að hafa sóst eftir því sérstaklega. Þar var ég við störf þegar mér var boðið að vera annar þjálfara í Biggest Loser Ísland. Ég sló til algjörlega grunlaus um það sem í vændum var.“Að leiðarljósi að hjálpa fólki Bandarísku þættirnir eru sláandi, manni finnst níðst á þungu fólki. Og reynt að ginna það með óhollu fæði þannig að áhorfandinn beið eftir því að það myndi falla í freistni. Hérna, viltu ekki þennan snúð? Eymd og niðurlæging eru orð sem mér koma í hug. Hvað finnst þér? „Í upphafi var allt opið varðandi nálgun og framsetningu hér á Íslandi. En sú bandaríska kom aldrei til greina. Við Evert þekktumst og stigum bæði inn í þetta af ástríðu okkar fyrir því að þjálfa og hjálpa fólki að ná árangri. Engan grunaði að þetta yrði svona vinsælt sjónvarpsefni. Frá upphafi var haft að leiðarljósi að hjálpa fólki, ekki gera lítið úr því. Við vildum til dæmis hjálpa fólki að elda hollan mat á eigin spýtur. Þau gerðu innkaupalistana og elduðu síðan sjálf með okkar leiðbeiningum. Þetta var mikilvægur hluti af ferlinu.“Sanngjörn fagleg gagnrýni Nokkrir keppenda sögðu þættina ýta undir fitufordóma, skilur þú sjónarmið þeirra sem benda á að þungt fólk geti verið við betri heilsu en létt fólk? Og hvað fitufordómar eru? „Það merkilegasta í þessu öllu saman er að ég tek heilshugar undir þau sjónarmið að öll séum við alls konar og þannig eigum við að vera. Svo lengi sem við stefnum lífi og heilsu ekki í hættu. Þetta snýst um að sýna líkama og sál virðingu með því að hlúa að okkur sjálfum en ekki blessað útlitið. Ég er sammála mörgu sem kom fram í kjölfar sýninga þáttanna. Fyrst var harðlega gagnrýnt að einhvers staðar hefði komið fram að þættirnir væru unnir í samráði við lækna og sálfræðinga, en þar var verið að vísa í bandarísku seríurnar. Fagfólk á Íslandi setti einnig fram gagnrýni á aðferðir okkar með málefnalegum hætti. Sumt tók ég til mín en öðru kaus ég að vera ósammála á faglegum nótum,“ segir Gurrý. „Ef einhver hefur túlkað eitthvað sem ég hef sagt eða gert þannig að ég sé persónulega að ýta undir fitufordóma er það misskilningur. Slíkt myndi ég einfaldlega aldrei gera. Það ætti öllum að vera ljóst að mér finnst það ekki fordómar að segja satt um hættulegt líkamlegt eða andlegt ástand. Hvort sem manneskja er of grönn eða of þung eða lifir lífi sem stefnir andlegri heilsu í voða,“ segir Gurrý en hún skilji það samt að umræðan sé alltaf viðkvæm þegar hún snúist um líf fólks. „Ég veit að sumir keppendur tóku umræðuna líka nærri sér, þeim fannst líka ráðist að sér og sínum markmiðum.Skriða árása Fljótlega fór ég að finna fyrir auknu álagi, þessi bara venjulega kona í Breiðholtinu, móðir þriggja barna, með stórt heimili, hund og í fullri vinnu. Allt í einu var ég þekkt og umdeild manneskja. Þrátt fyrir að vera sterk og samkvæm sjálfri mér er í raun ekkert sem hefði getað búið mig undir framhaldið. Gagnrýnin þegar hún var málefnaleg særði mig ekki þótt hún hafi stundum verið óþægileg að takast á við. Síðan var bara eins og það færi af stað skriða árása á samfélagsmiðlum, þar sem engin bönd héldu fólki. Það var djöfulli erfitt. Miðlarnir og athugasemdakerfi fjölmiðla loguðu. Harðar persónulegar árásir á mig sem manneskju voru gerðar úr öllum áttum,“ segir Gurrý og segist hafa verið kölluð öllum illum nöfnum og gert upp illt innræti.Gurrý fékk bæði það sem hún taldi faglega og málefnalega gagnrýni en varð líka fyrir hörðum persónulegum árásum og þá sérstaklega á samfélagsmiðlum. Fréttablaðið/ErnirMissti það „Maður er auðvitað ýmsu vanur og ég kom mér upp einhverjum verkfærum til að leiða hluti hjá mér og bregðast við fylgifiskum þess að vera allt í einu orðin opinber persóna. Svo kom einfaldlega þessi tímapunktur þar sem ég bara missti það, bara henti inn helvítis handklæðinu. Ég man sérstaklega eftir einni viku þar sem gagnrýnin, umtalið og skvaldrið náði einhverjum alveg nýju hæðum. Persóna mín var á öllum miðlum landsins til umfjöllunar og fólk sem þekkti mig ekkert var orðið sérfræðingar í mér og felldi dóma um mig og mitt líf. Í lokuðum grúppum á samfélagsmiðlum þar sem ástvinir mínir voru sumir þátttakendur, blússaði skelfileg umræða um mig og meira að segja fjölskyldan var tengd inn í umræðuna. Nokkrir ástvina minna sem reyndu að koma mér til varnar urðu sjálfir fyrir gríðarlegum ósanngjörnum árásum. Að verða vitni að því hafði mikil neikvæð áhrif á mig, okkur fjölskylduna og eftir á að hyggja miklu meiri en mig hefði grunað. „Ég átti bara ekkert í þetta,“ segir hún. „Ég kunni ekki að bregðast við þessu eða vinna úr því. Var þar fyrir utan ekki alveg við stjórn, kunni ekki að segja nei við fleiri verkefnum og hlóð þeim á mig. Allt í einu var ég með alla daga bókaða og ekkert mátti fara úrskeiðis. Ég sofnaði oft í sárum kvíða því ég náði ekki að klára verkefni dagsins, en það fer mér ekkert sérstaklega vel. Ég beitti þeim aðferðum sem ég kunni og reyndi að loka á árásirnar á netinu en í mikilli vanlíðan. Ég var auðvelt skotmark enda svolítið hvatvís og stundum fannst mér eins og að fólk hefði ánægju af því að taka mig niður. Fólk bara lét allan fjandann flakka og leyfði sér að segja svo miklu, miklu meira en það myndi gera augliti til auglitis. Þegar ég sé aðra lenda í svipuðum aðstæðum í dag fyllist ég samúð. Skil svo vel hvað það er að ganga í gegnum og vona innilega að það kunni betur en ég að bregðast við. Vonandi gerir þetta fólk sér betur grein fyrir því en ég gerði að það sem er sagt og skrifað er ekki sannleikurinn heldur byggt á skoðunum fólks.Keyrði sig í kaf Umræðan hélt áfram að versna og haustið 2017 náði hún alveg nýjum lægðum. Í lok þess árs hætti ég hjá Reebok Fitness og sór þess eið að snúa baki við því sem ég innst inni vissi að væri mín köllun og ákvað að aldrei færi ég aftur í þennan bransa. Núna veit ég að þarna var ég komin í kulnunarástand. Svefninn hafði verið í ólagi í tvö ár og ég var alltaf stressuð. Ég meina hvert einasta litla verkefni óx mér í augum. Mér fannst orðið erfitt að hreyfa mig, hreinlega nennti því ekki, en gerði það samt sem jók ekki beinlínis á ánægjuna hjá kerlingunni. Það er varla að maður næði að elda graut á morgnana. Ég man að ég hugsaði um að það yrði ekki einu sinni tekið við mér í endurvinnslunni. Það tók mig meira en heilt ár að ná kröftum. Það var mér til happs að meira að segja á mínum verstu stundum neyddi ég mig til að borða hollt og hreyfa mig þótt ég hefði enga löngun til þess. Eflaust bara rekin áfram af þrjóskunni einni saman. Eftir nokkra mánuði tók ég loks sjálf eftir jákvæðri breytingu og fékk um leið áfall þegar ég áttaði mig á því hversu slæmt ástandið hafði verið,“ segir Gurrý og vill meina að margar konur finni sig einmitt á þessum stað. „Við konur tökum svo mörg verkefni að okkur, erum svo samviskusamar. Keyrum okkur svoleiðis á kaf þannig að það tekur mörg ár að ná sér á strik aftur. Til dæmis ætlaði ég sjálf fyrir löngu að láta draum minn rætast um að opna eigin stöð en ég einfaldlega hafði ekki orkuna. Svo bara datt tækifæri upp í hendurnar á mér og ég greip það. Ég var beðin um aðstoð í verkefni sem ég einfaldlega gat ekki neitað. Eitt leiddi af öðru og allt í einu er ég búin að fylla skúrinn heima í Breiðholtinu af tækjum og tólum, ástríðan komin aftur og þrekið að byggjast hratt upp. Smám saman vatt þetta upp á sig, fleiri fóru að leita til mín og það sem var í raun bara vinargreiði varð grunnurinn sem ég hljóp með og Yama heilsurækt byggir á. Nú iða ég í skinninu, reynslunni ríkari, öflugri en áður og hlakka til að fylgjast með fólkinu mínu ná árangri og betri tökum á eigin líðan.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilsa Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Fleiri fréttir Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Sjá meira