Fannar Ólafsson fór mikinn þegar rætt var um KR í Domino‘s Körfuboltakvöldi á föstudaginn.
KR vann Val, 87-76, í 10. umferð Domino‘s deildar karla á fimmtudaginn. Þetta var fyrsti sigur KR-inga í fjórum leikjum.
„Þú ert ekki að spila með neinu öðru en KR. Það fer í taugarnar á mér, og ég ætla að fá að segja það, að menn virði það ekki að vera í meistaraumhverfi. Menn þurfa að gera það þeir ætla að gera 100%. Annars geta þeir verið annars staðar,“ sagði Fannar sem var mikið niðri fyrir.
„Ég nenni ekki að horfa á eitthvað blaður. Það er búið að búa til alvöru grunn þarna og virðið það. Þetta snýst um hugarfarið hjá mönnum. Drullist til að virða að þið séuð að spila fyrir KR. Menn skulu virða þessa sögu og það sem búið er að gera þarna.“
Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
„Drullist til að virða að þið séuð að spila fyrir KR“
Tengdar fréttir

Umfjöllun og viðtöl: KR - Valur 87-76 | Tap hjá Pavel í endurkomunni
Valur tapaði enn einum leiknum en KR er komið aftur á beinu brautina.

Domino's Körfuboltakvöld: Halldór Garðar jarðaði Hörð Axel
Sævar Sævarsson var ekki ánægður með frammistöðu íslensku leikmanna Keflavíkur gegn Þór í Þorlákshöfn.