Enski boltinn

Markvörður Watford bauð öldruðum manni með heilabilun til sín um jólin

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Foster gekk í raðir Watford fyrir síðasta tímabil.
Foster gekk í raðir Watford fyrir síðasta tímabil. vísir/getty

Ben Foster, markvörður Watford, bauð öldruðum manni með heilabilun í heimsókn til sín á jólunum.

Þegar Foster var á leið heim ásamt eiginkonu sinni og föður eftir leik Watford og Crystal Palace um síðustu helgi tók hann eftir eldri manni á gangi.

Maðurinn, sem er áttræður, ætlaði að labba heim frá Vicarage Road, heimavelli Watford, eftir að bílinn hans fór ekki í gang. Maðurinn er með heilabilun og endaði á því að detta ofan í skurð á leiðinni heim.

Foster og fjölskylda hjálpuðu manninum upp úr skurðinum og fóru með hann heim til sín.

Foster spurði hvað gamli maðurinn væri að gera um jólin og bauð honum til sín ef hann yrði einn um jólin.

Markvörðurinn sagðist jafnframt ætlaði að útvega manninum nýjan ársmiða fyrir næsta tímabil ef hann gæti enn farið á leiki. Maðurinn hefur verið ársmiðahafi hjá Watford í um 60 ár.

Watford er í neðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar með níu stig, sex stigum frá öruggu sæti. Liðið tapaði fyrir Liverpool í gær, 2-0.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×