Systurfyrirtæki eins stærsta ópíóíðaframleiðandans setur mótefni á markað Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. desember 2019 10:38 Systurfyrirtæki Purdue Pharma, Mundipharma, setti á markað mótlyf við ópíóíðum. getty/Geography Photos/Darren McCollester Systurfyrirtæki ópíóðaframleiðandans Purdue Pharma hefur sett á markað mótlyf við ópíóíða ofskömmtun. Purdue stendur nú í málaferlum í Bandaríkjum vegna aðildar sinnar að ópíóíðafaraldrinum svokallaða og er talið einn helsti áhrifavaldur faraldsins vegna markaðssetningar fyrirtækisins á ópíóíðalyfinu OxyContin. Frá þessu er greint á vef fréttastofu AP. Þrátt fyrir að Purdue standi í þúsundum málaferla í Bandaríkjunum hefur Mundipharma, systurfyrirtæki þess, sótt í sig veðrið annars staðar, meðal annars í Evrópu og Ástralíu, og hefur Mundipharma notast við sömu sölutækni og Purdue gerði við sölu OxyContin. OxyContin er talið eitt skæðasta ópíóíðalyfið á bandarískum markaði.getty/George Frey Purdue Pharma er talið hafa leikið lykilhlutverk í að ýta undir útgáfu lyfseðla sem varð til þess að faraldurinn í Bandaríkjunum braust út með því að breyta því hvernig verkir voru meðhöndlaðir um aldamótin 2000. Purdue var fjórði stærsti ópíóíðaframleiðandinn í Bandaríkjunum þrátt fyrir að hafa átt aðeins um 3% markaðarins.Sjá einnig: Ópíóðar markvisst seldir þeim sem veikastir voru fyrir Purdue seldi 378 milljarða króna virði af lyfi sínu OxyContin, sem er mjög sterkt ópíóíðalyf og var virði þess á markaði árið 2010 þriðjungur ópíóíðamarkaðarins á hápunktinum. Í lyfinu eru oxycodone, sem er sterkur ópíóíði sem framleitt er úr valmúa og er efnið sterkara en morfín. Lyfinu hefur víða verið kennt um fjölgun ofskammta á fyrsta áratugi 21. aldar.Sjá einnig: Sackler fjölskyldan rakar inn milljörðum á sölu OxyContin Mótlyfið sem Mundipharma hefur sett á markað er kallað Nyxoid og er það nefsprey gert úr lyfinu naloxone sem vinnur gegn ofskömmtun. Naloxone lyf geta skipt sköpum og bjargað lífum fólks ef til ofskömmtunar kemur. Nyxoid var nýlega samþykkt á nýsjálenskum, áströlskum og evrópskum markaði. Nyxoid skammtar of dýrir miðað við framleiðsluverð Patrice Grand, talsmaður Mundipharma í Evrópu, sagði í yfirlýsingu að heróín sé einn helsti valdur dauðsfalla vegna ofskammta í Evrópu og sagði hann að naloxone nefsprey gæti skipt sköpum. Naloxone hefur lengi verið til sem stungulyf og er það bæði algengt og ódýrt lyf. Hins vegar er Nyxoid eitt fyrsta lyfið í mörum löndum sem kemur í formi nefspreys en það er auðveldara í notkun og ekki eins óhugnanlegt fyrir þá sem verða vitni að ofskömmtun og getur gert fólki auðveldara að bregðast við svoleiðis aðstæðum. Naloxone lyf í sprautuformi.getty/Joe Phelan Nyxoid er ekki selt í Bandaríkjunum en það er dýrara en naloxone sem hægt er að sprauta í æð en skammturinn kostar rúmar sex þúsund krónur í mörgum Evrópulöndum. Svipað lyf hefur verið til í Bandaríkjunum í mörg ár sem kallast Narcan. Gagnrýnendur segja að Nyxoid sé óhóflega dýrt sérstaklega þar sem ódýr naloxone lyf eru nú þegar til á markaði. Grand vildi ekki greina frá því í samtali við fréttafólk hver framleiðslukostnaður Nyxoid sé eða hve mikið fyrirtækið hefur grætt á lyfinu.Sjá einnig: Ein tafla getur verið banvæn „Þið eruð að selja lyf sem valda fíkn og ofskömmtun og núna eruð þið að selja lyf sem vinna gegn fíkn og ofskömmtun?“ spurði Andrew Kolodny, sem hefur verið hávær gagnrýnandi Purdue og hefur vitnað gegn fyrirtækinu fyrir dómi. „Það er frekar sniðugt er það ekki?“ Naloxone í formi nefspreys. Narcan hefur verið aðgengilegt í Bandaríkjunum í fjölda ára.getty/Drew Angerer Mundipharma greiddi fyrir rannsókn á naloxone í Ástralíu og voru niðurstöðurnar úr henni notaðar fyrir 840 milljóna króna verkefni til að dreifa naloxone lyfjum í Ástralíu, þar á meðal Nyxoid. Í október tilkynnti ástralski heilbrigðisráðherrann Greg Hunt að Nyxoid yrði niðurgreitt af ríkinu og kostar skammturinn nú aðeins rúmar fimm hundruð krónur í stað sex þúsund. Í sumum löndum, þar á meðal Noregi, er Nyxoid eina naloxone lyfið í formi neyfspreys sem er á markaði samkvæmt Thomas Clausen, prófessor við Háskólann í Osló en hann fer með yfirumsjón naloxone verkefnis landsins. Hann segist vera ánægður að Nyxoid sé aðgengilegt en verra sé að fyrirtæki sem þekkt er fyrir yfirgengilega markaðssetningu á ópíóíðalyfjum græði á ópíóíðafíkn á þennan hátt. Þá sagðist hann vona að fleiri fyrirtæki myndu fara inn á þennan markað og að samkeppni myndi lækka verð á naloxone. Hann bætti því við að naloxone væri svo ódýrt að Sameinuðu þjóðirnar hafi hrundið af stað verkefni í Mið-Asíu þar sem skammturinn af naloxone í sprautuformi kostaði í kring um hundrað krónur. Þá kostar Nyxoid rúmar fimm þúsund krónur í Svíþjóð. Ástralía Bandaríkin Lyf Noregur Nýja-Sjáland Svíþjóð Tengdar fréttir Johnson & Johnson dæmt til þess að greiða 572 milljónir dollara vegna ópíóða Bandaríska lyfjafyrirtækið Johnson & Johnson var í dag dæmt til þess að greiða Oklahoma-ríki 572 milljónir dollara vegna þess skaða sem ópíóðafaraldurinn hefur valdið í ríkinu. 26. ágúst 2019 21:15 Ópíóða framleiðandi talinn líklegur til að lýsa yfir gjaldþroti til að komast hjá sáttagreiðslum Ekki er víst hvort Sackler fjölskyldan og lyfjafyrirtæki þeirra, Purdue Pharma, muni greiða yfirvöldum í Bandaríkjunum skaðabótafé vegna ópíóða faraldursins svokallaða. Ríkissaksóknari segir samningsviðræður um sáttagjöld ekki lengur virkar. 8. september 2019 18:17 Sackler fjölskyldan flutti 125 milljarða á erlenda bankareikninga Sackler fjölskyldan er sögð hafa millifært minnst einn milljarð Bandaríkjadala, sem nemur um 125 milljörðum íslenskra króna, yfir á mismunandi bankareikninga, þar á meðal í banka í Sviss. 15. september 2019 12:20 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Systurfyrirtæki ópíóðaframleiðandans Purdue Pharma hefur sett á markað mótlyf við ópíóíða ofskömmtun. Purdue stendur nú í málaferlum í Bandaríkjum vegna aðildar sinnar að ópíóíðafaraldrinum svokallaða og er talið einn helsti áhrifavaldur faraldsins vegna markaðssetningar fyrirtækisins á ópíóíðalyfinu OxyContin. Frá þessu er greint á vef fréttastofu AP. Þrátt fyrir að Purdue standi í þúsundum málaferla í Bandaríkjunum hefur Mundipharma, systurfyrirtæki þess, sótt í sig veðrið annars staðar, meðal annars í Evrópu og Ástralíu, og hefur Mundipharma notast við sömu sölutækni og Purdue gerði við sölu OxyContin. OxyContin er talið eitt skæðasta ópíóíðalyfið á bandarískum markaði.getty/George Frey Purdue Pharma er talið hafa leikið lykilhlutverk í að ýta undir útgáfu lyfseðla sem varð til þess að faraldurinn í Bandaríkjunum braust út með því að breyta því hvernig verkir voru meðhöndlaðir um aldamótin 2000. Purdue var fjórði stærsti ópíóíðaframleiðandinn í Bandaríkjunum þrátt fyrir að hafa átt aðeins um 3% markaðarins.Sjá einnig: Ópíóðar markvisst seldir þeim sem veikastir voru fyrir Purdue seldi 378 milljarða króna virði af lyfi sínu OxyContin, sem er mjög sterkt ópíóíðalyf og var virði þess á markaði árið 2010 þriðjungur ópíóíðamarkaðarins á hápunktinum. Í lyfinu eru oxycodone, sem er sterkur ópíóíði sem framleitt er úr valmúa og er efnið sterkara en morfín. Lyfinu hefur víða verið kennt um fjölgun ofskammta á fyrsta áratugi 21. aldar.Sjá einnig: Sackler fjölskyldan rakar inn milljörðum á sölu OxyContin Mótlyfið sem Mundipharma hefur sett á markað er kallað Nyxoid og er það nefsprey gert úr lyfinu naloxone sem vinnur gegn ofskömmtun. Naloxone lyf geta skipt sköpum og bjargað lífum fólks ef til ofskömmtunar kemur. Nyxoid var nýlega samþykkt á nýsjálenskum, áströlskum og evrópskum markaði. Nyxoid skammtar of dýrir miðað við framleiðsluverð Patrice Grand, talsmaður Mundipharma í Evrópu, sagði í yfirlýsingu að heróín sé einn helsti valdur dauðsfalla vegna ofskammta í Evrópu og sagði hann að naloxone nefsprey gæti skipt sköpum. Naloxone hefur lengi verið til sem stungulyf og er það bæði algengt og ódýrt lyf. Hins vegar er Nyxoid eitt fyrsta lyfið í mörum löndum sem kemur í formi nefspreys en það er auðveldara í notkun og ekki eins óhugnanlegt fyrir þá sem verða vitni að ofskömmtun og getur gert fólki auðveldara að bregðast við svoleiðis aðstæðum. Naloxone lyf í sprautuformi.getty/Joe Phelan Nyxoid er ekki selt í Bandaríkjunum en það er dýrara en naloxone sem hægt er að sprauta í æð en skammturinn kostar rúmar sex þúsund krónur í mörgum Evrópulöndum. Svipað lyf hefur verið til í Bandaríkjunum í mörg ár sem kallast Narcan. Gagnrýnendur segja að Nyxoid sé óhóflega dýrt sérstaklega þar sem ódýr naloxone lyf eru nú þegar til á markaði. Grand vildi ekki greina frá því í samtali við fréttafólk hver framleiðslukostnaður Nyxoid sé eða hve mikið fyrirtækið hefur grætt á lyfinu.Sjá einnig: Ein tafla getur verið banvæn „Þið eruð að selja lyf sem valda fíkn og ofskömmtun og núna eruð þið að selja lyf sem vinna gegn fíkn og ofskömmtun?“ spurði Andrew Kolodny, sem hefur verið hávær gagnrýnandi Purdue og hefur vitnað gegn fyrirtækinu fyrir dómi. „Það er frekar sniðugt er það ekki?“ Naloxone í formi nefspreys. Narcan hefur verið aðgengilegt í Bandaríkjunum í fjölda ára.getty/Drew Angerer Mundipharma greiddi fyrir rannsókn á naloxone í Ástralíu og voru niðurstöðurnar úr henni notaðar fyrir 840 milljóna króna verkefni til að dreifa naloxone lyfjum í Ástralíu, þar á meðal Nyxoid. Í október tilkynnti ástralski heilbrigðisráðherrann Greg Hunt að Nyxoid yrði niðurgreitt af ríkinu og kostar skammturinn nú aðeins rúmar fimm hundruð krónur í stað sex þúsund. Í sumum löndum, þar á meðal Noregi, er Nyxoid eina naloxone lyfið í formi neyfspreys sem er á markaði samkvæmt Thomas Clausen, prófessor við Háskólann í Osló en hann fer með yfirumsjón naloxone verkefnis landsins. Hann segist vera ánægður að Nyxoid sé aðgengilegt en verra sé að fyrirtæki sem þekkt er fyrir yfirgengilega markaðssetningu á ópíóíðalyfjum græði á ópíóíðafíkn á þennan hátt. Þá sagðist hann vona að fleiri fyrirtæki myndu fara inn á þennan markað og að samkeppni myndi lækka verð á naloxone. Hann bætti því við að naloxone væri svo ódýrt að Sameinuðu þjóðirnar hafi hrundið af stað verkefni í Mið-Asíu þar sem skammturinn af naloxone í sprautuformi kostaði í kring um hundrað krónur. Þá kostar Nyxoid rúmar fimm þúsund krónur í Svíþjóð.
Ástralía Bandaríkin Lyf Noregur Nýja-Sjáland Svíþjóð Tengdar fréttir Johnson & Johnson dæmt til þess að greiða 572 milljónir dollara vegna ópíóða Bandaríska lyfjafyrirtækið Johnson & Johnson var í dag dæmt til þess að greiða Oklahoma-ríki 572 milljónir dollara vegna þess skaða sem ópíóðafaraldurinn hefur valdið í ríkinu. 26. ágúst 2019 21:15 Ópíóða framleiðandi talinn líklegur til að lýsa yfir gjaldþroti til að komast hjá sáttagreiðslum Ekki er víst hvort Sackler fjölskyldan og lyfjafyrirtæki þeirra, Purdue Pharma, muni greiða yfirvöldum í Bandaríkjunum skaðabótafé vegna ópíóða faraldursins svokallaða. Ríkissaksóknari segir samningsviðræður um sáttagjöld ekki lengur virkar. 8. september 2019 18:17 Sackler fjölskyldan flutti 125 milljarða á erlenda bankareikninga Sackler fjölskyldan er sögð hafa millifært minnst einn milljarð Bandaríkjadala, sem nemur um 125 milljörðum íslenskra króna, yfir á mismunandi bankareikninga, þar á meðal í banka í Sviss. 15. september 2019 12:20 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Johnson & Johnson dæmt til þess að greiða 572 milljónir dollara vegna ópíóða Bandaríska lyfjafyrirtækið Johnson & Johnson var í dag dæmt til þess að greiða Oklahoma-ríki 572 milljónir dollara vegna þess skaða sem ópíóðafaraldurinn hefur valdið í ríkinu. 26. ágúst 2019 21:15
Ópíóða framleiðandi talinn líklegur til að lýsa yfir gjaldþroti til að komast hjá sáttagreiðslum Ekki er víst hvort Sackler fjölskyldan og lyfjafyrirtæki þeirra, Purdue Pharma, muni greiða yfirvöldum í Bandaríkjunum skaðabótafé vegna ópíóða faraldursins svokallaða. Ríkissaksóknari segir samningsviðræður um sáttagjöld ekki lengur virkar. 8. september 2019 18:17
Sackler fjölskyldan flutti 125 milljarða á erlenda bankareikninga Sackler fjölskyldan er sögð hafa millifært minnst einn milljarð Bandaríkjadala, sem nemur um 125 milljörðum íslenskra króna, yfir á mismunandi bankareikninga, þar á meðal í banka í Sviss. 15. september 2019 12:20