Körfubolti

Körfuboltakvöld um Tómas: „Þetta er alvöru maður“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Tómas Steindórsson mætti í lið Blika úr b-liðinu
Tómas Steindórsson mætti í lið Blika úr b-liðinu s2 sport
Breiðablik mætti með nýjan leikmann til leiks í leik liðsins við Skallagrím í Domino's deild karla á föstudag. Það var hins vegar ekki nýr erlendur leikmaður, heldur leikmaður úr B-liði Breiðabliks.

Tómas Steindórsson spilaði rúmar tíu mínútur í leiknum og skilaði fimm stigum og þremur fráköstum.

„Allt sem hann gerði, var plús,“ sagði Hermann Hauksson þegar sérfræðingar Domino's Körfuboltakvölds ræddu frammistöðu Tómasar.

„Þetta er alvöru maður og það er ekkert bull í honum,“ sagði Fannar Ólafsson. „Hann er raunverulegur. Þessi gaur hefur aldrei ekki vaknað á réttum tíma og mætt ekki á réttum tíma í vinnuna.“

Breiðablik tapaði leiknum 91-90 en þær mínútur þegar Tómas var inn á vann liðið með fjórum stigum. Tapið þýðir að Breiðablik er enn bara með einn sigur í deildinni, er nú fjórum stigum á eftir Sköllunum og átta stigum frá öruggu sæti þegar tólf stig eru í pottinum.



Klippa: Körfuboltakvöld um Tómas: Allt sem hann gerði var plús



Fleiri fréttir

Sjá meira


×