Landeigendur ekki fyrirstaða heldur verkhönnun við breikkun Vesturlandsvegar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. febrúar 2019 12:01 Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Anton Brink Framkvæmdum á Vesturlandsvegi seinkar um nokkra mánuði vegna þess að verkhönnun Vegagerðarinnar liggur ekki fyrir að sögn nefndarmanns í umhverfis- og samgöngunefnd. Eftir það semji Vegagerðin við landeigendur á svæðinu um bætur ef breikkun vegarins nái inná þeirra land. Verklokum eigi ekki að seinka. Við sögðum frá því í gær að landeigendur á Kjalarnesi eru undrandi yfir því að umhverfis-og samgöngunefnd Alþingis hafi gefið út að rekja megi frestun á breikkun Vesturlandsvegar til þess að ekki hafi náðst samningar við þá. Þeir hafi þvert á móti lýst yfir ánægju með áformin. En í tillögu nefndarinnar kemur fram að eins milljarðs króna fjárveiting sem ætluð var til verksins næstu tvö ár verði skorin niður í 400 milljónir króna. Ástæðan er sögð tafir við verkhönnun og að samningar hafi ekki náðst við landeigendur. Vilhjálmur Árnason sem situr í umhverfis-og samgöngunefnd segir að málið snúist fyrst og fremst um seinkun á verkhönnun vegarins svo hægt sé að gefa út framkvæmdaleyfi. Þegar Vegagerðin hafi lokið því þá fari af stað samningaviðræður við landeigendur á svæðinu. „Ég held að það sé ekki fyrirstaða landeiganda heldur það liggur ekki fyrir hvað þarf að vera inní samningunum því verkhönnun vegarins er ekki lokið hjá Vegagerðinni og framkvæmdarleyfi liggur því ekki fyrir,“ segir Vilhjálmur. Hann segir að eftir að verkhönnun sé lokið verði samið um bætur við landeigendur á svæðinu en hefur ekki upplýsingar um hversu háar þær verða. Þetta eigi þó ekki að þýða að fresta þurfi verklokum. Aðspurður um hvers vegna verkhönnun hafi ekki verið lokið fyrr þar sem fyrir lá að breikka átti Vesturlandsveg segir Vilhjálmur. „Einhvern veginn hefur kannski hefur kannski eitthvað komið uppá en Vegagerðin verður að svara fyrir það. En það er ekkert svo langt síðan Samgönguáætlun var lögð fram, það var síðasta haust,“ segir hann. Fjáveiting sem fara átti í Vesturlandsveg var að hluta til flutt til Grindarvíkurvegar. Vilhjálmur segir að verkhönnun hafi verði komnar lengra þar og framkvæmdir hafi verið hafnar. Gunnlaugur A. Júlíusson sveitarstjóri Borgarbyggðar gerir alvarlegar athugasemdir við að teknar hafi verið ákvarðanir um að flytja fjármagn frá fyrirhugaðri uppbyggingu vegarins á Kjalarnesi til annarra verkefna. Í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í morgun kemur fram að slík ákvörðun þýði mikla og óásættanlega seinkun á nauðsynlegum samgöngubótum. Borgarstjórn Mosfellsbær Reykjavík Samgöngur Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Framkvæmdum á Vesturlandsvegi seinkar um nokkra mánuði vegna þess að verkhönnun Vegagerðarinnar liggur ekki fyrir að sögn nefndarmanns í umhverfis- og samgöngunefnd. Eftir það semji Vegagerðin við landeigendur á svæðinu um bætur ef breikkun vegarins nái inná þeirra land. Verklokum eigi ekki að seinka. Við sögðum frá því í gær að landeigendur á Kjalarnesi eru undrandi yfir því að umhverfis-og samgöngunefnd Alþingis hafi gefið út að rekja megi frestun á breikkun Vesturlandsvegar til þess að ekki hafi náðst samningar við þá. Þeir hafi þvert á móti lýst yfir ánægju með áformin. En í tillögu nefndarinnar kemur fram að eins milljarðs króna fjárveiting sem ætluð var til verksins næstu tvö ár verði skorin niður í 400 milljónir króna. Ástæðan er sögð tafir við verkhönnun og að samningar hafi ekki náðst við landeigendur. Vilhjálmur Árnason sem situr í umhverfis-og samgöngunefnd segir að málið snúist fyrst og fremst um seinkun á verkhönnun vegarins svo hægt sé að gefa út framkvæmdaleyfi. Þegar Vegagerðin hafi lokið því þá fari af stað samningaviðræður við landeigendur á svæðinu. „Ég held að það sé ekki fyrirstaða landeiganda heldur það liggur ekki fyrir hvað þarf að vera inní samningunum því verkhönnun vegarins er ekki lokið hjá Vegagerðinni og framkvæmdarleyfi liggur því ekki fyrir,“ segir Vilhjálmur. Hann segir að eftir að verkhönnun sé lokið verði samið um bætur við landeigendur á svæðinu en hefur ekki upplýsingar um hversu háar þær verða. Þetta eigi þó ekki að þýða að fresta þurfi verklokum. Aðspurður um hvers vegna verkhönnun hafi ekki verið lokið fyrr þar sem fyrir lá að breikka átti Vesturlandsveg segir Vilhjálmur. „Einhvern veginn hefur kannski hefur kannski eitthvað komið uppá en Vegagerðin verður að svara fyrir það. En það er ekkert svo langt síðan Samgönguáætlun var lögð fram, það var síðasta haust,“ segir hann. Fjáveiting sem fara átti í Vesturlandsveg var að hluta til flutt til Grindarvíkurvegar. Vilhjálmur segir að verkhönnun hafi verði komnar lengra þar og framkvæmdir hafi verið hafnar. Gunnlaugur A. Júlíusson sveitarstjóri Borgarbyggðar gerir alvarlegar athugasemdir við að teknar hafi verið ákvarðanir um að flytja fjármagn frá fyrirhugaðri uppbyggingu vegarins á Kjalarnesi til annarra verkefna. Í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í morgun kemur fram að slík ákvörðun þýði mikla og óásættanlega seinkun á nauðsynlegum samgöngubótum.
Borgarstjórn Mosfellsbær Reykjavík Samgöngur Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira