Ellefu tekjuhæstu íþróttakonur heims koma allar úr tennis Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. ágúst 2019 17:45 Fjórða árið í röð er Williams tekjuhæsta íþróttakona heims. vísir/getty Serena Williams er tekjuhæsta íþróttakona heims samkvæmt úttekt Forbes. Ellefu tekjuhæstu íþróttakonur heims á síðasta ári eru allar tennisleikarar. Þetta er fjórða árið í röð sem Williams er tekjuhæsta íþróttakona heims. Á síðasta ári þénaði hún 29,2 milljónir Bandaríkjadala. Williams er eina konan sem komst á lista Forbes yfir tekjuhæsta íþróttafólk heims á síðasta ári. Naomi Osaka, sem vann Williams í úrslitaleik Opna bandaríska meistaramótsins í fyrra, er í 2. sæti listans yfir tekjuhæstu íþróttakonur heims. Osaka hefur klifið metorðastigann hratt og landað stórum styrktarsamningnum eftir sigur á tveimur risamótum í röð.Tekjur Osaka jukust mikið milli ára.vísir/gettyTekjur hennar utan vallar fóru úr 1,6 milljónum Bandaríkjadala í 16 milljónir á milli ára. Á næsta ári verða tekjur Osaka væntanlega enn hærri því hún er búinn að skrifa undir stóran samning við Nike. Alls voru tekjur Osaka á síðasta ári 24,3 milljónir Bandaríkjadala. Hún er aðeins fjórða konan sem rýfur 20 milljóna Bandaríkjadala múrinn síðan Forbes byrjaði að taka saman tekjur íþróttafólks. Hinar eru Williams, Maria Sharapova og Li Na, allt tennisleikarar. Williams og Osaka eru langtekjuhæstu íþróttakonur heims. Angelique Kerber er í 3. sæti listans en tekjur hennar á síðasta ári voru 11,8 milljónir Bandaríkjadala.Alex Morgan, einn af fyrirliðum bandarísku heimsmeistaranna í fótbolta.vísir/gettyAlex Morgan, skærasta stjarna bandaríska fótboltalandsliðsins, er efst á listanum af þeim sem eru ekki tennisleikarar. Auk Morgans eru indverska badmintonkonan PV Sindhu og taílenski kylfingurinn Ariya Jutanugarn á listanum yfir 15 tekjuhæstu íþróttakonur heims.Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims á síðasta ári: 1. Serena Williams, tennis - 29,2 milljónir Bandaríkjadala 2. Naomi Osaka, tennis - 24,3 m 3. Angelique Kerber, tennis - 11,8 m 4. Simona Halep, tennis - 10,2 m 5. Sloane Stephens, tennis - 9,6 m 6. Caroline Wozniacki, tennis - 7,5 m 7. Maria Sharapova, tennis - 7 m 8. Karolina Pliskova, tennis - 6,3 m 9. Elina Svitolina, tennis - 6,1 m 10.-11. Venus Williams, tennis - 5,9 m 10.-11. Garbine Muguruza, tennis - 5,9 m 12. Alex Morgan, fótbolti - 5,8 m 13.-14. PV Sindhu, badminton - 5,5 m 13.-14. Madison Keys, tennis - 5,5 m 15. Ariya Jutanugarn, golf - 5,3 m Badminton Tennis Tengdar fréttir Aðeins ein kona á listanum yfir tekjuhæsta íþróttafólk heims Forbes hefur birt sinn árlega lista yfir tekjuhæsta íþróttafólk heims. 12. júní 2019 06:00 Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Sport Fleiri fréttir Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Í beinni: Breiðablik - Stjarnan | Hvernig svara Íslandsmeistararnir? Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Heldur sigurgangan áfram? Í beinni: ÍA - Vestri | Taplausir Vestramenn mæta í Akraneshöllina Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Í beinni: Valur - KA | Tvö lið á eftir fyrsta sigrinum Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Reyna að selja þakið á leikvanginum sínum Arnar vann stórmót í Svíþjóð: Búinn að vinna mikið með andlegu hliðina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Hörður undir feldinn Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Sjá meira
Serena Williams er tekjuhæsta íþróttakona heims samkvæmt úttekt Forbes. Ellefu tekjuhæstu íþróttakonur heims á síðasta ári eru allar tennisleikarar. Þetta er fjórða árið í röð sem Williams er tekjuhæsta íþróttakona heims. Á síðasta ári þénaði hún 29,2 milljónir Bandaríkjadala. Williams er eina konan sem komst á lista Forbes yfir tekjuhæsta íþróttafólk heims á síðasta ári. Naomi Osaka, sem vann Williams í úrslitaleik Opna bandaríska meistaramótsins í fyrra, er í 2. sæti listans yfir tekjuhæstu íþróttakonur heims. Osaka hefur klifið metorðastigann hratt og landað stórum styrktarsamningnum eftir sigur á tveimur risamótum í röð.Tekjur Osaka jukust mikið milli ára.vísir/gettyTekjur hennar utan vallar fóru úr 1,6 milljónum Bandaríkjadala í 16 milljónir á milli ára. Á næsta ári verða tekjur Osaka væntanlega enn hærri því hún er búinn að skrifa undir stóran samning við Nike. Alls voru tekjur Osaka á síðasta ári 24,3 milljónir Bandaríkjadala. Hún er aðeins fjórða konan sem rýfur 20 milljóna Bandaríkjadala múrinn síðan Forbes byrjaði að taka saman tekjur íþróttafólks. Hinar eru Williams, Maria Sharapova og Li Na, allt tennisleikarar. Williams og Osaka eru langtekjuhæstu íþróttakonur heims. Angelique Kerber er í 3. sæti listans en tekjur hennar á síðasta ári voru 11,8 milljónir Bandaríkjadala.Alex Morgan, einn af fyrirliðum bandarísku heimsmeistaranna í fótbolta.vísir/gettyAlex Morgan, skærasta stjarna bandaríska fótboltalandsliðsins, er efst á listanum af þeim sem eru ekki tennisleikarar. Auk Morgans eru indverska badmintonkonan PV Sindhu og taílenski kylfingurinn Ariya Jutanugarn á listanum yfir 15 tekjuhæstu íþróttakonur heims.Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims á síðasta ári: 1. Serena Williams, tennis - 29,2 milljónir Bandaríkjadala 2. Naomi Osaka, tennis - 24,3 m 3. Angelique Kerber, tennis - 11,8 m 4. Simona Halep, tennis - 10,2 m 5. Sloane Stephens, tennis - 9,6 m 6. Caroline Wozniacki, tennis - 7,5 m 7. Maria Sharapova, tennis - 7 m 8. Karolina Pliskova, tennis - 6,3 m 9. Elina Svitolina, tennis - 6,1 m 10.-11. Venus Williams, tennis - 5,9 m 10.-11. Garbine Muguruza, tennis - 5,9 m 12. Alex Morgan, fótbolti - 5,8 m 13.-14. PV Sindhu, badminton - 5,5 m 13.-14. Madison Keys, tennis - 5,5 m 15. Ariya Jutanugarn, golf - 5,3 m
Badminton Tennis Tengdar fréttir Aðeins ein kona á listanum yfir tekjuhæsta íþróttafólk heims Forbes hefur birt sinn árlega lista yfir tekjuhæsta íþróttafólk heims. 12. júní 2019 06:00 Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Sport Fleiri fréttir Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Í beinni: Breiðablik - Stjarnan | Hvernig svara Íslandsmeistararnir? Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Heldur sigurgangan áfram? Í beinni: ÍA - Vestri | Taplausir Vestramenn mæta í Akraneshöllina Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Í beinni: Valur - KA | Tvö lið á eftir fyrsta sigrinum Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Reyna að selja þakið á leikvanginum sínum Arnar vann stórmót í Svíþjóð: Búinn að vinna mikið með andlegu hliðina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Hörður undir feldinn Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Sjá meira
Aðeins ein kona á listanum yfir tekjuhæsta íþróttafólk heims Forbes hefur birt sinn árlega lista yfir tekjuhæsta íþróttafólk heims. 12. júní 2019 06:00