Alvarlegustu áhrif hlýnun jarðar í kringum þriðja pólinn Birgir Olgeirsson skrifar 13. október 2019 20:45 Loftslagsbreytingar hafa alvarlegar afleiðingar fyrir hinn svokallaða þriðja pól. Kínverskur vísindamaður, sem fjallaði um málið á Arctic Circle, segir bráðnunina þar mun hraðari en á hinum pólunum. Veldur það áður óþekktum hamförum og búferlaflutningum. Þriðji póllinn er jöklabreiða Himalaja-fjallanna sem geymir vatnsbirgðir Indlands og Asíu. Hefur svæðið fengið nafnið þriðji póllinn því þar er að finna mesta magn íss á jörðinni fyrir utan Suðurskautslandið og Norðurpólinn. Ef loftslagbreytingar halda áfram með sama hætti gætu tveir þriðju jöklabreiðunnar bráðnað fyrir árið 2100. Hefur sú bráðnun áhrif á tvo milljarða manna sem búsettir eru á svæðinu. Yao Tandong er einn fremsti jöklasérfræðingur Kínverja. Allan sinn vísindaferil hefur hann beint sjónum sínum að þriðja pólnum. „Hlýnun jarðar hefur áhrif alls staðar í heiminum en alvarlegustu áhrifin eru í kringum þriðja pólinn. Bráðnun á þriðja pólnum hefur bein áhrif á fólkið sem býr þar. Eins og þegar ísinn brotnar og það flæðir úr jökullónum. Þá skemmast vegir, brýr og þorp og það kostar jafnvel mannslíf,“ segir Tandong. Í framtíðinni munu íbúar þessa svæðis búa við vatnsskort. „Þegar ísinn bráðnar hratt eykst vatnsrennslið í skamman tíma. En svo kemur að því sem við köllum vendipunkt. Þegar jökullinn hefur hopað visst mikið kemur minna vatn frá honum. Eftir þennan vendipunkt standa íbúar þessa svæðis frammi fyrir vatnsskorti.“ Kína Norðurslóðir Hringborð norðurslóða Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira
Loftslagsbreytingar hafa alvarlegar afleiðingar fyrir hinn svokallaða þriðja pól. Kínverskur vísindamaður, sem fjallaði um málið á Arctic Circle, segir bráðnunina þar mun hraðari en á hinum pólunum. Veldur það áður óþekktum hamförum og búferlaflutningum. Þriðji póllinn er jöklabreiða Himalaja-fjallanna sem geymir vatnsbirgðir Indlands og Asíu. Hefur svæðið fengið nafnið þriðji póllinn því þar er að finna mesta magn íss á jörðinni fyrir utan Suðurskautslandið og Norðurpólinn. Ef loftslagbreytingar halda áfram með sama hætti gætu tveir þriðju jöklabreiðunnar bráðnað fyrir árið 2100. Hefur sú bráðnun áhrif á tvo milljarða manna sem búsettir eru á svæðinu. Yao Tandong er einn fremsti jöklasérfræðingur Kínverja. Allan sinn vísindaferil hefur hann beint sjónum sínum að þriðja pólnum. „Hlýnun jarðar hefur áhrif alls staðar í heiminum en alvarlegustu áhrifin eru í kringum þriðja pólinn. Bráðnun á þriðja pólnum hefur bein áhrif á fólkið sem býr þar. Eins og þegar ísinn brotnar og það flæðir úr jökullónum. Þá skemmast vegir, brýr og þorp og það kostar jafnvel mannslíf,“ segir Tandong. Í framtíðinni munu íbúar þessa svæðis búa við vatnsskort. „Þegar ísinn bráðnar hratt eykst vatnsrennslið í skamman tíma. En svo kemur að því sem við köllum vendipunkt. Þegar jökullinn hefur hopað visst mikið kemur minna vatn frá honum. Eftir þennan vendipunkt standa íbúar þessa svæðis frammi fyrir vatnsskorti.“
Kína Norðurslóðir Hringborð norðurslóða Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira