Upp er runninn 18. desember og innan við vika til jóla. Aðeins sex dagar. Er nema furða að börnin séu á iði.
Vísir ætlar að gleðja lesendur sína með jóladagatali þar sem leitað verður í gullkistuna á sjónvarps- og útvarpsvefnum. Óhætt er að segja að þar sé hægt að gleyma sér við áhorf á gamalt og gott efni.
Hér að neðan má sjá eftirminnilegt atriði úr Fóstbræðrum sem sýndir voru á Stöð 2 á árum áður. Helga Braga Jónsdóttir fer á kostum í hlutverki Gyðu Sólar.
Og fyrst við erum byrjuð að rifja upp Fóstbræður má sjá fleiri atriði á sjónvarpsvef Vísis. Eins og þetta hér.