Hausaveiðarar leita að tíum Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 9. október 2019 09:00 Andrés Jónsson, almannatengill. Mörg íslensk fyrirtæki hafa gripið til svokallaðra stjórnendaráðninga, sem oft eru kallaðar hausaveiðar, til að finna hæft starfsfólk. Ráðgjafi á þessu sviði segir að hér á landi sé leitað meira til hausaveiðara en áður. Fólk sem sinni verkefnum vel og vaxi í starfi veki fljótt athygli hausaveiðaranna á Íslandi sökum smæðar markaðarins. „Það er óhætt að fullyrða að það sé meira um að leitað sé til hausaveiðara en áður. Það er langoftast gert þegar ráða á forstjóra eða framkvæmdastjóra, jafnvel þó að staðan sé auglýst samhliða. Þá er það oftast stjórnarformaðurinn eða óformleg ráðningarnefnd skipuð einum til þremur stjórnarmönnum sem fær ráðgjafa til liðs við sig og vinnur málið í nánu samstarfi þar sem allir safna ábendingum um mögulega kandídata,“ segir Andrés Jónsson, eigandi Góðra samskipta, sem hefur lengi starfað sem ráðgjafi í almannatengslum og stefnumótun í samskiptamálum. Hann segist hafa byrjað að sinna stjórnendaráðningum árið 2012. „Ég hugsa að áhugi minn á fólki sé helsta ástæðan fyrir því að ég leiddist út í þetta. Ég er mjög forvitinn um fólk og hef mikinn áhuga á hvernig það getur best nýtt eiginleika sína og reynt sig við sífellt stærri áskoranir,“ segir Andrés. „Svo má líka segja að þetta sé bein afleiðing af því að vera ráðgjafi í almannatengslum í 15 ár, en sem slíkur verður maður sjálfkrafa trúnaðarmaður mjög margra forystumanna og -kvenna í atvinnulífinu sem þurfa að taka ákvarðanir um hverja skuli ráða í mikilvæg störf,“ segir Andrés í samtali við Markaðinn. Hausaveiðar (e. headhunting) eru notaðar til að finna gott starfsfólk, oftast stjórnanda, sem er ekki endilega í virkri atvinnuleit. Fyrirtæki leita þá til ráðgjafa sem vinna bak við tjöldin til að finna öflugan einstakling. Andrés segir að hausaveiðarar séu í sumum tilfellum fengnir til að fara út á markaðinn, ýta við einstaklingum og fá þá til að sækja um auglýst störf þar sem önnur ráðningafyrirtæki sjá um ferlið. Stundum með þeirra vitneskju en stundum ekki. Í öðrum tilfellum hafi fyrirtæki augastað á ákveðnum einstaklingum í sama geira en kunni ekki við að nálgast þá beint. Þá sé gott að fá millilið til að annast þau viðkvæmu samskipti.Til hvaða þátta horfa hausaveiðarar í ferlinu? „Það er svona klassískur hausaveiðarafrasi að það sem við erum að leita að séu „tíur“, það er að segja ef þeim sem koma til greina væri raðað á kvarða frá einum og upp í tíu eftir getu og hæfni. Þetta getur samt misskilist. Þetta er ekki skilgreining á einhverjum meintum ofurmennum eða vinnusjúklingum eða einu sinni ákveðinn fasti af fólki. Þetta getur verið mjög breytilegur hópur eftir bæði geira og á ólíkum tímum á starfsferlinum. Þetta er fólk sem á það sameiginlegt að vera mjög framarlega á sínu sviði og komið með ákveðna reynslu úr fyrri störfum sem gerir það á þessum tímapunkti hæft til að leiða ákveðin verkefni,“ segir Andrés. „Eins og Hilmar Hjaltason, sem er líklega þekktasti hausaveiðari landsins, segir þegar hann er spurður hvað sé hægt að gera til að vekja athygli hans, þá er svarið bara að standa sig vel í þeim verkefnum sem þú sinnir hverju sinni og gæta þess að halda áfram að vaxa. Ef þú gerir það þá munum við fljótlega frétta af þér.“ Lykilatriði í ferlinu er að kortleggja markaðinn til að hafa yfirsýn yfir þá sem hafa viðeigandi hæfni og þekkingu. Andrés segist skoða lauslega um 100 til 150 einstaklinga fyrir hvert starf. Sá hópur sé skorinn niður í 30 til 50 manns og síðan niður í 15-20 sem haft er samband við. Um helmingurinn fari í tvö eða þrjú viðtöl, þreyti próf og leysi verkefni. Markmiðið sé að standa uppi með 2-3 einstaklinga sem allir gætu sinnt starfinu vel. „Ferlið þegar verið er að ráða toppforstjóra er í grunninn eins nema að það þarf að gæta betur að því að þetta er söluferli, jafn mikið og þetta er umsóknarferli. Ferlið er þá oft aðeins meira eins og tvíhliða viðræður sem byrja sem óformlegt spjall. Þá má nefna að það er orðið algengara hér á landi að nota ráðningarferli við val á nýjum stjórnarmönnum,“ segir Andrés. „Smæð markaðarins gerir það vissulega að verkum að það er léttara að hafa yfirsýn yfir markaðinn og vita hverjir koma til greina. Það er kannski ein ástæða þess að stjórnendaleit (e. Executive Search) hefur tekið lengri tíma að ryðja sér til rúms hér á landi.“ Þá skiptir máli hvert fyrirtækið er að stefna og í hvers konar fasa það er. Fyrirtæki í endurskipulagningu geti til að mynda þurft öðruvísi stjórnanda en fyrirtæki í sóknarhug. Breytingar í umhverfi fyrirtækisins vegna tækni, lagaramma eða annarra ástæðna hafi einnig áhrif á ráðninguna.Er munur á hversu algengar hausaveiðar eru eftir því hvort hagkerfið er í uppsveiflu eða niðursveiflu? „Ég hef reyndar bara reynslu af einni uppsveiflu, þeirri síðustu, en mín tilfinning er sú að það gerist mun minna í þessum málum í niðursveiflum. Ekki vegna þess að fyrirtækin þurfi ekki jafn mikið á góðum stjórnendum að halda í niðursveiflu heldur vegna þess að þá ríkir oft meiri óvissa, jafnvel um eignarhald fyrirtækjanna. Ef það er enginn virkur eigandi til staðar þá þýðir að gjarnan að litlar breytingar eru gerðar á stjórnendahópnum á meðan,“ segir Andrés. Birtist í Fréttablaðinu Vinnumarkaður Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Mörg íslensk fyrirtæki hafa gripið til svokallaðra stjórnendaráðninga, sem oft eru kallaðar hausaveiðar, til að finna hæft starfsfólk. Ráðgjafi á þessu sviði segir að hér á landi sé leitað meira til hausaveiðara en áður. Fólk sem sinni verkefnum vel og vaxi í starfi veki fljótt athygli hausaveiðaranna á Íslandi sökum smæðar markaðarins. „Það er óhætt að fullyrða að það sé meira um að leitað sé til hausaveiðara en áður. Það er langoftast gert þegar ráða á forstjóra eða framkvæmdastjóra, jafnvel þó að staðan sé auglýst samhliða. Þá er það oftast stjórnarformaðurinn eða óformleg ráðningarnefnd skipuð einum til þremur stjórnarmönnum sem fær ráðgjafa til liðs við sig og vinnur málið í nánu samstarfi þar sem allir safna ábendingum um mögulega kandídata,“ segir Andrés Jónsson, eigandi Góðra samskipta, sem hefur lengi starfað sem ráðgjafi í almannatengslum og stefnumótun í samskiptamálum. Hann segist hafa byrjað að sinna stjórnendaráðningum árið 2012. „Ég hugsa að áhugi minn á fólki sé helsta ástæðan fyrir því að ég leiddist út í þetta. Ég er mjög forvitinn um fólk og hef mikinn áhuga á hvernig það getur best nýtt eiginleika sína og reynt sig við sífellt stærri áskoranir,“ segir Andrés. „Svo má líka segja að þetta sé bein afleiðing af því að vera ráðgjafi í almannatengslum í 15 ár, en sem slíkur verður maður sjálfkrafa trúnaðarmaður mjög margra forystumanna og -kvenna í atvinnulífinu sem þurfa að taka ákvarðanir um hverja skuli ráða í mikilvæg störf,“ segir Andrés í samtali við Markaðinn. Hausaveiðar (e. headhunting) eru notaðar til að finna gott starfsfólk, oftast stjórnanda, sem er ekki endilega í virkri atvinnuleit. Fyrirtæki leita þá til ráðgjafa sem vinna bak við tjöldin til að finna öflugan einstakling. Andrés segir að hausaveiðarar séu í sumum tilfellum fengnir til að fara út á markaðinn, ýta við einstaklingum og fá þá til að sækja um auglýst störf þar sem önnur ráðningafyrirtæki sjá um ferlið. Stundum með þeirra vitneskju en stundum ekki. Í öðrum tilfellum hafi fyrirtæki augastað á ákveðnum einstaklingum í sama geira en kunni ekki við að nálgast þá beint. Þá sé gott að fá millilið til að annast þau viðkvæmu samskipti.Til hvaða þátta horfa hausaveiðarar í ferlinu? „Það er svona klassískur hausaveiðarafrasi að það sem við erum að leita að séu „tíur“, það er að segja ef þeim sem koma til greina væri raðað á kvarða frá einum og upp í tíu eftir getu og hæfni. Þetta getur samt misskilist. Þetta er ekki skilgreining á einhverjum meintum ofurmennum eða vinnusjúklingum eða einu sinni ákveðinn fasti af fólki. Þetta getur verið mjög breytilegur hópur eftir bæði geira og á ólíkum tímum á starfsferlinum. Þetta er fólk sem á það sameiginlegt að vera mjög framarlega á sínu sviði og komið með ákveðna reynslu úr fyrri störfum sem gerir það á þessum tímapunkti hæft til að leiða ákveðin verkefni,“ segir Andrés. „Eins og Hilmar Hjaltason, sem er líklega þekktasti hausaveiðari landsins, segir þegar hann er spurður hvað sé hægt að gera til að vekja athygli hans, þá er svarið bara að standa sig vel í þeim verkefnum sem þú sinnir hverju sinni og gæta þess að halda áfram að vaxa. Ef þú gerir það þá munum við fljótlega frétta af þér.“ Lykilatriði í ferlinu er að kortleggja markaðinn til að hafa yfirsýn yfir þá sem hafa viðeigandi hæfni og þekkingu. Andrés segist skoða lauslega um 100 til 150 einstaklinga fyrir hvert starf. Sá hópur sé skorinn niður í 30 til 50 manns og síðan niður í 15-20 sem haft er samband við. Um helmingurinn fari í tvö eða þrjú viðtöl, þreyti próf og leysi verkefni. Markmiðið sé að standa uppi með 2-3 einstaklinga sem allir gætu sinnt starfinu vel. „Ferlið þegar verið er að ráða toppforstjóra er í grunninn eins nema að það þarf að gæta betur að því að þetta er söluferli, jafn mikið og þetta er umsóknarferli. Ferlið er þá oft aðeins meira eins og tvíhliða viðræður sem byrja sem óformlegt spjall. Þá má nefna að það er orðið algengara hér á landi að nota ráðningarferli við val á nýjum stjórnarmönnum,“ segir Andrés. „Smæð markaðarins gerir það vissulega að verkum að það er léttara að hafa yfirsýn yfir markaðinn og vita hverjir koma til greina. Það er kannski ein ástæða þess að stjórnendaleit (e. Executive Search) hefur tekið lengri tíma að ryðja sér til rúms hér á landi.“ Þá skiptir máli hvert fyrirtækið er að stefna og í hvers konar fasa það er. Fyrirtæki í endurskipulagningu geti til að mynda þurft öðruvísi stjórnanda en fyrirtæki í sóknarhug. Breytingar í umhverfi fyrirtækisins vegna tækni, lagaramma eða annarra ástæðna hafi einnig áhrif á ráðninguna.Er munur á hversu algengar hausaveiðar eru eftir því hvort hagkerfið er í uppsveiflu eða niðursveiflu? „Ég hef reyndar bara reynslu af einni uppsveiflu, þeirri síðustu, en mín tilfinning er sú að það gerist mun minna í þessum málum í niðursveiflum. Ekki vegna þess að fyrirtækin þurfi ekki jafn mikið á góðum stjórnendum að halda í niðursveiflu heldur vegna þess að þá ríkir oft meiri óvissa, jafnvel um eignarhald fyrirtækjanna. Ef það er enginn virkur eigandi til staðar þá þýðir að gjarnan að litlar breytingar eru gerðar á stjórnendahópnum á meðan,“ segir Andrés.
Birtist í Fréttablaðinu Vinnumarkaður Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira