Bankamenn hafa áhyggjur af veru Íslands á gráum lista Ari Brynjólfsson skrifar 9. október 2019 07:15 Ísland gæti endað á lista FATF yfir áhættusöm þriðju lönd þar sem ríki á borð við Afghanistan, Írak, Jemen og Úganda eru. Fréttablaðið/Pjetur Viðmælendur Fréttablaðsins innan viðskiptabankanna hafa talsverðar áhyggjur af veru Íslands á svokölluðum gráum lista alþjóðlega framkvæmdahópsins FATF. Telja þeir bankana hafa farið í mikla vinnu og gert allt sem í þeirra valdi stendur, einnig gagnvart erlendum bönkum, til að uppfylla kröfur um varnir gegn peningaþvætti. Í skýrslu FATF frá því í fyrra var talið upp 51 atriði sem stæði út af. Fram kemur í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu frá því á sunnudag að sérfræðingahópur FATF telur að enn standi út af sex atriði sem geti leitt til þess að umbætur Íslands varðandi aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka verði ekki taldar fullnægjandi. Ef það verður niðurstaðan fer Ísland á lista yfir svokölluð áhættusöm þriðju lönd þar sem aðgerðaáætlun er í farvegi. Á listanum má finna lönd á borð við Afganistan, Jemen, Írak og Úganda. Hyggjast stjórnvöld kappkosta að það verði aðeins til skamms tíma, þá fram á næsta ár. Hafa bankar nú þegar rætt við erlenda banka sem telja áhrifin óveruleg á núverandi viðskipti, en það gæti aukið flækju við að stofna til nýrra viðskipta ef Ísland er á listanum. Þá sé ótímabært að ræða hvað slíkt gæti á endanum kostað. Stjórnvöld og ráðgjafar þeirra telja möguleg áhrif óveruleg og er talið að veran á listanum hafi hvorki bein áhrif á almenning né fjármálastöðugleika á Íslandi. Fjármálaeftirlitið deilir þeirri skoðun ráðuneytisins að unnið hafi verið vel að því að leysa úr öllum atriðunum. Í bréfi stjórnvalda til bankastjóra viðskiptabankanna sem sent var á fimmtudag í síðustu viku segir að taldar séu verulegar líkur á því að Ísland lendi á listanum. Bankarnir eigi því að búa sig undir þá niðurstöðu og haga undirbúningi sínum í samræmi við það. Unnið sé hins vegar að því á öllum stöðum innan stjórnkerfisins að koma í veg fyrir þessa niðurstöðu. Mælt var fyrir tveimur frumvörpum á Alþingi í gær sem koma eiga til móts við athugasemdir FATF. Er þar annars vegar um að ræða frumvarp sem snýr að sölu haldlagðra kyrrsettra eigna og muna en hins vegar frumvarp um skráningarskyldu félaga til almannaheilla sem starfa yfir landamæri. Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu málsmeðferð ríkisstjórnarinnar og þann mikla flýti sem einkenndi málin. Vonir ríkisstjórnarinnar standa til að frumvörpin verði afgreidd með hraði. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er gert ráð fyrir því að frumvörpin tvö verði að lögum í dag eða á morgun. Birtist í Fréttablaðinu Ísland á gráum lista FATF Íslenskir bankar Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Sjá meira
Viðmælendur Fréttablaðsins innan viðskiptabankanna hafa talsverðar áhyggjur af veru Íslands á svokölluðum gráum lista alþjóðlega framkvæmdahópsins FATF. Telja þeir bankana hafa farið í mikla vinnu og gert allt sem í þeirra valdi stendur, einnig gagnvart erlendum bönkum, til að uppfylla kröfur um varnir gegn peningaþvætti. Í skýrslu FATF frá því í fyrra var talið upp 51 atriði sem stæði út af. Fram kemur í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu frá því á sunnudag að sérfræðingahópur FATF telur að enn standi út af sex atriði sem geti leitt til þess að umbætur Íslands varðandi aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka verði ekki taldar fullnægjandi. Ef það verður niðurstaðan fer Ísland á lista yfir svokölluð áhættusöm þriðju lönd þar sem aðgerðaáætlun er í farvegi. Á listanum má finna lönd á borð við Afganistan, Jemen, Írak og Úganda. Hyggjast stjórnvöld kappkosta að það verði aðeins til skamms tíma, þá fram á næsta ár. Hafa bankar nú þegar rætt við erlenda banka sem telja áhrifin óveruleg á núverandi viðskipti, en það gæti aukið flækju við að stofna til nýrra viðskipta ef Ísland er á listanum. Þá sé ótímabært að ræða hvað slíkt gæti á endanum kostað. Stjórnvöld og ráðgjafar þeirra telja möguleg áhrif óveruleg og er talið að veran á listanum hafi hvorki bein áhrif á almenning né fjármálastöðugleika á Íslandi. Fjármálaeftirlitið deilir þeirri skoðun ráðuneytisins að unnið hafi verið vel að því að leysa úr öllum atriðunum. Í bréfi stjórnvalda til bankastjóra viðskiptabankanna sem sent var á fimmtudag í síðustu viku segir að taldar séu verulegar líkur á því að Ísland lendi á listanum. Bankarnir eigi því að búa sig undir þá niðurstöðu og haga undirbúningi sínum í samræmi við það. Unnið sé hins vegar að því á öllum stöðum innan stjórnkerfisins að koma í veg fyrir þessa niðurstöðu. Mælt var fyrir tveimur frumvörpum á Alþingi í gær sem koma eiga til móts við athugasemdir FATF. Er þar annars vegar um að ræða frumvarp sem snýr að sölu haldlagðra kyrrsettra eigna og muna en hins vegar frumvarp um skráningarskyldu félaga til almannaheilla sem starfa yfir landamæri. Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu málsmeðferð ríkisstjórnarinnar og þann mikla flýti sem einkenndi málin. Vonir ríkisstjórnarinnar standa til að frumvörpin verði afgreidd með hraði. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er gert ráð fyrir því að frumvörpin tvö verði að lögum í dag eða á morgun.
Birtist í Fréttablaðinu Ísland á gráum lista FATF Íslenskir bankar Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Sjá meira