Kolfinna fær alltaf góð ráð frá frænkunni sem hefur unnið keppnina Stefán Árni Pálsson skrifar 9. október 2019 15:30 Kolfinna mætti í Brennsluna í morgun. „Ég fór bara að gráta,“ segir Kolfinna Mist Austfjörð í Brennslunni á FM957 í morgun þegar hún fékk þær fréttir að hún væri að fara taka þátt í fegurðarsamkeppninni Miss World en í gær var tilkynnt hvaða kona myndi koma fram fyrir Íslands hönd í London núna í desember. Linda Pétursdóttir umboðsaðili Miss World á Íslandi valdi Kolfinnu en þær eru frænkur. Kolfinna Mist er fædd og uppalin á Akureyri og er 23 ára gömul. Kolfinna er tónlistarkona, syngur og spilar á gítar. Kolfinna tók einnig þátt í Miss Universe Iceland í lok ágúst. „Þú færð að vera úti í heimi á risasviði sem fulltrúi landsins þíns. Þetta verður bara geðveikt og ég er mjög spennt.“ Eins og áður segir fer keppnin fram í London. „Þetta hefur verið áður í Kína og á rosalega framandi stöðum en ég er búin að fara til London svona fimm hundruð sinnum en ég elska London,“ segir Kolfinna og bætir við að það sé gott að tímamismunurinn sé lítill og að fjölskyldan geti nokkuð auðveldlega komið út og stutt við bakið á henni. „Það eru miklu fleiri af mínum vinum og fjölskyldu að íhuga að koma. Miss World er þannig keppni að það er lögð mest áhersla á góðgerðarverkefni og það þurfa allar stelpurnar að koma fram með einhver góðgerðaverkefni. Ég er búin að vinna í mínu í næstum því ár núna og það heitir Now Not Later. Það er til að hjálpa aðstandendum krabbameinssjúklinga en kærastinn minn er með heilaæxli og það var þannig sem það kom til.“ Magnús kærasti Kolfinnu þurfti að fara í heilaskurðaðgerð og síðan í 12 mánaða lyfjameðferð og því stendur málefnið henni nærri.Getur vonandi komið út í nokkra daga „Hann langar að koma með mér út nokkrum dögum fyrr og vera aðeins með mér fyrir keppni. Svo þegar allar stelpurnar tékka sig inn á hótelið þá erum við bara eign Miss World og eru alveg á þeirra ábyrgð. Því er ekkert vinsælt að maður fái margar heimsóknir.“ „Hún er sú sem er að undirbúa mig fyrir þetta og ég fæ að spyrja hana um hvað sem er. Hún var klukkan fjögur í nótt í Kanada að senda mér fullt fyrir viðtal,“ segir Kolfinna um frænku sína Lindu P sem vann þessa keppni eftirminnilega á sínum tíma. Hún segist finna fyrir pressu. „Við eigum þrjá sigurvegara í þessari keppni svo það er töluverð pressa. Við erum held ég númer þrjú í heiminum yfir þeir þjóðir sem hafa unnið þetta oftast. Svo þarf ég að tala á sviði sem mér finnst ekkert mega þægilegt enn þá,“ segir Kolfinna sem þarf einnig að taka þátt í hæfileikakeppni en hún mun þá taka upp gítarinn og spila fyrir salinn og sjónvarpsáhorfendur. Hér að neðan má hlusta á viðtalið. Brennslan Tengdar fréttir Kolfinna Mist Austfjörð verður fulltrúi Íslands í Miss World Linda Pétursdóttir umboðsaðili Miss World á Íslandi hefur valið þátttakanda sem keppir fyrir Íslands hönd í Miss World. 8. október 2019 09:13 Svona var Miss Universe Iceland valin Birta Abiba stóð uppi sem sigurvegari. 1. september 2019 22:35 Fer eiginlega aldrei hjá sér Kolfinna Austfjörð tekur þátt í Miss Universe Iceland 2019. Kolfinna er frá Akureyri og er nýlega flutt heim frá Noregi þar sem hún hefur búið undanfarin ár. 15. ágúst 2019 13:30 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira
„Ég fór bara að gráta,“ segir Kolfinna Mist Austfjörð í Brennslunni á FM957 í morgun þegar hún fékk þær fréttir að hún væri að fara taka þátt í fegurðarsamkeppninni Miss World en í gær var tilkynnt hvaða kona myndi koma fram fyrir Íslands hönd í London núna í desember. Linda Pétursdóttir umboðsaðili Miss World á Íslandi valdi Kolfinnu en þær eru frænkur. Kolfinna Mist er fædd og uppalin á Akureyri og er 23 ára gömul. Kolfinna er tónlistarkona, syngur og spilar á gítar. Kolfinna tók einnig þátt í Miss Universe Iceland í lok ágúst. „Þú færð að vera úti í heimi á risasviði sem fulltrúi landsins þíns. Þetta verður bara geðveikt og ég er mjög spennt.“ Eins og áður segir fer keppnin fram í London. „Þetta hefur verið áður í Kína og á rosalega framandi stöðum en ég er búin að fara til London svona fimm hundruð sinnum en ég elska London,“ segir Kolfinna og bætir við að það sé gott að tímamismunurinn sé lítill og að fjölskyldan geti nokkuð auðveldlega komið út og stutt við bakið á henni. „Það eru miklu fleiri af mínum vinum og fjölskyldu að íhuga að koma. Miss World er þannig keppni að það er lögð mest áhersla á góðgerðarverkefni og það þurfa allar stelpurnar að koma fram með einhver góðgerðaverkefni. Ég er búin að vinna í mínu í næstum því ár núna og það heitir Now Not Later. Það er til að hjálpa aðstandendum krabbameinssjúklinga en kærastinn minn er með heilaæxli og það var þannig sem það kom til.“ Magnús kærasti Kolfinnu þurfti að fara í heilaskurðaðgerð og síðan í 12 mánaða lyfjameðferð og því stendur málefnið henni nærri.Getur vonandi komið út í nokkra daga „Hann langar að koma með mér út nokkrum dögum fyrr og vera aðeins með mér fyrir keppni. Svo þegar allar stelpurnar tékka sig inn á hótelið þá erum við bara eign Miss World og eru alveg á þeirra ábyrgð. Því er ekkert vinsælt að maður fái margar heimsóknir.“ „Hún er sú sem er að undirbúa mig fyrir þetta og ég fæ að spyrja hana um hvað sem er. Hún var klukkan fjögur í nótt í Kanada að senda mér fullt fyrir viðtal,“ segir Kolfinna um frænku sína Lindu P sem vann þessa keppni eftirminnilega á sínum tíma. Hún segist finna fyrir pressu. „Við eigum þrjá sigurvegara í þessari keppni svo það er töluverð pressa. Við erum held ég númer þrjú í heiminum yfir þeir þjóðir sem hafa unnið þetta oftast. Svo þarf ég að tala á sviði sem mér finnst ekkert mega þægilegt enn þá,“ segir Kolfinna sem þarf einnig að taka þátt í hæfileikakeppni en hún mun þá taka upp gítarinn og spila fyrir salinn og sjónvarpsáhorfendur. Hér að neðan má hlusta á viðtalið.
Brennslan Tengdar fréttir Kolfinna Mist Austfjörð verður fulltrúi Íslands í Miss World Linda Pétursdóttir umboðsaðili Miss World á Íslandi hefur valið þátttakanda sem keppir fyrir Íslands hönd í Miss World. 8. október 2019 09:13 Svona var Miss Universe Iceland valin Birta Abiba stóð uppi sem sigurvegari. 1. september 2019 22:35 Fer eiginlega aldrei hjá sér Kolfinna Austfjörð tekur þátt í Miss Universe Iceland 2019. Kolfinna er frá Akureyri og er nýlega flutt heim frá Noregi þar sem hún hefur búið undanfarin ár. 15. ágúst 2019 13:30 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira
Kolfinna Mist Austfjörð verður fulltrúi Íslands í Miss World Linda Pétursdóttir umboðsaðili Miss World á Íslandi hefur valið þátttakanda sem keppir fyrir Íslands hönd í Miss World. 8. október 2019 09:13
Fer eiginlega aldrei hjá sér Kolfinna Austfjörð tekur þátt í Miss Universe Iceland 2019. Kolfinna er frá Akureyri og er nýlega flutt heim frá Noregi þar sem hún hefur búið undanfarin ár. 15. ágúst 2019 13:30