Hvorki Viðar Örn Kjartansson né félagar hans í Rubin Kazan fundu leiðina í markið í rússnesku deildinni í dag en Rubin Kazan gerði þá markalaust jafntefli á útivelli á móti Krylya Sovetov.
Viðar Örn Kjartansson spilaði allan tímann en hann var einn upp á topp í leikkerfinu 4-5-1.
Viðar hefur ekki skorað deildarmark fyrir Rubin Kazan síðan 29. júlí eða í meira en þrjá mánuði en þetta var ellefti markalausi leikurinn hans í röð í rússnesku deildinni.
Rubin Kazan er áfram í 11. sæti rússnesku deildarinnar með 17 stig en með sigri hefði liðið hoppað upp í sjötta sæti.
Vandamál liðsins liggur aðallega að skora mörk en liðið er samtals með aðeins átta mörk í fimmtán deildarleikjum á tímabilinu og hefur ekkert lið í deildinni skorað svo fá mörk.
Þetta var þriðja markalausa jafntefli liðsins í röð og ennfremur það fjórða í síðustu fimm leikjum.
Viðar Örn hefur ekki skorað í meira en þrjá mánuði
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


„Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“
Íslenski boltinn

Hafa verið þrettán ár af lygum
Enski boltinn

Eiginkona Michael Schumacher í áfalli
Formúla 1

Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig
Íslenski boltinn

Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið
Íslenski boltinn


Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum
Íslenski boltinn


Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park
Enski boltinn