Boðað varaflugvallagjald sagt ólöglegt Garðar Örn Úlfarsson skrifar 4. nóvember 2019 07:15 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Hann segir áform um varaflugvallagjöld ólögleg og varhugaverð og brjóta gegn EES-samningi. Vísir/vilhelm Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, gagnrýnir harðlega áform í drögum að samgönguáætlun næstu fimmtán ára um „hóflegt þjónustugjald“ sem renna eigi til uppbyggingar á innviðum varaflugvalla. „Icelandair Group telur þau áform sem þarna er lýst mjög varhugaverð og mótmælir harðlega að lagt verði varaflugvallagjald á flugrekendur sem virðast þá bæði eiga að fjármagna þá nauðsynlegu uppbyggingu sem þarf að fara í til þess að tryggja að varaflugvellir fyrir Keflavíkurflugvöll uppfylli þær öryggiskröfur sem nauðsynlegar eru fyrir slíka flugvelli sem og rekstur annarra alþjóðaflugvalla en Keflavíkurflugvallar,“ segir í umsögn forstjóra Icelandair til Alþingis. Segir Bogi varaflugvallagjald ólögmætt og hvorki samrýmast EES-samningnum né leiðbeiningarreglum Alþjóðaflugmálastofnunar. Vísar hann til þess að slíkt gjald hafi áður verið lagt á en afnumið eftir athugasemdir frá ESA því það hafi brotið í bága við EES-samninginn. „Ekki fæst betur séð en að tillaga sú er kemur fram í drögum að samgönguáætlun sé algjörlega hliðstæð þeirri gjaldtöku sem ESA hefur áður talið fara í bága við EES-samning-inn,“ segir Bogi sem kveður gjaldið mundu skaða samkeppnishæfni Icelandair og annarra íslenskra flugrekenda á markaðnum fyrir flug milli Evrópu og Norður-Ameríku. Enn fremur segir Bogi að ekki sé rétt að blanda saman því sem tengist uppbyggingu vegna varaflug-vallarhlutverks fyrir alþjóðaflug annars vegar og hins vegar uppbyggingu flugstöðvar á Egilsstöðum og innviða tengdum ferðaþjónustu. „Annað þeirra er flugöryggislegt verkefni fyrir Keflavíkurflugvöll og hitt er byggðaþróunarverkefni sem er alls ótengt flugi um Keflavíkurflugvöll,“ segir í umsögn Boga. Tekið er í svipaðan streng í umsögn frá Karli Alvarssyni, lögmanni Isavia, fyrir hönd félagsins. „Isavia lýsir áhyggjum af því með hvaða hætti drögin að flugstefnunni gera ekki greinarmun á almenningssamgöngum sem ætlað er að styrkja byggðir landsins og fjármögnun þeirra annars vegar og reksturs Keflavíkurflugvallar sem rekinn er á sjálfbæran hátt í miklu samkeppnisumhverfi hins vegar.“ Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Samgönguráðherra segir nauðsynlegt að byggja upp varaflugvelli í takti við Keflavíkurflugvöll Samgönguráðherra segir að fjármunir sem komi inn vegna rekstrar Keflavíkurflugvallar hljóti einnig að nýtast við uppbyggingu varaflugvalla. Breyttar áherslur muni sjást í samgönguáætlun eftir nokkrar vikur. 2. nóvember 2019 19:00 Vilja skýr svör um framtíð Akureyrarflugvallar Ferðaþjónustan á Norðurlandi vill fá skýr svör um það hvort til standi að byggja upp Akureyrarflugvöll sem millilandaflugvöll eða ekki. Stór ráðstefna um millilandaflug á Norðurlandi verður haldin á Akureyri í dag. 15. október 2019 12:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Sigurður hafi mögulega fengið sig fullsaddan Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Fleiri fréttir Sigurður hafi mögulega fengið sig fullsaddan Brauðtertur til umræðu á haustfundi Landsvirkjunar Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Fjörutíu milljóna sekt Sjúkratrygginga og hrekkjavökupartí aldarinnar Litlaus regnbogi yfir borginni í dag „Auðvitað er ég að vísa í þá flokka sem stjórna hjá borginni“ Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Sjá meira
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, gagnrýnir harðlega áform í drögum að samgönguáætlun næstu fimmtán ára um „hóflegt þjónustugjald“ sem renna eigi til uppbyggingar á innviðum varaflugvalla. „Icelandair Group telur þau áform sem þarna er lýst mjög varhugaverð og mótmælir harðlega að lagt verði varaflugvallagjald á flugrekendur sem virðast þá bæði eiga að fjármagna þá nauðsynlegu uppbyggingu sem þarf að fara í til þess að tryggja að varaflugvellir fyrir Keflavíkurflugvöll uppfylli þær öryggiskröfur sem nauðsynlegar eru fyrir slíka flugvelli sem og rekstur annarra alþjóðaflugvalla en Keflavíkurflugvallar,“ segir í umsögn forstjóra Icelandair til Alþingis. Segir Bogi varaflugvallagjald ólögmætt og hvorki samrýmast EES-samningnum né leiðbeiningarreglum Alþjóðaflugmálastofnunar. Vísar hann til þess að slíkt gjald hafi áður verið lagt á en afnumið eftir athugasemdir frá ESA því það hafi brotið í bága við EES-samninginn. „Ekki fæst betur séð en að tillaga sú er kemur fram í drögum að samgönguáætlun sé algjörlega hliðstæð þeirri gjaldtöku sem ESA hefur áður talið fara í bága við EES-samning-inn,“ segir Bogi sem kveður gjaldið mundu skaða samkeppnishæfni Icelandair og annarra íslenskra flugrekenda á markaðnum fyrir flug milli Evrópu og Norður-Ameríku. Enn fremur segir Bogi að ekki sé rétt að blanda saman því sem tengist uppbyggingu vegna varaflug-vallarhlutverks fyrir alþjóðaflug annars vegar og hins vegar uppbyggingu flugstöðvar á Egilsstöðum og innviða tengdum ferðaþjónustu. „Annað þeirra er flugöryggislegt verkefni fyrir Keflavíkurflugvöll og hitt er byggðaþróunarverkefni sem er alls ótengt flugi um Keflavíkurflugvöll,“ segir í umsögn Boga. Tekið er í svipaðan streng í umsögn frá Karli Alvarssyni, lögmanni Isavia, fyrir hönd félagsins. „Isavia lýsir áhyggjum af því með hvaða hætti drögin að flugstefnunni gera ekki greinarmun á almenningssamgöngum sem ætlað er að styrkja byggðir landsins og fjármögnun þeirra annars vegar og reksturs Keflavíkurflugvallar sem rekinn er á sjálfbæran hátt í miklu samkeppnisumhverfi hins vegar.“
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Samgönguráðherra segir nauðsynlegt að byggja upp varaflugvelli í takti við Keflavíkurflugvöll Samgönguráðherra segir að fjármunir sem komi inn vegna rekstrar Keflavíkurflugvallar hljóti einnig að nýtast við uppbyggingu varaflugvalla. Breyttar áherslur muni sjást í samgönguáætlun eftir nokkrar vikur. 2. nóvember 2019 19:00 Vilja skýr svör um framtíð Akureyrarflugvallar Ferðaþjónustan á Norðurlandi vill fá skýr svör um það hvort til standi að byggja upp Akureyrarflugvöll sem millilandaflugvöll eða ekki. Stór ráðstefna um millilandaflug á Norðurlandi verður haldin á Akureyri í dag. 15. október 2019 12:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Sigurður hafi mögulega fengið sig fullsaddan Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Fleiri fréttir Sigurður hafi mögulega fengið sig fullsaddan Brauðtertur til umræðu á haustfundi Landsvirkjunar Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Fjörutíu milljóna sekt Sjúkratrygginga og hrekkjavökupartí aldarinnar Litlaus regnbogi yfir borginni í dag „Auðvitað er ég að vísa í þá flokka sem stjórna hjá borginni“ Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Sjá meira
Samgönguráðherra segir nauðsynlegt að byggja upp varaflugvelli í takti við Keflavíkurflugvöll Samgönguráðherra segir að fjármunir sem komi inn vegna rekstrar Keflavíkurflugvallar hljóti einnig að nýtast við uppbyggingu varaflugvalla. Breyttar áherslur muni sjást í samgönguáætlun eftir nokkrar vikur. 2. nóvember 2019 19:00
Vilja skýr svör um framtíð Akureyrarflugvallar Ferðaþjónustan á Norðurlandi vill fá skýr svör um það hvort til standi að byggja upp Akureyrarflugvöll sem millilandaflugvöll eða ekki. Stór ráðstefna um millilandaflug á Norðurlandi verður haldin á Akureyri í dag. 15. október 2019 12:15