Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Keflavík 99-83 | Sjöundi sigur Stjörnunnar í röð Árni Jóhannsson skrifar 27. janúar 2019 22:30 Ægir Þór Steinarsson. Vísir/Bára Leikur Stjörnunnar og Keflavíkur í 15. umferð Dominos-deildar karla í körfuknattleik í kvöld var hörkuleiku eins og búist var við fyrir. Eftir góða byrjun gestanna, sem skoruðu fyrstu sex stigin, þá náðu heimamenn völdum á leiknum og létu þau ekki af hendi nema í nokkur andartök þegar Keflavík komst á spretti. Góður varnarleikur og barátta skilaði sigrinum í kvöld en þeir héldu gestunum í 13 stigum í fyrsta leikhluta og setti það tóninni fyrir restina af leiknum. Í háfleik var munurinn 10 stig 49-39 en Keflvíkingar komu af krafti út í seinni hálfleik og náðu oft á tíðum að komast nálægt heimamönnum en þeir eiga mikið af gæðum í leikmannahópi sínum sem svaraði sprettum Keflvíkinga með varnarstoppum og góum körfum í kjölfarið. Í fjórða leikhluta náðu Stjörnumenn að halda gestunum þægilega langt frá sér eins og lungan úr leiknum og sigldu leiknum heim og 16 stiga sigri sem var sanngjarn. Undir lok leiksins var Gunnari Ólafss. vísað í sturtu en hann braut óíþróttamannslega af sér og hefur síðan sagt eitthvað sem móðgaði dómarana og hann fékk tæknivillu og þar með brottvísun.Afhverju vann Stjarnan?Þeir nýttu sína styrkleika betur en Keflvíkingar náðu að nýta sína. Stjörnumenn voru mjög góðir í að stoppa og klippa á styrkleika gestanna sem áttu í töluverðum vandræðum í sóknarleik sínum og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Það eru frábærir varnarmenn í liði Stjörnunnar og mjög oft gerðist það að þeir stálu boltanum eða hindruðu Keflvíkinga í að koma boltanum á þá staði sem þeim finnst gott að hafa hann. Góð barátta var líka í þeim allan leikinn og það skilaði sigrinum og sá til þess að hann var eins stór og raun ber vitni.Bestu menn vallarins?Brandon Rozzell var langbesti maður vallarins þó að margir í Stjörnunni lögð lóð sín á vogarskálarnar. Rozzell skoraði 32 stig, gaf 6 stoðsendingar, sendi niður 6 þrista í ellefu tilraunum og stal boltanum þrisvar sem gefur honum 31 í framlagsstig. Næst kom Antti Kanervo í stigaskori en hann skilaði 19 stigum. Hjá Keflavík voru Mindaugas Kacinas stigahæstur með 30 stig og 10 fráköst og Mike Craion með 22 stig og 9 fráköst. Þeim vantaði hinsvegar framlag frá fleiri leikmönnum til að gera leikinn spennandi í kvöld.Hvað gekk illa?Eins vel og Stjörnunni gekk vel í vörninni þá gerði það að verkum að Keflvíkingum gekk illa í sókninni. Tapaðir boltar voru 19 talsins og náðu Stjörnumenn að skora 21 stig í kjölfarið og telur það helling í leikjum sem þessum sem hafa alla burði til að vera spennandi.Hvað næst?Stjörnumenn hafa hrifsað til sín innbyrðisviðureignina á móti Keflavík og líta mjög vel út. Þeir munu setja pressu á Njarðvík og Tindastól sem eru í sætunum fyrir ofan þá en Stjarnan er kominn í 22 stig. Tveimur stigum frá Tindastól sem er í öðru sæti. Stjörnumenn fara næst í Þorlákshöfn en þar mætast þá heitustu liðin þessa stundina. Keflvíkingar fá ÍR-inga í heimsókn og þurfa nauðsynlega að ná í sigur en þeir hafa tapað fjórum af seinustu fimm leikjum sínum og eru komnir í fimmta sæti en eygja vonina um að vera með heimavallarrétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.Sverrir: Þurfum að fá stíganda í okkar leik„Fyrir utan kannski byrjunina þá erum við fyrir aftan þá allan leikinn en eigum alveg séns í lok leiksins en vinnum illa úr okkar hlutum“, sagði Sverrir Þór Sverrisson þjálfari Keflavíkur eftir tap sinna manna á móti Stjörnunni í kvöld. „Við erum að tapa boltanum klaufalega og missa þá of oft í galopin skot, hluti sem við ætluðum að gera miklu betur og allt öðruvísi. Þeir eru með leikmenn innan sinna raða sem eru bestu skyttur deildarinnar og þegar við erum að komast nálægt þeim þá tölum við ekki saman í vörninni og á skrínum og gerum þetta erfitt fyrir okkur“. Staðan í deildinni var því næst til umræðu en Sverrir hefur áhyggjur af einbeitingu sinna manna. „Ég hef ekki áhyggjur af stöðunni í deildinni kannski en hlutirnir sem þarf að laga hjá okkur það er að menn séu einbeittari. Menn eru að klikka á einhverju svona auðveldum atriðum sem við höfum rætt og skiptumst á að klikka á þessum hlutum og á meðað erum við að missa lið eins og Stjörnuna of langt frá okkur. Við vorum að fá mikið frá Mike og Mindaugas en þurfum að hitta betur fyrir utan og fá framlag frá fullt af mönnum sem kom ekki í kvöld“. „Við höldum áfram að vinna í okkar leik en það þarf að fara að koma virkilega mikill stígandi í okkar leik sem heldur svo áfram út tímabilið. Við erum of gloppóttir. Við komum úr hörkuleik og svo næst þá erum við alveg út á túni og engin samskipti. Það er það sem ég hef áhyggjur af en ef við verðum ekki með heimavallarrétt þá er það bara þannig og við förum þá leið. Við þurfum að bæta okkur.Arnar: Erum komnir með gott jafnvægi. Þjálfari Stjörnunnar var mjög ánægður með sína menn í kvöld. „Mjög góður sigur hjá okkur í kvöld erum núna með innbyrðis á Keflavík og erum í góðum málum með að klára í topp fjórum pottþétt“. Það sem skilaði sigrinum í kvöld var baráttan að mati Arnars ásamt góðri vörn á hraðaupphlaup gestanna. „Við vorum góðir í fyrsta leikhluta og aðallega skipti það máli að stoppa hraðaupphlaupin hjá þeim í þriðja leikhluta. Þeir skoruðu 12 eða 14 stig svoleiðis í fyrri en ekki nema fimm í þeim seinni. Við áttum í bullandi vandræðum með þá í hraðaupphlaupunum.“ Það er líklegast gott að hafa menn eins og Rozzell og Kanervo sem alltaf geta náð í körfur en Arnar var mjög ánægður með allt sitt lið í kvöld. „Rozzell tók kannski tvö skot sem voru ekki gáfuleg en við tölum um það bara. Stundum þarf að leyfa honum. Við erum komnir með ágætis jafnvægi núna. Tökum mikið af þristum þar sem við erum með góðar skyttur og svo erum við líka með leikmenn sem koma af bekknum og geta sett hann. Heilt yfir er ég mjög ánægður með hvað margir leggja á vogaskálarnar í dag. Ekki bara í stigaskori heldur heilt yfir þá gefur bekkurinn okkar breidd og við erum í góðum málum“. Dominos-deild karla
Leikur Stjörnunnar og Keflavíkur í 15. umferð Dominos-deildar karla í körfuknattleik í kvöld var hörkuleiku eins og búist var við fyrir. Eftir góða byrjun gestanna, sem skoruðu fyrstu sex stigin, þá náðu heimamenn völdum á leiknum og létu þau ekki af hendi nema í nokkur andartök þegar Keflavík komst á spretti. Góður varnarleikur og barátta skilaði sigrinum í kvöld en þeir héldu gestunum í 13 stigum í fyrsta leikhluta og setti það tóninni fyrir restina af leiknum. Í háfleik var munurinn 10 stig 49-39 en Keflvíkingar komu af krafti út í seinni hálfleik og náðu oft á tíðum að komast nálægt heimamönnum en þeir eiga mikið af gæðum í leikmannahópi sínum sem svaraði sprettum Keflvíkinga með varnarstoppum og góum körfum í kjölfarið. Í fjórða leikhluta náðu Stjörnumenn að halda gestunum þægilega langt frá sér eins og lungan úr leiknum og sigldu leiknum heim og 16 stiga sigri sem var sanngjarn. Undir lok leiksins var Gunnari Ólafss. vísað í sturtu en hann braut óíþróttamannslega af sér og hefur síðan sagt eitthvað sem móðgaði dómarana og hann fékk tæknivillu og þar með brottvísun.Afhverju vann Stjarnan?Þeir nýttu sína styrkleika betur en Keflvíkingar náðu að nýta sína. Stjörnumenn voru mjög góðir í að stoppa og klippa á styrkleika gestanna sem áttu í töluverðum vandræðum í sóknarleik sínum og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Það eru frábærir varnarmenn í liði Stjörnunnar og mjög oft gerðist það að þeir stálu boltanum eða hindruðu Keflvíkinga í að koma boltanum á þá staði sem þeim finnst gott að hafa hann. Góð barátta var líka í þeim allan leikinn og það skilaði sigrinum og sá til þess að hann var eins stór og raun ber vitni.Bestu menn vallarins?Brandon Rozzell var langbesti maður vallarins þó að margir í Stjörnunni lögð lóð sín á vogarskálarnar. Rozzell skoraði 32 stig, gaf 6 stoðsendingar, sendi niður 6 þrista í ellefu tilraunum og stal boltanum þrisvar sem gefur honum 31 í framlagsstig. Næst kom Antti Kanervo í stigaskori en hann skilaði 19 stigum. Hjá Keflavík voru Mindaugas Kacinas stigahæstur með 30 stig og 10 fráköst og Mike Craion með 22 stig og 9 fráköst. Þeim vantaði hinsvegar framlag frá fleiri leikmönnum til að gera leikinn spennandi í kvöld.Hvað gekk illa?Eins vel og Stjörnunni gekk vel í vörninni þá gerði það að verkum að Keflvíkingum gekk illa í sókninni. Tapaðir boltar voru 19 talsins og náðu Stjörnumenn að skora 21 stig í kjölfarið og telur það helling í leikjum sem þessum sem hafa alla burði til að vera spennandi.Hvað næst?Stjörnumenn hafa hrifsað til sín innbyrðisviðureignina á móti Keflavík og líta mjög vel út. Þeir munu setja pressu á Njarðvík og Tindastól sem eru í sætunum fyrir ofan þá en Stjarnan er kominn í 22 stig. Tveimur stigum frá Tindastól sem er í öðru sæti. Stjörnumenn fara næst í Þorlákshöfn en þar mætast þá heitustu liðin þessa stundina. Keflvíkingar fá ÍR-inga í heimsókn og þurfa nauðsynlega að ná í sigur en þeir hafa tapað fjórum af seinustu fimm leikjum sínum og eru komnir í fimmta sæti en eygja vonina um að vera með heimavallarrétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.Sverrir: Þurfum að fá stíganda í okkar leik„Fyrir utan kannski byrjunina þá erum við fyrir aftan þá allan leikinn en eigum alveg séns í lok leiksins en vinnum illa úr okkar hlutum“, sagði Sverrir Þór Sverrisson þjálfari Keflavíkur eftir tap sinna manna á móti Stjörnunni í kvöld. „Við erum að tapa boltanum klaufalega og missa þá of oft í galopin skot, hluti sem við ætluðum að gera miklu betur og allt öðruvísi. Þeir eru með leikmenn innan sinna raða sem eru bestu skyttur deildarinnar og þegar við erum að komast nálægt þeim þá tölum við ekki saman í vörninni og á skrínum og gerum þetta erfitt fyrir okkur“. Staðan í deildinni var því næst til umræðu en Sverrir hefur áhyggjur af einbeitingu sinna manna. „Ég hef ekki áhyggjur af stöðunni í deildinni kannski en hlutirnir sem þarf að laga hjá okkur það er að menn séu einbeittari. Menn eru að klikka á einhverju svona auðveldum atriðum sem við höfum rætt og skiptumst á að klikka á þessum hlutum og á meðað erum við að missa lið eins og Stjörnuna of langt frá okkur. Við vorum að fá mikið frá Mike og Mindaugas en þurfum að hitta betur fyrir utan og fá framlag frá fullt af mönnum sem kom ekki í kvöld“. „Við höldum áfram að vinna í okkar leik en það þarf að fara að koma virkilega mikill stígandi í okkar leik sem heldur svo áfram út tímabilið. Við erum of gloppóttir. Við komum úr hörkuleik og svo næst þá erum við alveg út á túni og engin samskipti. Það er það sem ég hef áhyggjur af en ef við verðum ekki með heimavallarrétt þá er það bara þannig og við förum þá leið. Við þurfum að bæta okkur.Arnar: Erum komnir með gott jafnvægi. Þjálfari Stjörnunnar var mjög ánægður með sína menn í kvöld. „Mjög góður sigur hjá okkur í kvöld erum núna með innbyrðis á Keflavík og erum í góðum málum með að klára í topp fjórum pottþétt“. Það sem skilaði sigrinum í kvöld var baráttan að mati Arnars ásamt góðri vörn á hraðaupphlaup gestanna. „Við vorum góðir í fyrsta leikhluta og aðallega skipti það máli að stoppa hraðaupphlaupin hjá þeim í þriðja leikhluta. Þeir skoruðu 12 eða 14 stig svoleiðis í fyrri en ekki nema fimm í þeim seinni. Við áttum í bullandi vandræðum með þá í hraðaupphlaupunum.“ Það er líklegast gott að hafa menn eins og Rozzell og Kanervo sem alltaf geta náð í körfur en Arnar var mjög ánægður með allt sitt lið í kvöld. „Rozzell tók kannski tvö skot sem voru ekki gáfuleg en við tölum um það bara. Stundum þarf að leyfa honum. Við erum komnir með ágætis jafnvægi núna. Tökum mikið af þristum þar sem við erum með góðar skyttur og svo erum við líka með leikmenn sem koma af bekknum og geta sett hann. Heilt yfir er ég mjög ánægður með hvað margir leggja á vogaskálarnar í dag. Ekki bara í stigaskori heldur heilt yfir þá gefur bekkurinn okkar breidd og við erum í góðum málum“.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti