Geymdi bækurnar í Bónus í áratug Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. janúar 2019 16:10 Þegar Illugi gerði sér ferð í Bónus á dögunum rann það upp fyrir honum að bókakassarnir voru fleiri en hann minnti. Illugi Jökulsson Fyrir áratug var heimili Illuga Jökulssonar rithöfundar að „drukkna“ í bókum. Eftir að hann grisjaði tilkomumikið bókasafn sitt gat hann þó ekki hugsað sér með neinu móti að henda bókunum. Illugi segir frá þessu á Facebook síðu sinni. Árið 2009 voru landsmenn að kljást við efnahagshrunið og Illugi gat ekki leyft sér að leigja geymslu undir bækurnar. Jóhannes Jónsson, heitinn, betur þekktur sem Jóhannes í Bónus, var á þessum tíma nýbúinn að opna Bónusverslun við Hallveigarstíg og brá Illugi á það ráð að spyrja Jóhannes hvort hann hefði aukapláss undir bækurnar sínar. Jóhannes varð við ósk Illuga og með hjálp húsvarðarins fékk Illugi að setja bókakassa í geymslu í kjallara hússins. Þar hafa bækurnar verið í áratug en sökum þess að verslunin Bónus lokar við Hallveigarstíg þurfti Illugi að sækja bókakassana sína. „Þær reyndust vera aðeins fleiri en mig minnti,“ skrifar Illugi. Aðspurður hvað hann hyggist gera við bækurnar segist Illugi þurfa að grisja safnið sitt enn á ný og koma hluta þeirra á góð heimili. Hann er þó viss um að hann muni finna ýmis „grundvallarrit“ eins og hann kemst sjálfur að orði enda mikill vinur bókarinnar. Þegar Illugi er spurður hvort hann eigi jafnvel enn stærra safn heima hjá sér svarar hann því til að honum hafi tekist að halda aftur að sér síðan þá.Hefur eitthvað, síðan þá, komið í stað bókarinnar?„Það mun aldrei neitt koma í stað bókarinnar,“ svarar Illugi fullur sannfæringar. Bókmenntir Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Fyrir áratug var heimili Illuga Jökulssonar rithöfundar að „drukkna“ í bókum. Eftir að hann grisjaði tilkomumikið bókasafn sitt gat hann þó ekki hugsað sér með neinu móti að henda bókunum. Illugi segir frá þessu á Facebook síðu sinni. Árið 2009 voru landsmenn að kljást við efnahagshrunið og Illugi gat ekki leyft sér að leigja geymslu undir bækurnar. Jóhannes Jónsson, heitinn, betur þekktur sem Jóhannes í Bónus, var á þessum tíma nýbúinn að opna Bónusverslun við Hallveigarstíg og brá Illugi á það ráð að spyrja Jóhannes hvort hann hefði aukapláss undir bækurnar sínar. Jóhannes varð við ósk Illuga og með hjálp húsvarðarins fékk Illugi að setja bókakassa í geymslu í kjallara hússins. Þar hafa bækurnar verið í áratug en sökum þess að verslunin Bónus lokar við Hallveigarstíg þurfti Illugi að sækja bókakassana sína. „Þær reyndust vera aðeins fleiri en mig minnti,“ skrifar Illugi. Aðspurður hvað hann hyggist gera við bækurnar segist Illugi þurfa að grisja safnið sitt enn á ný og koma hluta þeirra á góð heimili. Hann er þó viss um að hann muni finna ýmis „grundvallarrit“ eins og hann kemst sjálfur að orði enda mikill vinur bókarinnar. Þegar Illugi er spurður hvort hann eigi jafnvel enn stærra safn heima hjá sér svarar hann því til að honum hafi tekist að halda aftur að sér síðan þá.Hefur eitthvað, síðan þá, komið í stað bókarinnar?„Það mun aldrei neitt koma í stað bókarinnar,“ svarar Illugi fullur sannfæringar.
Bókmenntir Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira