Ummæli Trumps sögð ganga í berhögg við hans eigin orð Eiður Þór Árnason skrifar 27. nóvember 2019 23:55 Trump virðist vera mjög ánægður með störf lögmanns síns. AP/Patrick Semansky Donald Trump Bandaríkjaforseti neitaði því í gær að hafa beðið Rudy Giuliani, persónulegan lögmann sinn, um að aðhafast í málefnum Úkraínu í þeim tilgangi að ýta á eftir rannsóknum þar í landi fyrir sína hönd. Athygli vekur að þessi nýjasta fullyrðing Trumps er í mótsögn við það sem hann sagði í frægu símtali sínu við Volodymir Zelensky, forseta Úkraínu, í júlí síðastliðnum. Umrætt símtal er rót yfirstandandi rannsóknar fulltrúadeildar Bandaríkjaþingsins á mögulegum embættisbrotum Trumps. Einnig eru ummæli Trumps sögð hafa gengið í berhögg við eiðsvarinn vitnisburð ráðherra hans og starfsmannastjóra Hvíta hússins. Í viðtali í gær hjá útvarpsmanninum Bill O'Reilly var Trump spurður út í það hvort að hann hafi óskað eftir afskiptum Giuliani í Úkraínu. Því svaraði hann neitandi áður en hann hóf að lofsyngja lögmann sinn og kallaði hann „stórkostlegan baráttumann gegn spillingu“ og besta borgarstjóra sem New York búar hafi átt. Þegar þáttastjórnandinn kallaði eftir frekari svörum frá Trump ítrekaði hann enn fremur svar sitt. „Nei, ég bað hann ekki um það, en hann er stríðsmaður. Rudy er stríðsmaður. Rudy fór þangað, mögulega sá hann eitthvað. En þú verður að átta þig á því að Rudy starfar líka fyrir fleiri,“ sagði Trump og fullyrti jafnframt að Giuliani hafi starfað í landinu árum saman. Bent hefur verið á að þessi svör forsetans eru í litlu samræmi við gróft eftirrit hins víðfræga símtals hans og Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu. Í því má sjá Trump ítrekað leggja til milligöngu Giuliani þegar kom að því að reyna að fá Zelensky til að hefja rannsókn á viðskiptaþátttöku Hunter Biden í landinu. Hunter Biden er sonur Joe Biden, eins fremsta forsetaframbjóðendaefnis Demókrataflokksins. Í símtalinu fór Trump meðal annars fögrum orðum um Giuliani og sagði ítrekað að hann ætlaði að óska eftir því að lögmaðurinn myndi hafa samband við Úkraínuforseta til að ræða næstu skref og fá niðurstöðu í málið. Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Starfsmönnum Hvíta hússins geti verið gert að bera vitni Alríkisdómari í Bandaríkjunum hefur úrskurðað að starfsmenn Hvíta hússins geti verið neyddir til að bera vitni fyrir þingnefndum í tengslum við málarekstur þingsins gegn forsetanum. 26. nóvember 2019 07:29 Trump boðið að mæta fyrir nefndina eftir viku Formaður dómsmálanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hefur nú boðið Donald Trump forseta að mæta fyrir nefndina þann 4. desember næstkomandi. 27. nóvember 2019 07:24 Hæstiréttur stöðvar afhendingu skattskýrslna Trump tímabundið Hæstiréttur Bandaríkjanna kom í gær tímabundið í veg fyrir að meðlimir stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings fái aðgang að skattskýrslu Donald Trump, forseta. 26. nóvember 2019 12:45 Grínaðist með ákæruferlið áður en hann náðaði kalkúna Bandaríkjaforseti Donald Trump, viðhélt í dag þriggja áratuga gamalli hefð Bandaríkjaforseta þegar hann náðaði kalkúnana Bread og Butter við hátíðlega athöfn í Rósagarði Hvíta hússins í Washington. 26. nóvember 2019 20:54 Mest lesið Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Fleiri fréttir Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti neitaði því í gær að hafa beðið Rudy Giuliani, persónulegan lögmann sinn, um að aðhafast í málefnum Úkraínu í þeim tilgangi að ýta á eftir rannsóknum þar í landi fyrir sína hönd. Athygli vekur að þessi nýjasta fullyrðing Trumps er í mótsögn við það sem hann sagði í frægu símtali sínu við Volodymir Zelensky, forseta Úkraínu, í júlí síðastliðnum. Umrætt símtal er rót yfirstandandi rannsóknar fulltrúadeildar Bandaríkjaþingsins á mögulegum embættisbrotum Trumps. Einnig eru ummæli Trumps sögð hafa gengið í berhögg við eiðsvarinn vitnisburð ráðherra hans og starfsmannastjóra Hvíta hússins. Í viðtali í gær hjá útvarpsmanninum Bill O'Reilly var Trump spurður út í það hvort að hann hafi óskað eftir afskiptum Giuliani í Úkraínu. Því svaraði hann neitandi áður en hann hóf að lofsyngja lögmann sinn og kallaði hann „stórkostlegan baráttumann gegn spillingu“ og besta borgarstjóra sem New York búar hafi átt. Þegar þáttastjórnandinn kallaði eftir frekari svörum frá Trump ítrekaði hann enn fremur svar sitt. „Nei, ég bað hann ekki um það, en hann er stríðsmaður. Rudy er stríðsmaður. Rudy fór þangað, mögulega sá hann eitthvað. En þú verður að átta þig á því að Rudy starfar líka fyrir fleiri,“ sagði Trump og fullyrti jafnframt að Giuliani hafi starfað í landinu árum saman. Bent hefur verið á að þessi svör forsetans eru í litlu samræmi við gróft eftirrit hins víðfræga símtals hans og Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu. Í því má sjá Trump ítrekað leggja til milligöngu Giuliani þegar kom að því að reyna að fá Zelensky til að hefja rannsókn á viðskiptaþátttöku Hunter Biden í landinu. Hunter Biden er sonur Joe Biden, eins fremsta forsetaframbjóðendaefnis Demókrataflokksins. Í símtalinu fór Trump meðal annars fögrum orðum um Giuliani og sagði ítrekað að hann ætlaði að óska eftir því að lögmaðurinn myndi hafa samband við Úkraínuforseta til að ræða næstu skref og fá niðurstöðu í málið.
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Starfsmönnum Hvíta hússins geti verið gert að bera vitni Alríkisdómari í Bandaríkjunum hefur úrskurðað að starfsmenn Hvíta hússins geti verið neyddir til að bera vitni fyrir þingnefndum í tengslum við málarekstur þingsins gegn forsetanum. 26. nóvember 2019 07:29 Trump boðið að mæta fyrir nefndina eftir viku Formaður dómsmálanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hefur nú boðið Donald Trump forseta að mæta fyrir nefndina þann 4. desember næstkomandi. 27. nóvember 2019 07:24 Hæstiréttur stöðvar afhendingu skattskýrslna Trump tímabundið Hæstiréttur Bandaríkjanna kom í gær tímabundið í veg fyrir að meðlimir stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings fái aðgang að skattskýrslu Donald Trump, forseta. 26. nóvember 2019 12:45 Grínaðist með ákæruferlið áður en hann náðaði kalkúna Bandaríkjaforseti Donald Trump, viðhélt í dag þriggja áratuga gamalli hefð Bandaríkjaforseta þegar hann náðaði kalkúnana Bread og Butter við hátíðlega athöfn í Rósagarði Hvíta hússins í Washington. 26. nóvember 2019 20:54 Mest lesið Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Fleiri fréttir Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Sjá meira
Starfsmönnum Hvíta hússins geti verið gert að bera vitni Alríkisdómari í Bandaríkjunum hefur úrskurðað að starfsmenn Hvíta hússins geti verið neyddir til að bera vitni fyrir þingnefndum í tengslum við málarekstur þingsins gegn forsetanum. 26. nóvember 2019 07:29
Trump boðið að mæta fyrir nefndina eftir viku Formaður dómsmálanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hefur nú boðið Donald Trump forseta að mæta fyrir nefndina þann 4. desember næstkomandi. 27. nóvember 2019 07:24
Hæstiréttur stöðvar afhendingu skattskýrslna Trump tímabundið Hæstiréttur Bandaríkjanna kom í gær tímabundið í veg fyrir að meðlimir stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings fái aðgang að skattskýrslu Donald Trump, forseta. 26. nóvember 2019 12:45
Grínaðist með ákæruferlið áður en hann náðaði kalkúna Bandaríkjaforseti Donald Trump, viðhélt í dag þriggja áratuga gamalli hefð Bandaríkjaforseta þegar hann náðaði kalkúnana Bread og Butter við hátíðlega athöfn í Rósagarði Hvíta hússins í Washington. 26. nóvember 2019 20:54