Íslenski boltinn

„Betri liðsfélaga, leiðtoga, vin og fyrirmynd er erfitt að finna“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Margrét Lára skoraði 79 mörk í 124 landsleikjum.
Margrét Lára skoraði 79 mörk í 124 landsleikjum. vísir/bára
„Orð fá því ekki lýst hvað þessi kona hefur mótað mig sem leikmann og manneskju. Betri liðsfélaga, leiðtoga, vin og fyrirmynd er erfitt að finna. Til hamingju með alveg stórkostlegan feril elsku Margrét mín.“

Þetta skrifaði Sif Atladóttir um Margréti Láru Viðarsdóttur á Twitter í gær, eftir að markamaskínan frá Eyjum tilkynnti að hún væri hætt í fótbolta.



Sif og Margrét Lára þekkjast vel en þær léku saman hjá Val, Kristianstad og íslenska landsliðinu.

Sif er ein fjölmargra sem skrifaði kveðju til Margrétar Láru á samfélagsmiðlum í gær.

„Skórnir á hilluna - þvílíkur leikmaður. Hægt að skrifa endalaust. Mikilvægast er að hún hækkaði rána hjá öllum, innan vallar sem utan! Takk fyrir ferðalagið,“ skrifar Freyr Alexandersson sem þjálfaði Margréti Láru hjá Val og landsliðinu.



„Drottning, goðsögn, fyrirmynd og einstakur karakter. Tók leikinn á annað level. Takk,“ skrifar Anna Garðarsdóttir, fyrrverandi samherji Margrétar Láru hjá Val.



Rithöfundurinn og uppistandarinn Bergur Ebbi Benediktsson leggur líka orð í belg.

„Margrét Lára Viðarsdóttir var að leggja skóna á hilluna, það sem hún hefur afrekað á bara eftir að verða enn áhrifameira eftir því sem tíminn líður, einstök íþróttakona og fyrirmynd,“ skrifar Bergur Ebbi.



Hér fyrir neðan má sjá fleiri kveðjur sem Margrét Lára fékk á Twitter í gær.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×