Lífið

Herra Hnetusmjör brá á leik með formönnum flokkanna

Sylvía Hall skrifar
Herra Hnetusmjör með símann í hendinni sem hann lét svo ganga milli formanna flokanna.
Herra Hnetusmjör með símann í hendinni sem hann lét svo ganga milli formanna flokanna. Vísir

Rapparinn Herra Hnetusmjör mætti í Kryddsíld í gær þar sem hann flutti lögin sín Vangaveltur og Upp til hópa. Myndbönd af báðum flutningum má sjá hér í fréttinni.

Með í för voru þeir Ásgeir Orri úr StopWaitGo, einnig þekktur sem XGEIR, og plötusnúðurinn Egill spegill. Bæði lögin slógu rækilega í gegn á árinu 2018 og því viðeigandi að árið væri kvatt á þeim nótunum.







Í lokalaginu, Upp til hópa, brá rapparinn á leik með formönnum flokkanna þar sem hann streymdi flutningi sínum fyrir fylgjendur sína á Instagram og lét hann símann ganga á milli gesta.

Því fengu fylgjendur Herra Hnetusmjörs að sjá þingmenn þjóðarinnar sem og fréttamenn Stöðvar 2 með „hundafilter“ á meðan þeir dilluðu sér við eitt vinsælasta lag ársins.  








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.