Daginn lengt um sextán mínútur í Reykjavík en þrjátíu í Grímsey Kristján Már Unnarsson skrifar 1. janúar 2019 11:32 Frá Árbæjarsafni í Reykjavík í gær, gamlársdag. Geislar sólar rétt náðu að skína á gömlu bæjarhúsin. Vísir/KMU. Sólris í Reykjavík í dag, 1. janúar, er klukkan 11.19 en sólarlag klukkan 15.43. Dagurinn er 4 stundir og 23 mínútur, eða sextán mínútum lengri en hann var á vetrarsólstöðum 21. desember. Hádegi í borginni er klukkan 13.31 og nær sólin þá 3,1 gráðu upp á sjóndeildarhringinn. Upplýsingar um sólarganginn má nálgast á alþjóðlegum sólarreiknisíðum en einnig á Almanaki Háskóla Íslands og Veðurstofu Íslands. Lenging dagsins fyrst eftir vetrarsólstöður er það lítil að stundum er talað um hænufet á dag. „Fyrsta sólarhring frá sólstöðum lengist sólargangurinn í Reykjavík um 9 sekúndur. Annan daginn lengist hann um 27 sekúndur og þriðja daginn um 44 sekúndur,“ segir í pistli Þorsteins Sæmundssonar í Almanaki Háskólans um „hænufetið“. Lengingin verður þannig stöðugt örari, frá því í gær í Reykjavík 2 mínútur og 49 sekúndur. Hún verður yfir þrjár mínútur á dag næstu vikuna, og yfir fjórar mínútur á dag í þarnæstu viku, og síðar nærri sjö mínútur á dag.Sólin nær ekki að lyfta sér upp fyrir Breiðholtið til að skína á endurnar og álftirnar á Árbæjarlóni.Vísir/KMU.Breytingin er misjöfn eftir því hvar á landinu menn eru staddir. Þannig hefur daginn lengt frá vetrarsólstöðum um 30 mínútur í Grímsey, nyrstu byggð landsins, en um 14 og hálfa mínútu í Vestmannaeyjum, syðstu byggð landsins. Eyjamenn njóta hins vegar lengsta sólargangs landsmanna, hjá þeim er hann 4 stundir og 44 mínútur í dag en hjá Grímseyingum 2 stundir og 42 mínútur. Á Akureyri er hann 3 stundir og 26 mínútur í dag. Í Vestmannaeyjum fer sólin 3,8 gráður upp á sjóndeildarhring í dag, á Akureyri 1,6 gráður en í Grímsey 0,9 gráður. „Þegar daginn fer að lengja fyrst eftir vetrarsólstöður, virðast áhrifin meiri síðdegis en að morgninum. Fyrstu dagana seinkar jafnvel sólarupprásinni, gagnstætt því sem búast mætti við, svo að sólin kemur upp örlítið seinna á jólum en á sólstöðunum. Þetta stafar af því að hádegið - sá tími þegar sól er hæst á lofti - er að færast til, það er hádeginu seinkar eftir klukkunni að dæma,“ segir í Almanaki Háskólans. Grímsey Reykjavík Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara Sjá meira
Sólris í Reykjavík í dag, 1. janúar, er klukkan 11.19 en sólarlag klukkan 15.43. Dagurinn er 4 stundir og 23 mínútur, eða sextán mínútum lengri en hann var á vetrarsólstöðum 21. desember. Hádegi í borginni er klukkan 13.31 og nær sólin þá 3,1 gráðu upp á sjóndeildarhringinn. Upplýsingar um sólarganginn má nálgast á alþjóðlegum sólarreiknisíðum en einnig á Almanaki Háskóla Íslands og Veðurstofu Íslands. Lenging dagsins fyrst eftir vetrarsólstöður er það lítil að stundum er talað um hænufet á dag. „Fyrsta sólarhring frá sólstöðum lengist sólargangurinn í Reykjavík um 9 sekúndur. Annan daginn lengist hann um 27 sekúndur og þriðja daginn um 44 sekúndur,“ segir í pistli Þorsteins Sæmundssonar í Almanaki Háskólans um „hænufetið“. Lengingin verður þannig stöðugt örari, frá því í gær í Reykjavík 2 mínútur og 49 sekúndur. Hún verður yfir þrjár mínútur á dag næstu vikuna, og yfir fjórar mínútur á dag í þarnæstu viku, og síðar nærri sjö mínútur á dag.Sólin nær ekki að lyfta sér upp fyrir Breiðholtið til að skína á endurnar og álftirnar á Árbæjarlóni.Vísir/KMU.Breytingin er misjöfn eftir því hvar á landinu menn eru staddir. Þannig hefur daginn lengt frá vetrarsólstöðum um 30 mínútur í Grímsey, nyrstu byggð landsins, en um 14 og hálfa mínútu í Vestmannaeyjum, syðstu byggð landsins. Eyjamenn njóta hins vegar lengsta sólargangs landsmanna, hjá þeim er hann 4 stundir og 44 mínútur í dag en hjá Grímseyingum 2 stundir og 42 mínútur. Á Akureyri er hann 3 stundir og 26 mínútur í dag. Í Vestmannaeyjum fer sólin 3,8 gráður upp á sjóndeildarhring í dag, á Akureyri 1,6 gráður en í Grímsey 0,9 gráður. „Þegar daginn fer að lengja fyrst eftir vetrarsólstöður, virðast áhrifin meiri síðdegis en að morgninum. Fyrstu dagana seinkar jafnvel sólarupprásinni, gagnstætt því sem búast mætti við, svo að sólin kemur upp örlítið seinna á jólum en á sólstöðunum. Þetta stafar af því að hádegið - sá tími þegar sól er hæst á lofti - er að færast til, það er hádeginu seinkar eftir klukkunni að dæma,“ segir í Almanaki Háskólans.
Grímsey Reykjavík Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara Sjá meira