James Cameron óskar Marvel til hamingju með að hafa slegið met sitt Birgir Olgeirsson skrifar 22. júlí 2019 15:19 Robert Downey jr. og Chris Evans í Avengers: Endgame. Leikstjórinn James Cameron hefur óskað kvikmyndaverinu Marvel til hamingju með að eiga í dag tekjuhæstu kvikmynd allra tíma. Um er að ræða myndina Avengers: Endgame sem kom út fyrr í ár og hefur slegið met sem Avatar, mynd James Cameron, átti áður. Avengers: Endgame náði þessum áfanga um liðna helgi þegar ljóst var að myndin hafði þénað 2,79 milljarða dollara á heimsvísu en Avatar þénaði 2,78 milljarða á heimsvísu fyrir um áratug. Fyrr á árinu hafði Cameron óskað Marvel til hamingju með að Endgame hafði komist yfir kvikmynd hans Titanic í tekjum. Avengers: Endgame hefur slegið fjölda meta, þar á meðal fyrir stærstu opnunarhelgi allra tíma en myndin þénaði 1,2 milljarða dollara á heimsvísu fyrstu helgina sína. James Cameron er hvergi nærri hættur að framleiða myndir en hann er með í bígerð fjórar Avatar myndir en sú fyrsta verður frumsýnd í desember árið 2021.James Cameron.Vísir/Getty Disney Hollywood Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Leikstjórinn James Cameron hefur óskað kvikmyndaverinu Marvel til hamingju með að eiga í dag tekjuhæstu kvikmynd allra tíma. Um er að ræða myndina Avengers: Endgame sem kom út fyrr í ár og hefur slegið met sem Avatar, mynd James Cameron, átti áður. Avengers: Endgame náði þessum áfanga um liðna helgi þegar ljóst var að myndin hafði þénað 2,79 milljarða dollara á heimsvísu en Avatar þénaði 2,78 milljarða á heimsvísu fyrir um áratug. Fyrr á árinu hafði Cameron óskað Marvel til hamingju með að Endgame hafði komist yfir kvikmynd hans Titanic í tekjum. Avengers: Endgame hefur slegið fjölda meta, þar á meðal fyrir stærstu opnunarhelgi allra tíma en myndin þénaði 1,2 milljarða dollara á heimsvísu fyrstu helgina sína. James Cameron er hvergi nærri hættur að framleiða myndir en hann er með í bígerð fjórar Avatar myndir en sú fyrsta verður frumsýnd í desember árið 2021.James Cameron.Vísir/Getty
Disney Hollywood Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein