Katrín, hertogaynja af Cambridge og móðir Georgs, tók myndirnar sem sýna prinsinn brosandi út að eyrum í fótboltatreyju merktri enska landsliðinu. Myndirnar eru teknar heima hjá hertogahjónunum og þremur börnum þeirra, áðurnefndum Georg, Karlottu prinsessu og Lúðvík prins, í Kensington-höll.
Georg er þriðji í erfðaröð krúnunnar, á eftir afa sínum, Karli prinsinum af Wales, og föður sínum, Vilhjálmi, hertoganum af Cambridge. Opinberu afmælismyndirnar af afmælisprinsinum má sjá í Facebook-færslu konungsfjölskyldunnar hér að neðan.