Ólafur: Bið stuðningsmenn FH afsökunar á frammistöðu liðsins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. júlí 2019 21:37 Ólafur var afar óhress með frammistöðu sinna manna. vísir/bára „Fyrstu viðbrögð eru að biðja stuðningsmenn FH afsökunar á frammistöðu liðsins í kvöld og óska HK til hamingju með sigurinn. Þeir verðskulduðu hann. Þetta var mjög slök frammistaða hjá FH-liðinu,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, í samtali við Vísi eftir tapið fyrir HK, 2-0, í Kórnum í kvöld. FH var 2-0 undir í hálfleik og þrátt fyrir fjölmargar sóknir í seinni hálfleik tókst gestunum ekki að jafna. „Í byrjun seinni hálfleiks áttum við upphlaup en það hékk ekkert saman hjá okkur í kvöld. Þegar við ætluðum að fara hátt og pressa var vörnin gisin. Sendingar, gegnumbrot, í raun allt, var ekki í lagi. Við áttum ekkert annað skilið en að tap í þessum leik. Þetta var döpur frammistaða frá A til Ö og mikil vonbrigði.“ Í síðustu þremur deildarleikjum fyrir leikinn í kvöld hafði FH fengið sjö stig af níu mögulegum. Ólafur segir því svekkjandi að hafa tekið skref aftur á bak í kvöld. „Þessi dýfa var djúp. Stundum hefur maður verið spurður hvort það sé krísa í liðunum sem maður hefur verið að þjálfa og það er alveg óhætt að segja að þegar heildarbragurinn á liðinu er eins og hann er fer maður að spyrja sig hvort það sé krísa,“ sagði Ólafur. „Við þurfum að grafa ansi djúpt, leikmenn og þjálfarateymi, til að fá svör. Það sem við vorum búnir að gera í tveimur leikjum á undan gefur andskotann ekkert.“ Félagaskiptaglugginn rennur út um mánaðarmótin. Ólafur vonast til að geta styrkt lið FH. „Ég vona að við gerum eitthvað,“ sagði Ólafur. FH missti af Kristjáni Flóka Finnbogasyni til KR. Í viðtali við Fótbolta.net sagði hann að KR hefði verið meira spennandi en FH. Ólafur vildi lítið tjá sig um þau ummæli. „Kristján Flóki valdi KR og ég hef ekkert út á það að setja. Við vildum fá hann og hann vissi af því. Mönnum er frjálst að velja og við virðum hans ákvörðun,“ sagði þjálfarinn að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: HK - FH 2-0 | Fjórði sigur HK í síðustu fimm leikjum Nýliðar HK skelltu FH, 2-0, í Kórnum. Þetta var þriðji sigur þeirra í röð. 22. júlí 2019 22:00 Mest lesið Hlaupapabbinn lamdi dóttur sína í andlitið Sport Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Körfubolti Leik lokið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Körfubolti Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Fótbolti Leik lokið: Þór - Keflavík 114-118 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Körfubolti Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Enski boltinn Frakkland, Ísrael og Belgía bættust í EM-riðil Íslands Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Körfubolti Sjáðu alla möguleikana á óhemju spennandi lokakvöldi Körfubolti Segir Aþenu svikna um aðstöðu Körfubolti Fleiri fréttir Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Sjá meira
„Fyrstu viðbrögð eru að biðja stuðningsmenn FH afsökunar á frammistöðu liðsins í kvöld og óska HK til hamingju með sigurinn. Þeir verðskulduðu hann. Þetta var mjög slök frammistaða hjá FH-liðinu,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, í samtali við Vísi eftir tapið fyrir HK, 2-0, í Kórnum í kvöld. FH var 2-0 undir í hálfleik og þrátt fyrir fjölmargar sóknir í seinni hálfleik tókst gestunum ekki að jafna. „Í byrjun seinni hálfleiks áttum við upphlaup en það hékk ekkert saman hjá okkur í kvöld. Þegar við ætluðum að fara hátt og pressa var vörnin gisin. Sendingar, gegnumbrot, í raun allt, var ekki í lagi. Við áttum ekkert annað skilið en að tap í þessum leik. Þetta var döpur frammistaða frá A til Ö og mikil vonbrigði.“ Í síðustu þremur deildarleikjum fyrir leikinn í kvöld hafði FH fengið sjö stig af níu mögulegum. Ólafur segir því svekkjandi að hafa tekið skref aftur á bak í kvöld. „Þessi dýfa var djúp. Stundum hefur maður verið spurður hvort það sé krísa í liðunum sem maður hefur verið að þjálfa og það er alveg óhætt að segja að þegar heildarbragurinn á liðinu er eins og hann er fer maður að spyrja sig hvort það sé krísa,“ sagði Ólafur. „Við þurfum að grafa ansi djúpt, leikmenn og þjálfarateymi, til að fá svör. Það sem við vorum búnir að gera í tveimur leikjum á undan gefur andskotann ekkert.“ Félagaskiptaglugginn rennur út um mánaðarmótin. Ólafur vonast til að geta styrkt lið FH. „Ég vona að við gerum eitthvað,“ sagði Ólafur. FH missti af Kristjáni Flóka Finnbogasyni til KR. Í viðtali við Fótbolta.net sagði hann að KR hefði verið meira spennandi en FH. Ólafur vildi lítið tjá sig um þau ummæli. „Kristján Flóki valdi KR og ég hef ekkert út á það að setja. Við vildum fá hann og hann vissi af því. Mönnum er frjálst að velja og við virðum hans ákvörðun,“ sagði þjálfarinn að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: HK - FH 2-0 | Fjórði sigur HK í síðustu fimm leikjum Nýliðar HK skelltu FH, 2-0, í Kórnum. Þetta var þriðji sigur þeirra í röð. 22. júlí 2019 22:00 Mest lesið Hlaupapabbinn lamdi dóttur sína í andlitið Sport Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Körfubolti Leik lokið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Körfubolti Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Fótbolti Leik lokið: Þór - Keflavík 114-118 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Körfubolti Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Enski boltinn Frakkland, Ísrael og Belgía bættust í EM-riðil Íslands Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Körfubolti Sjáðu alla möguleikana á óhemju spennandi lokakvöldi Körfubolti Segir Aþenu svikna um aðstöðu Körfubolti Fleiri fréttir Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: HK - FH 2-0 | Fjórði sigur HK í síðustu fimm leikjum Nýliðar HK skelltu FH, 2-0, í Kórnum. Þetta var þriðji sigur þeirra í röð. 22. júlí 2019 22:00