Boxari sem kyssti fréttakonu látinn sitja námskeið um kynferðislega áreitni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. júlí 2019 23:24 Jenny Ravolo ásamt Kubrat Pulev í viðtalinu sem um ræðir. skjáskot/Youtube Boxari sem kyssti íþróttafréttakonu í lok viðtals eftir bardaga í mars á þessu ári án samþykkis hennar hefur nú setið námskeið um kynferðislega áreitni og mun fá að hefja keppnir á ný. Kubrat Pulev, sem er 37 ára gamall, var settur í bann eftir að hann tók utan um andlitið á íþróttafréttakonunni Jenny Ravalo og kyssti hana á munninn. Hann er einnig sagður hafa gripið um rass hennar í partýi. Íþróttanefnd Kaliforníu fylkis kaus um það hvort Pulev fengi að sækja aftur um keppnisréttindi, sem var samþykkt einróma. Pulev bað Ravolo afsökunar áður en kosið var um málið og sagði kossinn hafa verið tilfinningaþrungin viðbrögð við sigri hans á Bogdan Dinu, frekar en kynferðislegar umleitanir. Ravolo svaraði þeirri staðhæfingu hins vegar þannig að hún hafi orðið fyrir miklu einelti á netinu eftir að hafa ákveðið að tjá sig um málið og hafi einnig verið rægð af umboðsmanni Pulev, Bob Arum.Bað um að kossinn yrði klipptur úr viðtalinu Hún hélt því fram að Arum „kæri sig lítið um kynferðisáreiti“ og benti á að hann hafi nýlega sagt að hann tryði ekki að „ það að 193 cm hár og 113 kg. þungur boxari gripi um andlitið á 157 cm hás fréttamanns og kyssti hana án samþykkis með blóðugum munni væri kynferðisleg áreitni.“ „Ég væri til í að vita hvort honum þætti það kynferðisleg áreitni ef stór, blóðugur maður gerði það sama við hann án samþykkis,“ sagði Ravolo. Hún sagði einnig við að búlgarski boxarinn hafi gripið um rass hennar og „kreist með báðum höndum“ í eftir partýi seinna um kvöldið. Hún segir Pulev hafa látið eins og ekkert hafi gerst og hafi meira að segja beðið hana um að klippa kossinn úr viðtalinu. „Ég fjarlægði hann ekki og birti hann í staðin vegna þess að ég vildi að fólk sæi hvað hann hafi gert við mig,“ bætti hún við. Ravolo, sem vinnur fyrir Vegas Sports Daily, kærði atvikið og hefur lögmaður hennar kallað eftir því að Pulev og Arum verði refsað. Íþróttanefndin svaraði því og sagði að Arum hafi einnig farið á námskeiðið og virtist hafa lært eitt og annað. Pulev hefur samþykkt að taka þátt í auglýsingaherferð á myndbandsformi gegn kynferðislegri áreitni sem nefndin er nú að íhuga. Hann sagði það mikilvægt að fólk væri meðvitað um að svona hegðun væri ekki í lagi „vegna þess að margir, eins og ég, vita það ekki.“ Boxarinn mun einnig greiða 312 þúsund krónur í skaðabætur. Bandaríkin Box Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Boxari kyssti fréttakonu í lok viðtals í Vegas: „Vandræðalegt og furðulegt“ Búlgarski þungavigtarboxarinn Kubrat Pulev þótt sína mjög óviðeigandi framkomu í sjónvarpsviðtali eftir síðasta bardaga sinn þar sem hann vann góðan sigur í Las Vegas. 26. mars 2019 09:30 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Boxari sem kyssti íþróttafréttakonu í lok viðtals eftir bardaga í mars á þessu ári án samþykkis hennar hefur nú setið námskeið um kynferðislega áreitni og mun fá að hefja keppnir á ný. Kubrat Pulev, sem er 37 ára gamall, var settur í bann eftir að hann tók utan um andlitið á íþróttafréttakonunni Jenny Ravalo og kyssti hana á munninn. Hann er einnig sagður hafa gripið um rass hennar í partýi. Íþróttanefnd Kaliforníu fylkis kaus um það hvort Pulev fengi að sækja aftur um keppnisréttindi, sem var samþykkt einróma. Pulev bað Ravolo afsökunar áður en kosið var um málið og sagði kossinn hafa verið tilfinningaþrungin viðbrögð við sigri hans á Bogdan Dinu, frekar en kynferðislegar umleitanir. Ravolo svaraði þeirri staðhæfingu hins vegar þannig að hún hafi orðið fyrir miklu einelti á netinu eftir að hafa ákveðið að tjá sig um málið og hafi einnig verið rægð af umboðsmanni Pulev, Bob Arum.Bað um að kossinn yrði klipptur úr viðtalinu Hún hélt því fram að Arum „kæri sig lítið um kynferðisáreiti“ og benti á að hann hafi nýlega sagt að hann tryði ekki að „ það að 193 cm hár og 113 kg. þungur boxari gripi um andlitið á 157 cm hás fréttamanns og kyssti hana án samþykkis með blóðugum munni væri kynferðisleg áreitni.“ „Ég væri til í að vita hvort honum þætti það kynferðisleg áreitni ef stór, blóðugur maður gerði það sama við hann án samþykkis,“ sagði Ravolo. Hún sagði einnig við að búlgarski boxarinn hafi gripið um rass hennar og „kreist með báðum höndum“ í eftir partýi seinna um kvöldið. Hún segir Pulev hafa látið eins og ekkert hafi gerst og hafi meira að segja beðið hana um að klippa kossinn úr viðtalinu. „Ég fjarlægði hann ekki og birti hann í staðin vegna þess að ég vildi að fólk sæi hvað hann hafi gert við mig,“ bætti hún við. Ravolo, sem vinnur fyrir Vegas Sports Daily, kærði atvikið og hefur lögmaður hennar kallað eftir því að Pulev og Arum verði refsað. Íþróttanefndin svaraði því og sagði að Arum hafi einnig farið á námskeiðið og virtist hafa lært eitt og annað. Pulev hefur samþykkt að taka þátt í auglýsingaherferð á myndbandsformi gegn kynferðislegri áreitni sem nefndin er nú að íhuga. Hann sagði það mikilvægt að fólk væri meðvitað um að svona hegðun væri ekki í lagi „vegna þess að margir, eins og ég, vita það ekki.“ Boxarinn mun einnig greiða 312 þúsund krónur í skaðabætur.
Bandaríkin Box Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Boxari kyssti fréttakonu í lok viðtals í Vegas: „Vandræðalegt og furðulegt“ Búlgarski þungavigtarboxarinn Kubrat Pulev þótt sína mjög óviðeigandi framkomu í sjónvarpsviðtali eftir síðasta bardaga sinn þar sem hann vann góðan sigur í Las Vegas. 26. mars 2019 09:30 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Boxari kyssti fréttakonu í lok viðtals í Vegas: „Vandræðalegt og furðulegt“ Búlgarski þungavigtarboxarinn Kubrat Pulev þótt sína mjög óviðeigandi framkomu í sjónvarpsviðtali eftir síðasta bardaga sinn þar sem hann vann góðan sigur í Las Vegas. 26. mars 2019 09:30