24 Íslendingar neitað að þiggja fálkaorðuna Sigurður Mikael Jónsson skrifar 22. júní 2019 07:00 Sextán einstaklingar voru heiðraðir með fálkaorðu 17. júní síðastliðinn. Oft gera menn það af stjórnmálaástæðum, sem þekkt er,“ segir Örnólfur Thorsson forsetaritari. Síðastliðin þrjátíu ár hefur forseti Íslands sæmt um 900 íslenska ríkisborgara heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu. Tuttugu og fjórir einstaklingar hafa hafnað orðunni á því tímabili. Sextán einstaklingar voru sæmdir fálkaorðunni síðastliðinn mánudag, þjóðarhátíðardaginn 17. júní, en sem kunnugt er má sæma innlenda og erlenda einstaklinga orðunni fyrir vel unnin störf í þágu þjóðarinnar, einstakra þjóðfélagshópa eða landshluta, eða í þágu mikilvægra og góðra málefna á Íslandi eða á alþjóðavettvangi. Um er að ræða æðsta heiðursmerki sem íslenska ríkið veitir mönnum. Athygli vekur því að á þriðja tug einstaklinga hafi neitað að taka við orðunni. Örnólfur segir aðspurður að það sé virkilega sjaldgæft en sögulega oft gert af stjórnmálaástæðum.Örnólfur Thorsson forsetaritari. Fréttablaðið/GVA„Jafnaðarmenn voru lengi með það á sinni stefnuskrá að hafna þessu. Þess vegna þiggja jafnaðarmenn í Svíþjóð til dæmis ekki orður.“ Aðspurður kveðst Örnólfur, sem einnig er orðuritari orðunefndar, ekki geta veitt Fréttablaðinu upplýsingar um hverjir það séu sem síðastliðna áratugi hafi hafnað að veita orðunni viðtöku. „Slíkar upplýsingar liggja ekki fyrir og ég er ekki reiðubúinn að veita þær. Þetta er einkamál hvers og eins og þetta varðar persónuvernd fólks.“ Aðspurður hvort dæmi séu um að fólk hafi hafnað fálkaorðu nýverið segir Örnólfur, sem hefur verið viðloðandi orðunefndina frá 2005, mjög lítið um það og raunar afar sjaldgæft. Aðspurður hvenær mest hafi verið um að menn höfnuðu fálkaorðu kveðst hann ekki hafa þær upplýsingar. „Allavega ekki á síðustu 10-15 árum.“ Stofnað var til fálkaorðunnar árið 1921 þegar Kristján konungur X. og Alexandrine drottning heimsóttu Ísland. Sumarið 1921 var gefið út konungsbréf um stofnun hinnar íslensku fálkaorðu, undirritað í Reykjavík 3. júlí það ár. Fálkinn vísar til þess að fálkar voru taldir glæsileg gjöf til tignarmanna á fyrri öldum og voru lengi útflutningsvara frá Íslandi, auk þess sem fálki var uppistaðan í skjaldarmerki Íslands á árunum 1903-1919, samkvæmt upplýsingum af vef forsetaembættisins.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Fálkaorðan Forseti Íslands Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Oft gera menn það af stjórnmálaástæðum, sem þekkt er,“ segir Örnólfur Thorsson forsetaritari. Síðastliðin þrjátíu ár hefur forseti Íslands sæmt um 900 íslenska ríkisborgara heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu. Tuttugu og fjórir einstaklingar hafa hafnað orðunni á því tímabili. Sextán einstaklingar voru sæmdir fálkaorðunni síðastliðinn mánudag, þjóðarhátíðardaginn 17. júní, en sem kunnugt er má sæma innlenda og erlenda einstaklinga orðunni fyrir vel unnin störf í þágu þjóðarinnar, einstakra þjóðfélagshópa eða landshluta, eða í þágu mikilvægra og góðra málefna á Íslandi eða á alþjóðavettvangi. Um er að ræða æðsta heiðursmerki sem íslenska ríkið veitir mönnum. Athygli vekur því að á þriðja tug einstaklinga hafi neitað að taka við orðunni. Örnólfur segir aðspurður að það sé virkilega sjaldgæft en sögulega oft gert af stjórnmálaástæðum.Örnólfur Thorsson forsetaritari. Fréttablaðið/GVA„Jafnaðarmenn voru lengi með það á sinni stefnuskrá að hafna þessu. Þess vegna þiggja jafnaðarmenn í Svíþjóð til dæmis ekki orður.“ Aðspurður kveðst Örnólfur, sem einnig er orðuritari orðunefndar, ekki geta veitt Fréttablaðinu upplýsingar um hverjir það séu sem síðastliðna áratugi hafi hafnað að veita orðunni viðtöku. „Slíkar upplýsingar liggja ekki fyrir og ég er ekki reiðubúinn að veita þær. Þetta er einkamál hvers og eins og þetta varðar persónuvernd fólks.“ Aðspurður hvort dæmi séu um að fólk hafi hafnað fálkaorðu nýverið segir Örnólfur, sem hefur verið viðloðandi orðunefndina frá 2005, mjög lítið um það og raunar afar sjaldgæft. Aðspurður hvenær mest hafi verið um að menn höfnuðu fálkaorðu kveðst hann ekki hafa þær upplýsingar. „Allavega ekki á síðustu 10-15 árum.“ Stofnað var til fálkaorðunnar árið 1921 þegar Kristján konungur X. og Alexandrine drottning heimsóttu Ísland. Sumarið 1921 var gefið út konungsbréf um stofnun hinnar íslensku fálkaorðu, undirritað í Reykjavík 3. júlí það ár. Fálkinn vísar til þess að fálkar voru taldir glæsileg gjöf til tignarmanna á fyrri öldum og voru lengi útflutningsvara frá Íslandi, auk þess sem fálki var uppistaðan í skjaldarmerki Íslands á árunum 1903-1919, samkvæmt upplýsingum af vef forsetaembættisins.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Fálkaorðan Forseti Íslands Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira