Íslendingar jákvæðir í garð Evrópusambandsins 22. júní 2019 08:00 40,7 prósent segjast vera jákvæð gagnvart ESB Vísir/EPA Fyrirtækið Maskína hefur gert viðamikla könnun fyrir utanríkisráðuneytið um viðhorf Íslendinga til alþjóðasamstarfs. Miðað við könnunina eru Íslendingar tiltölulega jákvæðir í garð Evrópusambandsins. Þannig segjast 40,7 prósent vera jákvæð gagnvart ESB og 27,5 prósent vera neikvæð gagnvart sambandinu. Hins vegar segjast aðeins 31,6 prósent hlynnt inngöngu Íslands í ESB, 25,4 prósent segjast í meðallagi hlynnt inngöngu og 43,0 prósent segjast andvíg.Nokkur munur er á afstöðu eftir kynjum og búsetu. Til dæmis segjast 40,8 prósent þeirra sem búa í Reykjavík hlynnt inngöngu en 11,9 prósent á Austurlandi hafa sömu afstöðu og þar segjast 61,4 prósent andvíg inngöngu í ESB á móti 31,6 prósentum í Reykjavík.Úr könnun Maskínu fyrir Utanríkisráðuneytið. Grafík/FréttablaðiðMikill munur er á afstöðu eftir því hvað stjórnmálaflokk þátttakendur segjast mundu kjósa ef kosið yrði til Alþingis nú. Langminnstur stuðningur við inngöngu Íslands í ESB er meðal Framsóknarmann. Enginn þeirra kveðst styðja inngöngu Íslands í ESB og 84,3 prósent segjast andvíg inngöngu. Af þeim sem kjósa Miðflokkinn segjast 14,0 prósent jákvæð gagnvart inngöngu og 74,4 prósent eru andvíg. Jákvæðastir gagnvart inngöngu í ESB eru fylgismenn Viðreisnar, 76,5 prósent, og stuðningsmenn Samfylkingar þar sem 73,3 prósent segjast hlynnt inngöngu. Þegar spurt er hversu jákvætt fólk sé gagnvart aðild Íslands að samningnum um Evrópska efnahagshagssvæðið (EES) eru það fylgismenn Viðreisnar sem mælast jákvæðastir, 87,7 prósent þeirra segjast jákvæð gagnvart aðildinni. Nefna má að af þeim sem kjósa Miðflokkinn segjast 43 prósent jákvæð og 32 prósent neikvæð gagnvart aðild landsins að EES. Þess má geta að samkvæmt könnuninni eru Íslendingar gríðarlega jákvæðir gagnvart því að Ísland taki virkan þátt í norrænu samstarfi. Þannig segjast 92 prósent jákvæð og 7,6 prósent í meðallagi jákvæð gagnvart því samstarfi en aðeins 0,4 prósent svarenda segjast neikvæð.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu. Evrópusambandið Utanríkismál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Fleiri fréttir Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Sjá meira
Fyrirtækið Maskína hefur gert viðamikla könnun fyrir utanríkisráðuneytið um viðhorf Íslendinga til alþjóðasamstarfs. Miðað við könnunina eru Íslendingar tiltölulega jákvæðir í garð Evrópusambandsins. Þannig segjast 40,7 prósent vera jákvæð gagnvart ESB og 27,5 prósent vera neikvæð gagnvart sambandinu. Hins vegar segjast aðeins 31,6 prósent hlynnt inngöngu Íslands í ESB, 25,4 prósent segjast í meðallagi hlynnt inngöngu og 43,0 prósent segjast andvíg.Nokkur munur er á afstöðu eftir kynjum og búsetu. Til dæmis segjast 40,8 prósent þeirra sem búa í Reykjavík hlynnt inngöngu en 11,9 prósent á Austurlandi hafa sömu afstöðu og þar segjast 61,4 prósent andvíg inngöngu í ESB á móti 31,6 prósentum í Reykjavík.Úr könnun Maskínu fyrir Utanríkisráðuneytið. Grafík/FréttablaðiðMikill munur er á afstöðu eftir því hvað stjórnmálaflokk þátttakendur segjast mundu kjósa ef kosið yrði til Alþingis nú. Langminnstur stuðningur við inngöngu Íslands í ESB er meðal Framsóknarmann. Enginn þeirra kveðst styðja inngöngu Íslands í ESB og 84,3 prósent segjast andvíg inngöngu. Af þeim sem kjósa Miðflokkinn segjast 14,0 prósent jákvæð gagnvart inngöngu og 74,4 prósent eru andvíg. Jákvæðastir gagnvart inngöngu í ESB eru fylgismenn Viðreisnar, 76,5 prósent, og stuðningsmenn Samfylkingar þar sem 73,3 prósent segjast hlynnt inngöngu. Þegar spurt er hversu jákvætt fólk sé gagnvart aðild Íslands að samningnum um Evrópska efnahagshagssvæðið (EES) eru það fylgismenn Viðreisnar sem mælast jákvæðastir, 87,7 prósent þeirra segjast jákvæð gagnvart aðildinni. Nefna má að af þeim sem kjósa Miðflokkinn segjast 43 prósent jákvæð og 32 prósent neikvæð gagnvart aðild landsins að EES. Þess má geta að samkvæmt könnuninni eru Íslendingar gríðarlega jákvæðir gagnvart því að Ísland taki virkan þátt í norrænu samstarfi. Þannig segjast 92 prósent jákvæð og 7,6 prósent í meðallagi jákvæð gagnvart því samstarfi en aðeins 0,4 prósent svarenda segjast neikvæð.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Evrópusambandið Utanríkismál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Fleiri fréttir Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Sjá meira