Sport

„Joshua er ekki góður að boxa“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sigur Ruiz á Joshua þykir einn sá óvæntasti í sögu hnefaleikanna.
Sigur Ruiz á Joshua þykir einn sá óvæntasti í sögu hnefaleikanna. vísir/getty
Andy Ruiz kom öllum á óvart þegar hann sigraði Anthony Joshua í bardaga um heimsmeistaratitilinn í þungavigt í byrjun mánaðarins. Hann er fyrsti mexíkóski heimsmeistarinn í þungavigt.

Ruiz og Joshua mætast aftur síðar á þessu ári þótt nákvæm dagsetning liggi ekki enn fyrir. Ruiz ætlar sér að endurtaka leikinn og sigra Joshua öðru sinni.

„Annar bardaginn verður svipaður. Ég ætla að vera enn betur undirbúinn,“ sagði Ruiz sem gat ekki stillt sig um að skjóta á Joshua sem var ósigraður fyrir bardaga þeirra 1. júní síðastliðinn.

„Ég þekki veikleika hans og veit að ég get gert betur. Eina sem hann getur er að hlaupa um. Hann er ekki góður að boxa,“ sagði sá mexíkóski.

Líf Ruiz hefur breyst mikið síðan hann sigraði Joshua. Talið er að hann hafi fengið sjö milljónir Bandaríkjadala fyrir bardagann, hann hefur verið gestur í vinsælum spjallþáttum í Bandaríkjunum og fylgjendum hans á Instragram hefur fjölgað úr 60.000 í 960.000.

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×