Ævintýri kærustupars í tjaldi í Laugardalnum Birna Dröfn Jónsdóttir skrifar 22. júlí 2019 07:30 Katerina Parouka nýtur þess að vera í tjaldinu, en þar hyggst hún búa fram í október. Fréttablaðið/Stefán „Ég er búin að vera hérna í næstum því mánuð og þetta er mjög fínt, eiginlega bara algjört ævintýri,“ segir Katerina Parouka, háskólanemi frá Grikklandi. Hún býr í tjaldi í Laugardalnum ásamt kærasta sínum. „Við erum búin að vera allan tímann í tjaldinu og verðum fram á haust. Förum aftur heim í október,“ segir Katerina sem kveðst vel geta hugsað sér að búa lengur á Íslandi. „En ég er að fara að útskrifast úr íþróttafræði í háskóla á Grikklandi, svo kannski komum við bara aftur á næsta ári og reynum að vera lengur.“ Bæði Katerina og kærastinn eru að vinna á Íslandi í sumar en langar að ferðast um landið og skoða náttúruna áður en þau fara aftur til Grikklands. „Ég er að vinna sem þerna á Center Hotel hér í borginni og líkar vel. Við höfuð skoðað borgina í þaula og þetta er frábær borg en okkur langar að sjá meira. Til dæmis Bláa lónið.“Katerina Parouka.Fréttablaðið/StefánKaterina og kærasti hennar hafa komið sér vel fyrir í Laugardalnum. Tjaldið er vel útbúið og heimilislegt. „Þá daga sem ég er að vinna mæti ég klukkan átta og vinn til klukkan fjögur, kærastinn minn kemur svo heim og eldar fyrir mig. Svo bara höfum við það huggulegt, horfum kannski á mynd í símanum og förum að sofa.“ Þegar Fréttablaðið hitti Katerinu var hún í fríi og naut þess að slaka á í tjaldinu. „Ég ætla bara að nýta daginn í að slaka á. Nýt þess að hvíla mig í tjaldinu og svo er ég hérna með húllahring sem ég elska að leika mér með,“ segir hún og hlær. Einstaklega gott veður hefur verið í borginni í sumar og segist Katerina ekki vera kvíðin kuldanum sem fylgir haustinu hér á landi. „Við vitum að það verður kalt en ætlum bara að sjá hversu kalt, svo þangað til að það verður of kalt þá verðum við í tjaldinu,“ segir hún. „Við erum vel búin, með fullt af hlýjum förum og svefnpokum svo ég held að þetta ætti að vera í lagi, okkur hefur að minnsta kosti ekki orðið kalt hingað til,“ segir Katerina. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
„Ég er búin að vera hérna í næstum því mánuð og þetta er mjög fínt, eiginlega bara algjört ævintýri,“ segir Katerina Parouka, háskólanemi frá Grikklandi. Hún býr í tjaldi í Laugardalnum ásamt kærasta sínum. „Við erum búin að vera allan tímann í tjaldinu og verðum fram á haust. Förum aftur heim í október,“ segir Katerina sem kveðst vel geta hugsað sér að búa lengur á Íslandi. „En ég er að fara að útskrifast úr íþróttafræði í háskóla á Grikklandi, svo kannski komum við bara aftur á næsta ári og reynum að vera lengur.“ Bæði Katerina og kærastinn eru að vinna á Íslandi í sumar en langar að ferðast um landið og skoða náttúruna áður en þau fara aftur til Grikklands. „Ég er að vinna sem þerna á Center Hotel hér í borginni og líkar vel. Við höfuð skoðað borgina í þaula og þetta er frábær borg en okkur langar að sjá meira. Til dæmis Bláa lónið.“Katerina Parouka.Fréttablaðið/StefánKaterina og kærasti hennar hafa komið sér vel fyrir í Laugardalnum. Tjaldið er vel útbúið og heimilislegt. „Þá daga sem ég er að vinna mæti ég klukkan átta og vinn til klukkan fjögur, kærastinn minn kemur svo heim og eldar fyrir mig. Svo bara höfum við það huggulegt, horfum kannski á mynd í símanum og förum að sofa.“ Þegar Fréttablaðið hitti Katerinu var hún í fríi og naut þess að slaka á í tjaldinu. „Ég ætla bara að nýta daginn í að slaka á. Nýt þess að hvíla mig í tjaldinu og svo er ég hérna með húllahring sem ég elska að leika mér með,“ segir hún og hlær. Einstaklega gott veður hefur verið í borginni í sumar og segist Katerina ekki vera kvíðin kuldanum sem fylgir haustinu hér á landi. „Við vitum að það verður kalt en ætlum bara að sjá hversu kalt, svo þangað til að það verður of kalt þá verðum við í tjaldinu,“ segir hún. „Við erum vel búin, með fullt af hlýjum förum og svefnpokum svo ég held að þetta ætti að vera í lagi, okkur hefur að minnsta kosti ekki orðið kalt hingað til,“ segir Katerina.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira