Gleðin á aðalsviðinu Valhalla hefst klukkan 16:00 þegar Konfekt stígur á svið. Því næst eru það þeir sívinsælu JóiPé og Króli sem skemmta gestum þangað til að plötusnúðurinn MR. G tekur við klukkan 17:15.
Eldheitir aðdáendur Eurovision geta svo glaðst yfir því að Hatari mun stíga á svið klukkan 18:20. Bandaríska rappsveitin Sugarhill Gang mætir svo á svæðið klukkan 19:20 og tekur sín vinsælustu lög sem flestir ættu að þekkja. Foreign Beggars og Black Eyed Peas eru svo síðustu atriði kvöldsins á Valhalla-sviðinu.
Á sviðinu í Gimla eru svo tónlistarmenn á borð við Boy Pablo, Högna, Sólstafi og Árstíðir sem skemmta hátíðargestum.
Hér að neðan má sjá dagskrá dagsins í dag.
