Árásarmaðurinn í Texas hafði nýverið verið rekinn Samúel Karl Ólason skrifar 2. september 2019 08:30 Lögreglan segir fórnarlömb Ator hafa verið frá fimmtán til 57 ára gömul. AP/Sue Ogrocki Forsvarsmenn lögreglu í Texas segjast óvissir um af hverju hinn 36 ára gamli Seth Aaron Ator skaut minnst sjö manns til bana og særði 22 á laugardaginn. Honum hafði þó nýverið verið sagt upp störfum en Michael Gerke, lögreglustjóri Odessa í Texas, segir ekki hægt að segja til um tilefnið enn sem komið er. Ator var handtekinn árið 2001 og hefði því ekki átt að geta keypt skotvopnið sem hann notaði til ódæðisins en lögreglan hefur ekki gefið upp hvar og hvernig hann öðlaðist byssuna. Eftir að hafa ekið um bæina Midland og Odessa og skotið á fólk af handahófi, var Ator felldur af lögregluþjónum. Lögreglan segir fórnarlömb Ator hafa verið frá fimmtán til 57 ára gömul. Nöfn þeirra hafa ekki verið gefin upp en AP fréttaveitan segir hinn 25 ára gamla Edwin Peregrino, Mary Granados, 29 ára bréfbera, og hina fimmtán ára gömlu Leilah Hernandez, vera þeirra á meðal.Hundruð íbúa komu saman á minningarathöfn í gær, þar sem fórnarlambanna var minnst. Skotárás Ator hófst með því að lögregluþjónar í Midland reyndu að stöðva hann eftir að hann notaði ekki stefnuljós. Í stað þess að stöðva skaut hann út um afturrúðu bílsins og særði einni lögregluþjón. Ator flúði af vettvangi og tók að endingu póstbíl Mary Granados. Hann var stöðvaður fyrir utan kvikmyndahús í Odessa og skotinn til bana. Tveir lögregluþjónar til viðbótar særðust í skotbardaga við hann. Ágúst telst ansi blóðugur í Texas þar sem önnur mannskæð skotárás átti sér stað fyrr í mánuðinum, þegar 22 voru skotnir til bana í verslun Wallmart í El Paso. Greg Abbott, ríkisstjóri Texas, segist hafa farið á of margar minningarathafnir í kjölfar skotárása í Texas. Nærri því sjötíu manns hafi dáið í slíkum árásum frá 2016. „Of margir íbúar Texas eru syrgjandi. Of margir íbúar hafa dáið. Óbreytt ástand í ríkinu er óásættanlegt og þörf er á aðgerðum,“ sagði Abbott. Ríkisstjórinn, sem er Repúblikani, hefur þó barist gegn hertri löggjöf varðandi byssueign í Texas og í gær tóku ný lög gildi í ríkinu sem rýmkuðu byssulöggjöf þar. Meðal annars koma lögin, sem Abbott skrifaði undir, í veg fyrir að yfirvöld borga og bæja geti sett eigin reglugerðir varðandi byssueign og burð skotvopna, sem er leyfilegur víðast hvar í Texas. Það sem af er þessu ári hafa minnst 25 mannskæðar skotárásir af þessu tagi átt sér stað í Bandaríkjunum en það er jafn mikið og var allt árið í fyrra, samkvæmt AP. Minnst 142 eru látnir í þessum árásum en í fyrra dóu 140. Um er að ræða árásir þar sem fjórir eða fleiri deyja, að árásarmanni eða mönnum ótöldum. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fimm látnir og 21 særður eftir skotárásina í Texas Lögreglan skaut árásarmann til bana. 31. ágúst 2019 23:25 Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Sjá meira
Forsvarsmenn lögreglu í Texas segjast óvissir um af hverju hinn 36 ára gamli Seth Aaron Ator skaut minnst sjö manns til bana og særði 22 á laugardaginn. Honum hafði þó nýverið verið sagt upp störfum en Michael Gerke, lögreglustjóri Odessa í Texas, segir ekki hægt að segja til um tilefnið enn sem komið er. Ator var handtekinn árið 2001 og hefði því ekki átt að geta keypt skotvopnið sem hann notaði til ódæðisins en lögreglan hefur ekki gefið upp hvar og hvernig hann öðlaðist byssuna. Eftir að hafa ekið um bæina Midland og Odessa og skotið á fólk af handahófi, var Ator felldur af lögregluþjónum. Lögreglan segir fórnarlömb Ator hafa verið frá fimmtán til 57 ára gömul. Nöfn þeirra hafa ekki verið gefin upp en AP fréttaveitan segir hinn 25 ára gamla Edwin Peregrino, Mary Granados, 29 ára bréfbera, og hina fimmtán ára gömlu Leilah Hernandez, vera þeirra á meðal.Hundruð íbúa komu saman á minningarathöfn í gær, þar sem fórnarlambanna var minnst. Skotárás Ator hófst með því að lögregluþjónar í Midland reyndu að stöðva hann eftir að hann notaði ekki stefnuljós. Í stað þess að stöðva skaut hann út um afturrúðu bílsins og særði einni lögregluþjón. Ator flúði af vettvangi og tók að endingu póstbíl Mary Granados. Hann var stöðvaður fyrir utan kvikmyndahús í Odessa og skotinn til bana. Tveir lögregluþjónar til viðbótar særðust í skotbardaga við hann. Ágúst telst ansi blóðugur í Texas þar sem önnur mannskæð skotárás átti sér stað fyrr í mánuðinum, þegar 22 voru skotnir til bana í verslun Wallmart í El Paso. Greg Abbott, ríkisstjóri Texas, segist hafa farið á of margar minningarathafnir í kjölfar skotárása í Texas. Nærri því sjötíu manns hafi dáið í slíkum árásum frá 2016. „Of margir íbúar Texas eru syrgjandi. Of margir íbúar hafa dáið. Óbreytt ástand í ríkinu er óásættanlegt og þörf er á aðgerðum,“ sagði Abbott. Ríkisstjórinn, sem er Repúblikani, hefur þó barist gegn hertri löggjöf varðandi byssueign í Texas og í gær tóku ný lög gildi í ríkinu sem rýmkuðu byssulöggjöf þar. Meðal annars koma lögin, sem Abbott skrifaði undir, í veg fyrir að yfirvöld borga og bæja geti sett eigin reglugerðir varðandi byssueign og burð skotvopna, sem er leyfilegur víðast hvar í Texas. Það sem af er þessu ári hafa minnst 25 mannskæðar skotárásir af þessu tagi átt sér stað í Bandaríkjunum en það er jafn mikið og var allt árið í fyrra, samkvæmt AP. Minnst 142 eru látnir í þessum árásum en í fyrra dóu 140. Um er að ræða árásir þar sem fjórir eða fleiri deyja, að árásarmanni eða mönnum ótöldum.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fimm látnir og 21 særður eftir skotárásina í Texas Lögreglan skaut árásarmann til bana. 31. ágúst 2019 23:25 Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Sjá meira
Fimm látnir og 21 særður eftir skotárásina í Texas Lögreglan skaut árásarmann til bana. 31. ágúst 2019 23:25