Ísland veitir yfir 20 milljónir í mannúðaraðstoð til flóttafólks frá Venesúela Heimsljós kynnir 29. janúar 2019 10:00 Ragnar Schram, framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna á Íslandi og Ágúst Már Ágústsson, sérfræðingur hjá utanríkisráðuneytinu, undirrituðu samning vegna styrksins í gær. SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa með stuðningi utanríkisráðuneytisins ákveðið að aðstoða flóttafjölskyldur frá Venesúela í Kólumbíu. Ráðuneytið styrkir mannúðarverkefni SOS um tæpa 19 og hálfa milljón króna og er mótframlag SOS rúm ein milljón króna. Um þrjár milljónir Venesúelamanna hafa flúið heimalandið þar sem óstjórn ríkir og óðaverðbólga gerir það að verkum að fólk á ekki fyrir lífsnauðsynjum. Frá þessu er greint á vefsíðu SOS Barnaþorpa á Íslandi. „Meingölluð hugmyndafræði og óstjórn hafa grafið undan lífskjörum fólksins í landinu og hafa yfir þrjár milljónir manna flúið til nágrannaríkjanna. Við höfum kallað eftir því að rödd fólksins fái að heyrast og lýðræði verði komið á aftur eins fljótt og verða má,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra. „Þangað til er ljóst að fjöldi fólks þarf á aðstoð að halda og það er mikilvægt að við getum lagt af mörkum í samstarfi við SOS Barnaþorp.“ Ísland er nú í hópi Evrópulanda á borð við Spán, Noreg, Danmörku og Lúxemborg sem veita mannúðaraðstoð í gegnum SOS Barnaþorp til flóttafólksins sem streymir til Kólumbíu, Brasilíu og annarra landa. Neyðarástand ríkir við landamærin í Kólumbíu og stýra SOS Barnaþorpin í Kólumbíu aðgerðum á svæðinu. Þetta tiltekna verkefni nær til yfir tíu þúsund manna í um 2.500 fjölskyldum á tíu mánaða tímabili. Í aðstoðinni felst meðal annars vernd, matvælaöryggi og uppsetning öruggra svæða fyrir fjölskyldur þar sem þær fá aðstoð og ráðgjöf, ásamt því sem börnin fá tækifæri til leikja og menntunar.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent
SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa með stuðningi utanríkisráðuneytisins ákveðið að aðstoða flóttafjölskyldur frá Venesúela í Kólumbíu. Ráðuneytið styrkir mannúðarverkefni SOS um tæpa 19 og hálfa milljón króna og er mótframlag SOS rúm ein milljón króna. Um þrjár milljónir Venesúelamanna hafa flúið heimalandið þar sem óstjórn ríkir og óðaverðbólga gerir það að verkum að fólk á ekki fyrir lífsnauðsynjum. Frá þessu er greint á vefsíðu SOS Barnaþorpa á Íslandi. „Meingölluð hugmyndafræði og óstjórn hafa grafið undan lífskjörum fólksins í landinu og hafa yfir þrjár milljónir manna flúið til nágrannaríkjanna. Við höfum kallað eftir því að rödd fólksins fái að heyrast og lýðræði verði komið á aftur eins fljótt og verða má,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra. „Þangað til er ljóst að fjöldi fólks þarf á aðstoð að halda og það er mikilvægt að við getum lagt af mörkum í samstarfi við SOS Barnaþorp.“ Ísland er nú í hópi Evrópulanda á borð við Spán, Noreg, Danmörku og Lúxemborg sem veita mannúðaraðstoð í gegnum SOS Barnaþorp til flóttafólksins sem streymir til Kólumbíu, Brasilíu og annarra landa. Neyðarástand ríkir við landamærin í Kólumbíu og stýra SOS Barnaþorpin í Kólumbíu aðgerðum á svæðinu. Þetta tiltekna verkefni nær til yfir tíu þúsund manna í um 2.500 fjölskyldum á tíu mánaða tímabili. Í aðstoðinni felst meðal annars vernd, matvælaöryggi og uppsetning öruggra svæða fyrir fjölskyldur þar sem þær fá aðstoð og ráðgjöf, ásamt því sem börnin fá tækifæri til leikja og menntunar.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent