Þetta er sjöunda tímabilið í röð þar sem Curry skoraði tvö hundruð þrista eða fleiri og því hefur enginn NBA-leikmaður náð áður.
Curry hefur mest skorað 402 þriggja stiga körfur á einu tímabili en hann hefur tvisvar farið yfir þrjú hundruð þrista á einni leiktíð.
#StephenCurry, who hit all five of his three-point attempts in the first half tonight, now has 202 three-pointers on the season, becoming the first player in @NBAHistory to make at least 200 threes in seven consecutive seasons. pic.twitter.com/NJAk4QJMYZ
— NBA.com/Stats (@nbastats) January 29, 2019
Curry náði líka að skora tvö hundruð þrista í innan við 40 fyrstu leikjum sínum á leiktíðinni og það er líka eitthvað sem enginn NBA-leikmaður hefur náð áður.
Stephen Curry var að spila sinn 39. leik á leiktíðinni en hann missti af ellefu leikjum í nóvember vegna meiðsla.
202 þristar í 39 leikjum þýða 5,2 að meðaltali í leik en Curry hefur mest skorað 5,1 að meðaltali í leik á einu tímabili en það var 2015-16 tímabilið.
#StephenCurry is the first player in @NBAHistory to make 200 threes within the first 40 games of a season. pic.twitter.com/0h18awKQmj
— NBA.com/Stats (@nbastats) January 29, 2019
Curry endaði leikinn með 26 stig á 27 mínútum þar sem hann hitti úr 6 af 8 þriggja stiga skotum sínum.
Stephen Curry vakti samt ekki minni aðdáun fyrir það sem hann gerði eftir leikinn á móti Indiana Pacers. Eftir leik þar sem hann setti tvö NBA-met þá ákvað hann að gefa skóna sína.
Curry tók sér tíma í að skrifa nafnið sitt á báða keppnisskóna og gaf síðan ungri stúlku skóna. Sú hin sama var í Curry-treyju og trúði varla sínum eigin augum þegar uppáhaldsleikmaðurinn hennar gaf henni skóna sína eins og sjá má hér fyrir neðan.
That moment when @StephenCurry30 hands you the shoes off his feet ... pic.twitter.com/93zifwcKQh
— NBA TV (@NBATV) January 29, 2019