Innlent

Spá því að milljón færri far­þegar fari um Kefla­víkur­flug­völl í ár heldur en í fyrra

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Stærsti hópur þeirra farþega sem fara um flugvöllinn eru farþegar sem fara þar um til að skipta um flug.
Stærsti hópur þeirra farþega sem fara um flugvöllinn eru farþegar sem fara þar um til að skipta um flug. vísir/vilhelm
Samkvæmt farþegaspá Isavia munu milljón færri farþegar fara um Keflavíkurflugvöll í ár heldur en í fyrra. Þetta kom fram á morgunfundi Isavia sem nú stendur yfir á Nordica.

Í fyrra fóru alls 9,8 milljónir farþega um Keflavíkurflugvöll en farþegaspáin í ár gerir ráð fyrir að farþegarnir verði um 8,9 milljónir.

Á árinu 2018 voru farþegar sem fóru um Keflavíkurflugvöll til þess að skipta um flug tæp 40 prósent heildarfarþegafjöldans eða samtals 3,8 milljónir.

Brottfararfarþegar voru um 30 prósent heildarfjöldans eða alls 2,9 milljónir og hið sama má segja um komufarþega; um 30 prósent heildarfjöldans eða um 2,9 milljónir alls.

Á yfirstandandi ári gerir farþegaspáin ráð fyrir því að farþegar sem fara um flugvöllinn til þess að skipta um flug verði áfram stærsti farþegahópurinn, eða alls 3,1 milljón. Brottfararfarþegar verði þá rúmlega 2,9 milljónir og komufarþegar tæplega 2,9 milljónir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×